Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 8
8 SVONA ERUM VIÐ Kristján Vilhelmsson, framkvæmda- stjóri útgerðasviðs Samherja, segir hluta veiðanna í ár hafa gengið mjög vel. Þó hafi loðnuvertíðin í ársbyrjun verið skrítin vegna inn- gripa stjórnvalda. Óvissa um magnið sem mátti veiða segir hann hafa sett sitt mark á veiðarn- ar í upphafi. Skip Samherja munu tínast í land eitt af öðru 22. og 23 desember. Kristján segir ísfiskskipin fara út á sjó á milli jóla og nýárs en komi aftur í land áður en gamla árið verður kvatt og því nýja fagnað. „Allur flotinn fer af stað aftur á nýju ári þegar samningar og lög leyfa,“ segir Kristján. Á árinu hefur þurft að hagræða hjá fyrirtækinu og kemur til með að þurfa áram vegna styrkleika krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum að sögn Kristjáns. Í jólamatinn ætlar Kristján að borða nýtt svínakjöt eins og hann er vanur. Jólagjafakaup- in eru hins vegar að mestu í höndum eiginkonunnar en hann sér þó sjálfur um að kaupa gjöf handa henni. „Ég vonast eftir snjóþungum vetri til fjalla svo ég og aðrir komumst á skíði,“segir Krist- ján. Hann viðurkennir að vera töluverður sprengjukall og sé vinur Landsbjargar sem hann styrkir þokkalega með flugeldakaupum en gæti þess þó að gæta einhvers hófs. ■ Skipin í landi um jól og áramót HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTJÁN VILHELMSSON, ÚTGERÐARSTJÓRI SAMHERJA 19. desember 2004 SUNNUDAGUR Austurbyggð vaknar Bjartsýni einkennir íbúa hins nýja sveitarfélags Austurbyggðar, sem varð til með sameiningu Fáskrúðs- fjarðar og Stöðvarfjarðar fyrir rúmu ári. Sveitarstjórinn segir byggðarlagið best varðveitta leyndarmál Aust- urlands. Væntanleg göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar munu bæta búsetuskilyrðin til muna. Það er til marks um uppganginn í Austurbyggð að framkvæmdir við nýja götu, Gilsholt, á Fá- skrúðsfirði eru vel á veg komnar. Tólf íbúðir munu rísa við götuna, átta einbýli og tvö parhús. Grunn- ur fyrsta hússins hefur þegar ver- ið tekinn og viðbúið er að önnur hús rísi skjótt, enda talsverð eftir- spurn eftir lóðum í sveitarfélag- inu. Nýbyggingar hafa verið fátíð- ar á Fáskrúðsfirði, eitt hús var byggt í fyrra en þá var áratugur liðinn frá því síðast var byggt. Steinþór Pétursson sveitar- stjóri horfir björtum augum til framtíðar enda góðir tímar í vændum. „Það lítur allt vel út,“ segir hann og þakkar stöðuna væntanlegu álveri á Reyðarfirði og göngunum milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar. „Hér ríkir mikill spenningur vegna gang- anna enda stytta þau vegalengd- ina milli fjarða umtalsvert.“ Verk- lok eru ráðgerð í september á næsta ári en þar sem fram- kvæmdir hafa gengið vel og eru á undan áætlun gæla menn við að hægt verði að hleypa um þau um- ferð í sumarbyrjun. „Það er tölu- vert um að menn fari á milli staða til að sækja vinnu og þetta mun vitaskuld nýtast þeim vel.“ Í dag eru liðlega 50 kílómetrar á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar en með göngunum stytt- ist leiðin í átján kílómetra. Hins vegar eru 26 kílómetrar á milli þéttbýliskjarnanna tveggja í Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, og ekki á dagskrá að tengja þá með göngum. Sam- tals búa um 860 í sveitarfélaginu, 600 á Fáskrúðsfirði og 260 á Stöðvarfirði. Í dag liggur þjóðvegur eitt eftir sunnanverðum Austfjörðum, upp Breiðdalsheiði og þaðan inn á Hérað. Sveitar- stjórn Austur- byggðar vill að fjarðaleiðin, í gegnum göngin og upp Fagra- dalinn, verði þjóðvegur eitt og óskaði eftir því formlega við samgöngu- r á ð u n e y t i ð . Steinþór segir að erindinu hafi verið tekið kurteisislega. „Það var þakkað fyrir erindið og sagt að málið yrði skoðað svo við bíðum bara og sjáum.“ Eins og gengur hefur þessi málaleitan hlotið misjafnar undirtektir eystra enda margir sem vilja halda í núverandi skipulag. Í haust bárust fréttir af því að kaupmaðurinn á Stöðvarfirði hefði brugðið búi og illa horfði með aðdrætti heimamanna. Hægt er að fá helstu nauðsynjar í sjoppu í bænum en íbúar þurfa að leita lengra eftir öðru. Á Fá- skrúðsfirði er ágæt verslun, að sögn sveitarstjórans. Atvinnulíf í Austurbyggð er að mestu bundið við sjávarútveg. Loðnuvinnslan er stærsti vinnu- veitandinn á Fáskrúðsfirði og Samherji á Stöðvarfirði. Steinþór sér ekki fram á að það muni breytast á næstunni en bendir þó á að rekstur lítilla fyrirtækja og iðnfyrirtækja í minni kantinum kunni að vera hagstæður. „Hér er mjög góð hafnaraðstaða og kjör- land fyrir hafnsækna iðnstarf- semi,“ segir Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Austurbyggðar, sem hefur búið a Fáskrúðsfirði í tíu ár en er Eskfirðingur að upplagi. bjorn@frettabladid.is HVER LANDSMAÐUR KEYPTI SÉR 1,7 KÍLÓ AF HROSSAKJÖTI Á SÍÐASTA ÁRI Heimild: Bændasamtök Íslands Hópheilun: Óhemjuorka í Fríkirkjunni GUÐSÞJÓNUSTA Það verður mikið um dýrðir í Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag en þá gengst Sálarrann- sóknarfélag Íslands fyrir svo- nefndri heilunarguðsþjónustu. Að sögn Friðbjargar Óskarsdóttur, eins forsvarsmanna hennar, verð- ur yfirbragð samkomunnar með nokkuð hefðbundnu sniði þar sem á skiptast bænir og gospeltónlist en sr. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Vinarþelið mun að venju svífa yfir vötnum þótt ekki verði boðið upp á handayfirlagningar. „Sálin okkar allra er í rauninni eitt í kærleikanum og ef við setjumst saman í hóp og sameinumst í kær- leika þá byggjum við upp svo óhemju mikla orku að það verður um heilunarorku að ræða í um- hverfinu. Þetta er hópheilun,“ segir Friðbjörg. Að auki verður sr. Jóns Auðuns, dómprófasts og fyrrverandi for- seta Sálarrannsóknarfélagsins minnst, en hann hefði orðið hundr- að ára í febrúar næstkomandi. Heilunarguðsþjónustan hefst klukkan fimm en á síðasta ári var mætingin svo góð að fólk þurfti frá að hverfa. Því er gott að mæta tímanlega. - shg FRIÐBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR STEINÞÓR PÉTURSSON SVEITARSTJÓRI Vill fá þjóðveg eitt um Fáskrúðsfjörð. FRÁ FÁSKRÚÐSFIRÐI Áætlanir gerðu ráð fyrir að Fáskrúðsfjarðargöngin yrðu tekin í notkun í september á næsta ári. Nú hillir undir að hægt verði að hleypa um þau umferð í sumarbyrjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.