Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 18
19. desember 2004 SUNNUDAGUR Pakkatilbo› Diskur, nemi og móttakari 24.900.-Tilbo› Reikna›u dæmi› til enda og fá›u stafrænar opnar sjónvarpsrásir um gervihnött. B‡›ur ma. upp á BBC, Sky News, CNN o.fl. Echostar DSB-780 FTA Móttakari fyrir opnar rásir. Opi› laugardag f rá k l . 10 -16 Gæ›in hafa nafn E I C O S k ú t u v o g i 6 S í m i 5 7 0 4 7 0 0 w w w . e i c o . i s NýttLíf Stærsta b lað ársins ! 244 síður af frábæ ru efni er komið út Nýtt Líf er upp selt hjá útgefa nda. Fæst á næsta blaðsö lustað. Tónlistargagnrýnandi Fréttablaðs- ins, Finnur Torfi Stefánsson, fjallar um jólatónleika Mótettukórs Hall- grímskirkju í grein í blaðinu laug- ardaginn 4. desember sl., en á þess- um tónleikum lék ég einleik með kórnum í nokkrum verkum, m.a. í formi spuna. Finnur Torfi fer hlý- legum orðum um leik minn og mig sem tónlistarmann, almennt talað. Fyrir þetta þakka ég, en finn mig því miður knúinn til að gera alvar- legar athugasemdir við málflutning gagnrýnandans um spunalistina í almennu samhengi. Mér og allri minni stétt er misboðið af gífuryrð- um hans um málefni sem hann virð- ist ekki vera sérstaklega kunnugur. Gagnrýnandinn setur fram varnaglalausar alhæfingar sem í besta falli eru byggðar á vanþekk- ingu, en má í því versta sjá sem sví- virðilegar móðganir við stóra hópa listamanna, ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu. Í grein hans koma fyrir ótrúlega mörg atriði sem vekja furðu og hneykslan tón- listarmanna sem fást við spuna. Vegna ákveðins lengdarramma greina af þessu tagi í Fréttablaðinu mun ég aðeins drepa lauslega á meginatriði í þessari grein, en fjall- að er um fleiri atriði í lengri og ítar- legri útgáfu greinarinnar sem verð- ur aðgengileg á visir.is Ég gríp niður í grein Finns Torfa: „Spuni byggist á því að end- urtaka svipaðar vel æfðar hending- ar aftur og aftur, auk þess að renna upp og niður tónstiga“. Gott er að vera viss i sinni sök og hér er sann- arlega hvorki að finna fyrirvara né efasemdir. Ég þekki þó annan sann- leika. Mér vitanlega er markmið allra spunamanna sem einhvers eru verðir persónuleg tjáning, skap- andi flæði og sjálfkveikt samspil. Endurtekningu forðast menn eins og heitan eldinn, en uppbygging og áframhald eru hinsvegar markmið. Ég þekki engan jazztónlistarmann, hvorki hér á landi né erlendis, sem hefur þau markmið sem gagnrýn- andinn lýsir sem grundvelli spunans. Hitt er ekkert launungar- mál að ýmsir nota fyrir fram æfðar hendingar sem þjálfunartæki. Það gerði ég um tíma sjálfur á árum áður og hef einnig beitt þeirri að- ferð við suma nemendur mína á vissum stigum námsins. Hin knappa lýsing gagnrýnandans á spunanum gæti að mínu áliti átt við miðlungsnemanda eða sérlega illa heppnaðan atvinnumann. Fullyrðing gagnrýnandans er svo hrokafull að ég trúi varla ennþá að ég hafi séð hana á prenti. Sé greining hans rétt má ljóst vera að jazz er innihaldslítið rugl og öll önnur spunatónlist álíka húmbúkk. Hafi Finnur Torfi rétt fyrir sér um spunann má spyrja hvort hundruð háskóla hins vestræna heims séu ekki á villigötum með því að bjóða upp á nám í jazzi og spuna? Og ég hlýt að spyrja sjálfan mig hvort ég sé þá ekki falsspámaður í starfi mínu sem yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH? Höfum við sem bókstaflega helgum líf okkar þessar tónlistarstefnu ekki byggt tilveru okkar á hjómi einu saman? Finnur Torfi telur spunann hafa „ríka tilhneigingu til að verða ein- hæfur“. Um annað vitnar hin ótrú- lega fjölbreytta en stutta saga jazzins. Innan spunastefnunnar er að finna gífurlega stílræna fjöl- breytni, sem og mikinn