Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 74
62 19. desember 2004 SUNNUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 3.30, 6, 8, 9.30 og 11 Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 & 10 kl. 2, 4, 8 og 10 b.i. 16 kl. 8 og 10.15 b.i.14 Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali SÝND kl. 8 og 10 b.i. 14 Sýnd í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 HHH kvikmyndir.comi i . HHH Balli / Sjáðu PoppTV Kolsvört jólagrínmynd HHH S.V. Mbl SÝND kl. 1.15, 3.40, 5.45, 8 og 10.15 OPEN WATER SÝND KL. 4, 6, 8 & 10 b.i. 12 WITHOUT A PADDLE KL. 4 & 6 b.i. 12 SURVIVING CHRISTMAS KL. 4, 6, 8 & 10.30 THE GRUDGE KL. 10.30 b.i. 16 Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... Sýnd kl. 8.20 og 10.30 Sýnd kl. 1.50, 4 og 6.10 m/ísl. tali. kl. 1.50, 4, 6.10, 8.20 & 10.30 m/ens. tali. HHH1/2 kvikmyndir.is HHH kvikmyndir.com HHH HL Mbl Sama Bridget. Glæný dagbók. HHH S.V. Mbl Sýnd kl. 5.30, 8 & 10.30 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30 Forsýnd kl. 3 m/ísl. tali. kl. 8 m/ens. tali Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu. Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu. Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. SHARK TALE KL. 2 m/ísl. tali. Jólamyndin 2004 TILBOÐ 300 kr. kl. 6 b.i.16 TILBOÐ 300 kr. TILBOÐ 300 kr. Sýnd kl. 2, 4 og 6 b.i.14 Sýnd kl. 2, 4 og 6 b.i. 12 ■ TÓNLEIKAR Það þarf svo sem engan að undra að ákveðið hafi verið að snara upp framhaldi af Ocean’s Eleven sem sló hressilega í gegn árið 2001. Myndin var feikilega vel mönnuð með George Clooney, Juliu Ro- berts, Brad Pitt, Andy Garcia og Matt Damon í fylkingarbrjósti. Leikstjórinn Steven Soderbergh bætir svo um betur í Ocean’s Twelve og dembir Catherine Zeta- Jones í púkkið og fyrir vikið er hér saman kominn einn öflugasti stórstjörnufans sem sést hefur saman á hvíta tjaldinu í háa herr- ans tíð. Það er vissulega gríðarlegur styrkur fólginn í þessari liðsskip- an en hún verður um leið einn helsti veikleiki myndarinnar þar sem það reynir verulega á þanþol sögunnar að koma öllu þessu fína fólki að. Erkitöffarinn Clooney var burðarás fyrri myndarinnar en hann dregur sig nokkuð til baka hér og eftirlætur Pitt, Damon og Diaz sviðið. Persóna Pitts er illu heilli frekar þreytandi og ýkt auk þess sem maðurinn sjálfur er stórlega ofmetinn sem leikari. Hann hefði því vel mátt vera í bakgrunninum en Damon nýtur sín hins vegar vel og persóna hans býður upp á góða spretti. Zeta- Jones er svo alltaf jafn sjarmer- andi og Juliu Roberts, sem er orð- in ansi grá og guggin, er hreinlega vorkunn að þurfa að deila tjaldinu með Zetu sem er löðrandi í þokka. Ræningjahópurinn úr 11 neyð- ist hér til að koma saman á ný til að afla fjár með ránum. Pening- ana á svo að nota til að greiða Andy Garcia sem gæti vel hugsað sér að drepa allt gengið fyrir rán- ið í fyrri myndinni. Okkar menn verða að gera strandhögg í Evr- ópu þar sem þeir eru of þekktir í Bandaríkjunum og við fáum því að fylgjast með þeim í ágætri Evr- ópureisu þar sem hinn dásamlega borg Róm leikur stórt hlutverk. Það er ansi mörgum sögum troðið inn í þetta ferðalag þannig að söguþráðurinn verður býsna flók- inn og þvældur á köflum. Þetta dregur úr spennu en þar sem bröltið á liðinu er hin besta skemmtun kemur það lítið að sök. Ocean’s Twelve gerir meira út á grín en spennu og léttir og góðir sprettir halda manni