Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 36
FÓTBOLTI Efnilegasti leikmaður Landsbankadeildarinnar á síðasta tímabili, Emil Hallfreðsson, er á leið til enska stórliðsins Totten- ham Hotspur. Samkomulag náðist á milli FH og Tottenham í gær um kaupverð á Emli og því á Emil sjálfur aðeins eftir að semja við félagið en hann á ekki von á að það verði mikið vandamál. „Það liggja fyrir drög að samn- ingi sem ég er sáttur við og því má mikið gerast ef ég sem ekki við liðið á næstu dögum,“ sagði Emil við Fréttablaðið í gær en hann mun gera tveggja og hálfs árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu ef vel gengur. FH-ingar vildu ekki gefa upp hvað þeir fengu mikið fyrir Emil en orðuðu það þannig að þeir myndu fá pening fyrir hann kæmist hann í liðið og stæði sig vel sem þeir hafa fulla trú á að hann geri. Emil verður annar Íslendingurinn sem gengur í raðir Tottenham en Guðni Bergs- son lék með félaginu á sínum tíma. Emil, sem hefur haldið með Liverpool frá því í barnæsku, var að átta sig á hlutunum í gær en hann var að vonum kátur enda lang- þ r á ð - ur draumur að rætast. „Þetta er það sem mig hefur dreymt um frá því ég var krakki og það er ótrúlegt að draumurinn sé loksins að rætast. Mig hefur alltaf langað til þess að spila í Englandi enda er það mekka fótboltans. Ég neita því ekki að það er frekar skrítið að þetta sé að gerast og ég veit að þetta er tækifæri sem ekki allir fá og því er ég staðráðinn í að nýta það vel,“ sagði Emil Hall- freðsson. henry@frettabladid.is 24 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Við óskum... ... Hafnfirðingnum Emil Hallfreðssyni innilega til hamingju með að vera orðinn atvinnumaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Emil hefur gert víðreist í vetur og meðal annars hafnað tilboðum frá bæði Everton og hollenska liðinu Feyenoord. Hann virðist hins vegar hafa fundið rétta félagið í höfuðstað Englands og verður gaman að fylgjast með honum feta í fótspor Guðna Bergssonar. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur DESEMBER FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru val- in knattspyrnumenn ársins 2004 á samkomu Knattspyrnusambands Íslands sem haldin var í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem KSÍ verðlaunar knattspyrnufólk með þessum hætti en yfir 200 einstaklingar víðs vegar úr íslenska knattspyrnuheiminum tóku þátt í kjörinu. Eiður Smári þótti bestur karl- anna vegna þess árangurs sem hann hefur náð í einni erfiðustu deild heims í knattspyrnu en næstur hon- um var valinn Hermann Hreiðars- son. Í þriðja sæti hjá körlunum varð svo Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH. „Þetta er mikill heiður enda standa að þessu vali fólk sem annað- hvort er eða hefur komið nálægt knattspyrnu gegnum tíðina,“ sagði Eiður Smári eftir að valið var kunn- gert. Hermann Hreiðarsson tók undir orð Eiðs og sagði allar slíkar viðurkenningar af hinu góða fyrir íþróttamenn. „Það skiptir engu máli við hvað viðkomandi starfar eða gerir, allt slíkt er tvímælalaust mik- ill heiður og af hinu góða.“ Hjá stúlkunum þótti Margrét Lára hafa staðið sig best eftir frá- bært tímabil með liði ÍBV og lands- liðinu í ár en í öðru og þriðja sæti urðu þær Laufey Ólafsdóttir úr Val, og Olga Færseth hjá ÍBV. Margrét Lára var upp með sér. „Þetta er að sjálfsögðu frábært að hljóta viðurkenningu á borð við þessa og ýtir undir að ég haldi áfram að standa mig eins vel og ég get og án efa ein sú mesta viðurkenning sem ég get fengið ásamt því að vera valin í landsliðið. Fyrir alla þá sem eru reiðubúnir að leggja sig fram í þeim íþróttum sem þeir stunda er svona lagað staðfesting á að það er tekið eftir því sem vel er gert.“ Á sama tíma færði Knattspyrnu- samband Íslands einnig SOS barna- þorpunum styrk að upphæð 500 þúsund krónum en það er í sam- ræmi við stefnu Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins FIFA og munu þeir peningar koma sér vel fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu á næstu misserum. albert@frettabladid.is Eiður og Margrét Lára valin Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumenn ársins í hófi sem Knattspyrnusamband Íslands hélt af því tilefni. Rúmlega 200 einstaklingar tóku þátt í kjörinu.■ ■ LEIKIR  19.15 Fjölnir og Þór Ak. mætast í Grafarvogi í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta karla.  19.30 ÍS og Drangur mætast í Kennaraháskólanum í 1. deild karla í körfubolta.  19.40 Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík Intersportdeild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeildina í fótbolta.  19.30 Íslenski körfuboltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Intersportdeildinni í körfubolta.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 World Supercross á Sýn. Getum bætt við okkur nokkrum verkefnum. Þið getið bókað í síma 895-6616 og á netfanginu einnogatta@hotmail.com. Kv, Kertasníkir og Stúfur Skemmtum á jólaböllum og í heimahúsum Styrktarforeldrar óskast - sos.is SOS - barnaþorpin S: 564 2910 Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu selja sinn efnilegasta mann til Englands: Emil á leið til Tottenham Í FÓTSPOR GUÐNA BERGS- SONAR FH-ingurinn Emil Hallfreðsson verður væntanlega annar Íslendingurinn sem leikur með Tottenham Hotspur en Guðni Bergsson hóf sinn atvinnumanna- feril með þessu enska stórliði. KNATTSPYRNUMENN ÁRSINS Margrét Lára þótti hafa staðið sig vonum framar með liði ÍBV og landsliðinu í sumar og Eiður Smári þykir hafa sett mark sitt svo um munar á eina erfiðustu knattspyrnudeild í heiminum, ensku deildina. HÓPURINN ALLUR Formaður KSÍ segir að þessi tilhögun á vali á besta knattspyrnufólki landsins hafi tekist vel en yfir 200 einstaklingar sem koma með einum eða öðrum hætti að knattspyrnu hérlendis kusu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.