Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 14
Kannski skiptir það ekki höfuð- máli hvort jólin verða rauð eða hvít. Annað tveggja hlýtur að nægja – en þau verða örugglega á raðgreiðslum. Kaupmenn segja alvanalegt að fjölskyldur klóri sig fram úr jólaútgjöldunum með því að raða greiðslunum á nokkra mán- uði, margar í svo sem eins og hálft ár, en þó séu dæmi um að jólunum sé dreift yfir næstu þrjú árin; já, takk fyrir ... gjafir eru yður færðar – og greiddar næstu 36 mánuði, með kostnaði og vöxtum. Einhvern veginn hlýtur þetta svo að hlaðast upp. Því það koma alltaf önnur jól; önnur greiðslu- dreifing – og þegar fólk er enn að greiða niður síðustu jól og jafnvel þau þarsíðustu og þarf svo enn að dreifa kostnaðinum, þá heita þetta náttúrlega ekki lengur raðgreiðslur, heldur laggreiðslur; hvert lagið fellur yfir annað – og kannski er það svo í lífi þeirra allra djörfustu að dágóður fjöldi jólahátíða sé að veltast um í einu og sama veskinu. Þetta er náttúrlega dásamlegt fyrirkomulag. Og jólakort hafa einhvern veginn fengið yfirfærða merk- ingu. Nú er ekki aðeins nauðsyn- legt að senda vinum og ættingj- um jólakort heldur er enn brýnna að senda sjálfum sér greiðslukort svo hægt sé að herða gjafmildina á þessum síð- ustu og skemmstu dögum árs- ins. Gekk fram hjá leikfanga- verslun í stórmarkaði á dögun- um. Þurfti að líta tvisvar á verð- miðann á litlum leikfangabíl sem samviskusamlega hafði verið stillt upp í glugganum. Gulur bíll með allsvakalegum dekkjum og gekk fyrir rafhlöðu. Og kostaði innan við 80 þúsund krónur, sumsé 79.990. Þetta er náttúrlega dásam- legt. Og kannski ekki nema svo sem eins og þriggja mánaða rað- greiðsla; allt búið í apríllok. Neysluhyggja Íslendinga er með þvílíkum hætti að útsjónar- sömustu tækjasölumenn geta orðið á meðal ríkustu manna landsins eftir nokkurra ára rekstur eigin búðar. Jafn sjálf- sagt og það er að trén fella lauf sín að hausti er fréttin sem birt- ist í blöðunum nokkru síðar; að jólaverslun verði líkast til fimmtán prósentum meiri en fyrir jólin þar á undan. Svona hefur þetta gengið síðasta aldar- fjórðung sem ég hef skrifað fréttir í íslensk blöð. Alltaf þessi jólabólga. Alltaf meira og meira. Og nú hallast menn að því að nýjum hæðum verði náð í ár. Þjóðin sé jafnvel að sleppa sér; enda aðgangur hennar að lánsfé með slíkum ólíkindum að næsta auðvelt er að missa sig í mollun- um – og kaupa fleiri gjafir en hægt er að gefa. Sá það í sjónvarpinu á dögun- um að fólk er farið að gefa hvort öðru fólksbíla í jólagjöf, jafnvel jeppa. Minkapelsar þykja ekki tiltökumál. Og svissnesk úr á kvartmilljón eru ekkert sérstak- lega sjaldgæfar jólagjafir. Þess vegna er byrjað að flytja inn til landsins úr og skartgripi sem kosta upp undir milljón stykkið – og viti menn; glingrið selst. Svona eru raðgreiðslurnar dásamlegar. Eða neyslulánin, yfirdrátturinn, fittið ... að ekki sé talað um nýju ódýru íbúðalán- in sem freista alls almennings - og hægt er að eyða að hluta í inn- pakkað dót. Á Íslandi hljóma sagnirnar ... að eyða og ... að eiga ... eins og fimmta sinfónía Beethovens í eyrum alls almennings. Þetta eru nautnalegar sagnir; bragð- ast eins og konfekt í munninum – og meltast ágætlega. Á venjulegum íslenskum heimilum fer jólahreingerningin þannig fram að gömlu dóti krakkanna er ruslað ofan í poka og fleygt út í yfirfullan bílskúr svo nýja dótið komist fyrir í hill- unum. Og leikföng eru meira og minna að verða einnota. Flestir miðaldra feður þekkja þolraun- ina að setja saman rándýru kappakstursbílabrautina fyrir strákinn sinn á jóladag. Næsta dag stendur hún þar enn; batter- íslaus. Og svo er farið að safna þessu saman á milli jóla og nýárs og öllu