ágætlega við efnið á milli þess sem maður get- ur dáðst að Róm. Það leynir sér líka ekki að leikararnir hafa skemmt sér konunglega við gerð myndarinnar og galsinn er smit- andi þannig að ránin verða auka- atriði. Áherslan er á persónurnar og létt flipp sem er gott mál. Þórarinn Þórarinsson Hressir ræn- ingjar í Róm OCEAN'S TWELVE LEIKSTJÓRI: STEVEN SODERBERGH AÐALHLUTVERK: GEORGE CLOONEY, BRAD PITT, CATHERINE ZETA-JONES NIÐURSTAÐA: Það er ansi mörgum sögum troðið inn í þetta ferðalag þannig að söguþráð- urinn verður býsna flókinn og þvældur á köfl- um. Þetta dregur úr spennu en þar sem bröltið á liðinu er hin besta skemmtun kemur það lítið að sök. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN FRÉTTIR AF FÓLKI Getum bætt við okkur nokkrum verkefnum. Þið getið bókað í síma 895-6616 og á netfanginu einnogatta@hotmail.com. Kv, Kertasníkir og Stúfur Skemmtum á jólaböllum og í heimahúsum SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Þrátt fyrir að hljómsveitin Dead Sea Apple hafi legið í dvala undan- farin ár hefur hún jafnan haldið þeim sið að vera með tónleika rétt fyrir jólin. „Þetta er fjórða árið í röð sem við gerum þetta. Samt hefur hljóm- sveitin lítið verið starfandi í tvö eða þrjú ár núna,“ segir Hannes Frið- bjarnarson trommuleikari. Áður en Dead Sea Apple lagðist í dvala sigldi hún á fleygiferð í heilan áratug og sendi frá sér tvær breið- skífur. „Síðan kom þreyta í mannskap- inn og menn fluttu til útlanda hver í sína áttina. En við höfum alltaf ver- ið félagar og núna þyrstir okkur í að gera eitthvað aftur.“ Nú í haust þegar allir voru flutt- ir aftur til landsins ákváðu þeir því að hittast, og skemmst er frá því að segja að nú er ný plata í uppsigl- ingu. Þeir félagar ætla í hljóðver eftir áramótin. „Við ætlum að spila nokkur ný lög á þessum tónleikum, ásamt ýmsu því sem við vorum að gera áður.“ Auk Hannesar trommuleikara skipa hljómsveitina þeir Steinar Logi Nesheim söngvari, Arnþór Þórðarson á bassa og gítarleikar- arnir Karl Jóhann Karlsson og Har- aldur Vignir Sveinbjörnsson. Tónleikarnir í kvöld verða á Gauki á Stöng. Hljómsveitin Hoff- mann hitar upp. „Þetta er fjórða árið í röð sem við verðum með tónleika rétt fyrir jólin og alltaf fengið góða aðsókn,“ segir Hannes. Hann segir meðlimi hljómsveit- arinnar hafa þróast svolítið hver í sína áttina síðustu árin, meðan þeir voru í útlöndum. Það breytir því þó ekki að þeir ná saman í tónlistinni, enda rokka þeir af hjartans lyst. „Þetta er bara rokk og ról. Við erum ekki mikið fyrir að finna upp hjólið, látum aðra um það.“ ■ Rokka af hjartans lyst Nicole Kidman er gífurlega spenntfyrir því að láta draum sinn að vinna með vini sínum Russell Crowe rætast. Ástralarnir tveir munu sameina sína einstöku leik- hæfileika í myndinni Eucalyptus á næsta ári. Myndin er gerð eftir metsöluskáld- sögunni Murray's Ball. „Þessi mynd fjallar mjög mikið um land- ið mitt, Ástralíu, og ég er hrikalega spennt að vinna hana með Russell Crowe,“ sagði leikkonan. Við höfum aldrei unnið saman en höf- um augljóslega þekkt hvort annað í mörg ár og alltaf langað til að vinna saman. Ég held að það sé mjög já- kvætt að myndin er frekar lítil því ann- ars myndi þetta breytast í algjöran sirkus.“ HANNES TROMMARI Dead Sea Apple tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið og verður með tónleika á Gauknum í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.