Tíminn - 10.02.1974, Page 29

Tíminn - 10.02.1974, Page 29
Sunnudagur 10. febrúar 1974-. TÍMINN 29 Stefania Guðmundsdóttir. „Steinunn i Galdra-Lofti". Klofa I Lénharði fógeta, Heloise i Varið yður á málningunni. Þá nefni ég nokkra þeirra, sem leikið hafa með Leikfélagi Akur- eyrar eingöngu á timabilinu 1931- 47. Ber þá fyrst að nefna Reginu Þórðardóttur. sem lék hér að visu fá hlutverk, en viðágætan orðstir, og nú siðast, svo sem áður er frá sagt, Ragnheiði Brynjólfsdóttur, svo frábærlega, að lengi mun minnzt verða. Þá nefni ég nokkrar konur, sem reynzt hafa vel hlutgengar, svo sem Freyju Antonsdóttur, Mar- gréti Steingrimsdóttur, Jóninu Þorsteinsdóttur, Valgerði og Guðrúnu Þorsteinsdætur, Björgu Baldvinsdóttur, Sigriði Schiöth, önnu Tryggva, og siðast en ekki sizt, Else Snorrason, sem ég verð að telja efnilegustu leikkonuna af yngri kynslóðinni. En hún virðist vera hætt, að minnsta kosti i bili. Karlmennirnir eru svo að segja óteljandi, sem lyktað hafa af ,„sminkinu” á þessu siðasta timabili i leiksögu Leikfélags Akureyrar. En nokkur nöfn úr þeim fjölmenna hópi verða að nægja* Leikarar úr hópi karia 1930-47 Siðan ritar höfundur alllangt mál um þá Agúst Kvaran og Jón Norðfjörð, sem bar að sjálfsögðu hæst á þessu timabili. Siðan segir Hallgrimur Valdimarsson, orð- rétt: „Þá verða nefndir nokkrir þeir leikendur aðrir, er með Leik- félagi Akureyrar hafa unnið meira og minna á siðari timum, svo sem Gunnar Magnússon, Sig- valdi Sigvaldason, Vigfús Þ. Jónsson, Stefán Halldórsson, Zóphonias Arnason, Sigmundur Björnsson, Skjöldur Hliðar, Jón Kristinsson, Jón Ingimarsson, Stefán Jónsson, Jóhann ög- mundsson og svo þeir, er nú skipa stjórn félagsins, Guðmundur Gunnarsson, Hólmgeir Pálma- son, Þórir Guðjónsson, Július Oddsson, Björn Sigmundsson. Hafa allir þeir er nú voru taldir gert hlutverkum sinum góð skil. Má i þvi sambandi sérstaklega nefna Björn Sigmundsson, sem leikið hefir mörg hlutverk siðan 1925, sérstaklega bændahlutverk, og sýnt þau manna bezt. Hann hefir verið gjaldkeri félagsins siðastliðin 16 ár samfleytt, og er það mikið starf og erilsamt. Leiktjaldamálarar og fl. starfsmenn Af leiktjaldamálurum nefni ég fyrst Fj-eymóð Jóhannsson, sem var um mörg ár aðalmaður Leik- félags Akureyrar i þvi starfi. Hann gerði leiksviðið úr garði með hringtjaldi, að erlendri fyrir- mynd, fyrstur allra hér á landi. Eftir brottför hans var Vigfús Þ. Jónsson tjaldamálari og nú sið- ustu árin Haukur Stefánsson. All- ir hafa þessir menn leyst störf sin ágætlega af hendi. Ýmsir hafa séð um gervi leik- enda, og tel ég einkum Tryggva Jónatansson og Vigfús Þ. Jónsson hafa verið fremsta á þvi sviði, en nú eru margir leikendur hér komnir það áleiðis að þeir búa út gervi sin og mála sig sjálfir. Agnar Magnússon var nokkur ár leiksviðssjóri, en nú upp á sið- kastið hefir Oddur Kristjánsson, smiður, aðallega haft það starf með höndum. Ljósameistari siðustu árin var Ingvi Hjörleifsson.” Þá er rétt að geta þess hér, sem Þorsteinn M. Jónsson ritar um félagið, að ,,um mörg ár birtust leikdómar alloft i dagblöðum Akureyrar eftir mann, sem hafði ágætan skilning á leiklist. Þessi maður var Valdimar Steffenssen, læknir.” JG Kjartan Ólafsson: Tobías gamli, Nökkvi Bragason: Tommi, Elín Antonsdóttir: frú Bastian ■ Marinó Þorsteinsson: Bastían bœjarfógeti. Vetrarhjólb"ardar Stærð Verð kr. Stærð Verð kr. 520-12/4 2.575.- 550-12/4 2.770.- 155 SR 12 2.950.- 520-13/4 2.575.- 560-13/4 2.675.- 165 SR 13 3.290.- 590-13/4 3.120.- 175 SR 13 3.510.- 640-13/4 3.275.- 155 SR 14 3.140.- 155-14/4 2.950.- 165 SR 14 3.490.- 700-14/8 4.615.- 15 SR 15 3.690.- 560-15/4 2.950,- 590-15/5 3.270.- 600-15/4 3.415.- 670-15/6 3.950.- 600-16/6 3.820.- 650-16/6 4.290.- 600-16/6 3.970.- 750-16/6 4.990.- Reyns/a þúsunda ís/enskra bifreibaeigenda hefur sannab aÖbetri hjó/barÖar en BARUM eru vart fáan/egir. Viö birtum hér BARUM verölista svo aö hægt sé aÖ sjá hve ótrúlega góö kaup er hægt aö gera á hjó/böröum - BARUM HJÓLBÖRÐUM. Flestar stærÖir BARUM hjó/baröa fyrir vörubi/a og vinnuvé/ar einnig fáan/egar. EINKAUMBOD Á ÍSLANDI: TÉKKNESKA BIFREIDA UMBODID Á ÍSLANDI H/F BARUM BREGST EKKI SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, sími 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. sími 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, sími 1158. GULLNA HLIÐIÐ, 1956—’57, Matthildur Sveinsdóttir, Jónína Þorsteinsdóttir og Júlíus Oddsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.