komið fyrir í stóreflis körfu úti í horni. Svo er það ekki meira sett saman. Um næstu jól er herlegheitunum hent; enda ný árgerð af enn meiri undrum leik- fangaiðnaðarins komin fram á sjónarsviðið – og hana þarf að kaupa ... raða inn á kortið sitt fram á vor ... og það sem meira er; setja saman á jóladag upp á þau bítti að stóra karfan fyllist fyrir áramót og fari svo þaðan út í bílskúr ásamt öllum hinum leik- föngunum sem eiga að bíða yngri barnanna, en verða aldrei notuð af því að öll börn á Íslandi fá eitt- hvað nýtt og ekkert gamalt. Það verður að fylgjast með, vera í takti. Ég er að reyna að sjá fyrir mér sjálfan mig á göngu á efri hæðinni í stórmarkaði tveimur dögum fyrir jól; kannski tvístíg ég framan við skartgripabúð og hugsa það eitt hvað ég hafi verið sparsamur á árinu – og hvað konan mín hafi goldið fyrir það tilfinningalega og félagslega. Svo ég snýst á fæti; bregð mér inn í búðina með nýja gullkort- inu mínu og hitti þar myndar- lega afgreiðslukonu sem hand- leikur gullúrin af alúð og fágun; já, hvort ég ætli ekki að skella mér á eitt svona fyrir frúna ... menn í minni stöðu séu nánast áskrifendur að svona vöru sem virki til langframa, andlega og líkamlega. 680 þúsund krónur ... já, búðarkonan hafi kannski ýmislegt til síns máls. Svo spyrji hún mig hvort hún eigi ekki að pakka inn gjöfinni í sellófan með túlipönum, dimmrauðum og ang- andi. Auðvitað getur maður ekki verið lítill karl. Ekki á Íslandi. Og þótt maður eigi ekki fyrir gjöfinni á maður örugglega fyrir umbúðunum. ■ J ólin nálgast með öllu sem þeim tilheyrir. Blöðin eru þung og aug-lýsingatímar útvarps og sjónvarps langir. Það er vertíð. Vertíðkaupmanna, auglýsingafólks, bókaútgefenda, fjölmiðla og fleiri og fleiri. Það er fallegur siður að gleðja þá sem manni þykir vænt um með gjöfum. Tvisvar á ári verða flestir þeirrar gleði aðnjótandi að opna pakka sem einhver sem þykir vænt um þá hefur lagt alúð í að velja. Á jólum er þetta auðvitað mun umfangsmeiri aðgerð því þá er allt sam- félagið lagt undir. Þess vegna verður vertíð. Vertíðin er sumum góð og gagnleg, öðrum ekki. Og víst er að hún er að mörgu leyti bæði fjörleg og skemmtileg. Sjaldan verður misskiptingin í samfélaginu þó augljósari en í að- draganda jóla. Meðan sumir borgarar kvíða fjárútlátum jólanna verja aðrir árslaunum hins eða jafnvel meira en það í eina jólagjöf. Þeim hefur farið fjölgandi sem hafa mikið milli handanna og verja miklu fé í jólagjafir og annað tengt jólunum. Fram hefur komið í máli verslun- armanna að sífellt fleiri kaupi mjög dýrar jólagjafir. Á sama tíma virð- ist hinum líka fara fjölgandi sem í raun hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera sér dagamun á jólunum. Að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem nú tíðkast. Lífskjör manna í dag eru mun betri en í bændasamfélagi fortíðar- innar þegar dagamunur jólanna fólst fyrst og fremst í betri mat en á öðrum tímum árs. Þróunin hefur átt sér stað hægt og rólega og svo virðist sem að sums staðar hafi hlaupið verðbólga í jólagjafirnar og þær verði umfangsmeiri en fólk hefur í raun og veru efni á. Jólin hafa líka teygt úr sér og margir virðast skipta um neyslu- mynstur, jafnvel í heilan mánuð í aðdraganda jóla. Fólk gerir ekki bara vel við sig í mat á sjálfum jólunum heldur meira og minna alla jólaföst- una. Svo virðist að þegar fjárútlát fólks eru á annað borð komin fram úr hinu venjulega þá verði stöðugt auðveldara að bæta aðeins við. Niðurstaðan verður of hár bakreikningur fyrir jólahaldið. Margir eru reyndar hagsýnir og kaupa jafnt og þétt allt árið. Þetta er auðvitað skynsamlegt þótt ekki sé nema til að dreifa útgjöldunum. Hinir eru þó mun fleiri sem í dag, þegar ekki eru nema fimm dagar til jóla, eiga eftir að kaupa stóran hluta jólagjafanna. Þetta vita verslun- armenn og eru duglegir að koma vöru sinni á framfæri. Samkeppnin um neytendurna er mikil. Það sést á auglýsingaflóðinu og öllum tilboð- unum, sem að vísu geta verið hálfgerður frumskógur. Neytendur ættu þó að geta fært sér þetta í nyt á lokasprettinum og sætt lagi að kaupa, að minnsta kosti sumt, á góðum kjörum. Nú þegar verulega er farið að styttast í jólin er líka gott að staldra við og íhuga boðskap jólanna, finna friðinn með sjállfum sér og gleðina sem felst í samvistum við fjölskyldu og vini. Jólin eru tími fjölskyld- unnar, stundum eina tilefnið allt árið um kring sem stórfjölskyldan safnast saman. Þetta er gamall og góður siður sem vert er að halda í heiðri. Og þegar upp er staðið er felst jólagleðin í þessum samveru- stundum fremur en því sem á borð er borið og innihaldi pakkanna sem skipta um hendur í tilefni af fæðingu frelsarans. ■ 19. desember 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Jólin og aðdragandi þeirra eru bæði skemmtilegur tími og erfiður. Hátíð fjölskyldunnar FRÁ DEGI TIL DAGS Sjaldan verður misskiptingin í samfélaginu augljósari en í aðdraganda jóla. Meðan sumir borgarar kvíða fjárútlátum jólanna verja aðrir árs- launum hins eða jafnvel meira en það í eina jólagjöf. ,, Forstjórinn að flytja Það er vandlifað í heiminum, svo sem úti á landi, nánar til tekið á Austfjörð- um. Þaðan berast harmakvein úr hálsi Smára Geirssonar, forseta bæjarstjórn- ar Fjarðabyggðar sem brátt sér á eftir forstjóra Fjarðaáls, Tómasi Má Sig- urðssyni, úr plássinu niðri á fjörðum. Smári hef- ur lýst því yfir opin- bera að sér finnist það alger- lega ótækt og gott ef ekki taktlaust að forstjórinn a tarna sé að taka föggur sínar og flytjast upp á Egilsstaði. Austfirskir sveitarstjórnar- menn súpa slíkar hveljur yfir þessum atburði að málið hefur komið inn á borð bæjarstjórnar ... Hagvaxtarharmkvæli Smári kveðst í samtali við málgagn Austfirðinga, Austurgluggann, vera al- mennt þeirrar skoðunar að forsvars- menn stærstu fyrirtækja og stofnana eigi að búa í viðkomandi sveitarfélagi og vera hluti af því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Þessi hagvaxtar- harmkvæli Smára verða ekki skilin öðruvísi en svo að Fjarðabyggðarmenn líti á álverið í Reyðarfirði sem afmark- að fyrirbrigði sem aðrir Austfirðingar eigi lítið sem ekkert tilkall til. Og hug- myndin um sameiginlegt atvinnusvæði með stórbættum samgöngum á svæð- inu, svo sem einu stykki jarðgöngum, virðist litlu máli skipta ... Erfitt er að sjá það fyrir sér að Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, láti annað eins út úr sér og Smári Geirsson hefur gert um þetta efni á síðum Austurgluggans. Eða er við hæfi að setja átthagabönd á alla lykil- forstjóra hjá fyrirtækjunum í Reykjavík og banna þeim beinlínis að búa í Hafnarfirði eða uppi á Skaga, hvað þá í Keflavík ... Eða hvað; kannski er þetta ekki svo vitlaus hugmynd ... gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Umbúðirnar og innihaldið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI KN IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N Á Íslandi hljóma sagnirnar ... að eyða og ... að eiga ... eins og fimmta sinfónía Beethovens í eyrum alls almennings. Þetta eru nautnalegar sagn- ir; bragðast eins og konfekt í munninum - og meltast ágætlega. Á venjulegum ís- lenskum heimilum fer jóla- hreingerningin þannig fram að gömlu dóti krakkanna er ruslað ofan í poka og fleygt út í yfirfullan bílskúr svo nýja dótið komist fyrir í hill- unum. Og leikföng eru meira og minna að verða einnota. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.