fjölda per- sónulegra stílista. Mínar persónu- legu rannsóknir sýna auk þess óhemju litskrúð innan spunatungu- máls þeirra einstaklinga sem ég hef skoðað, en ég hef ritað upp eftir hljómplötum marga tugi spunninna einleikskafla þekktra jazztónlistar- manna frá ýmsum tímabilum. Hvað skyldi Finnur Torfi hafa rannsakað í þessu efni? Förum þá frá spunan- um yfir í saxófónleik í sínu víðasta samhengi. Ég gríp enn niður í grein Finns Torfa, nú þar sem hann talar um saxófónleik minn: „Ennfremur neitar hann sér um ýmsar þær klisjur sem og kæki sem setur oft svip á saxófónleik manna“. Þetta er vel meint og ég þakka, en má ekki skilja á orðum gagnrýnandans að saxófónleikarar heimsins séu eftir- bátar annarra í listrænum skiln- ingi? Ég finn mig knúinn til að bera hönd fyrir höfuð John Coltrane, Charlie Parker og annarra risa jazzsögunnar. Ég spyr; nákvæm- lega hvaða klisjur og kækir eru það sem einkenna mína stétt umfram aðrar? Ummæli Finns Torfa um spuna eru með þeim hætti að mér finnst stétt mín svívirt og fag mitt fótum troðið. Jazz og spuni njóta jafnrar virðingar á við hvaða listgrein sem er í heiminum í dag. Fólk úr þeim ranni leggur mikilvægan skerf til heimsmenningarinnar og framþró- unar lista. Þetta fólk fær verðlaun, þiggur starfslaun og styrki, kennir og nemur við háskóla og síðast en ekki síst gleður það um allan heim einbeitta áhorfendur, eins og þá 2.500 sem völdu m.a. að hlýða á mitt „sérstaka stílbrot“, án allra veit- inga (ótrúlegt en satt), í Hallgríms- kirkju nú fyrir skemmstu. Finnur Torfi Stefánsson gengur í skrifum sínum óbanginn á hólm við Louis Armstrong, Miles Davis og saxó- fónleikara heimsins. Spyrjum að leikslokum. Höfundur er starfandi tónlistar- maður, aðstoðarskólastjóri og yfir- maður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH. Lengri útgáfu greinarinnar er að finna undir Skoðanir á Vísir.is ■ Í umfjöllun Fréttablaðsins „kvóti í 20 ár“ var ekkert fjallað um falsið „ofmat“ – sem virðist stórfelld af- glöp í formi falsana á fyrri frum- gögnum – 1998-2000. Tafla 3.1. 14 í skýrslu Hafrannsóknastofnunar 2003 sýnir dæmi um hvernig þessi afglöp eru framkvæmd. Árið 1999 mældist þorskstofninn 1.031 þús- und tonn og átti að stækka í 1.150 þúsund tonn árið 2002 – með 25% aflareglu. Árið 2002 mældist hins vegaraðeins 680 þúsund tonn í stað 1.150 skv. áætlun. Mismunur var því 480 þúsund tonn! Talan 680 þúsund tonn var svo „bakreiknuð“ árið 2002 með „stærðfræðilegri fiskifræði“ og þannig fölsuð „ný stofnstærð“ 717 þúsund tonn árið 1999 í stað 1.031.Breytingar á frumgögnum – án þess að finna villu í þeim gögnum (1999) – er bara tær fölsun! Þorskur sem mældist til öll árin frá 1993-1999 var þannig falsaður í „ofmetinn“ í stað þess að viðurkenna að þessi þorskur virðist hafa hrygnt 4-6 ára og drepist 70-80% eftir hrygningu. Það virðist alltaf hafa vantað fæðu - til að framkvæma stækkun stofnsins. Á þurru landi hefur lög- reglan tvisvar verið send á vett- fang - þar sem fiskur í fiskeldi hafði lent í svelti vegna gjald- þrota. Í annað skiptið kom frétt um að „fiskarnir hefðu verið svo hungraðir að þeir átu hver ann- an“! Það er því refsivert að svelta fiska ofan yfirborðs sjávar, en menn eru heiðraðir sem „ábyrgir vísindamenn“ fyrir að drepa þorsk úr hungri neðansjávar - fleiri hundruð þúsund tonn! Á sama tíma gerist það líka að sömu sérfræðingar „uppgötva“ þorsk- eldi - að þorskur vex hratt ef hann er tekinn úr náttúrulegu um- hverfi, settur í búr og gefið að éta! En ef sömu sérfræðingar eru spurðir hvort ekki sé betra að veiða meira úr hafinu - frekar en svelta smáþorsk með svæðalok- unum án fæðu - (sem þá fellir kyn- þroska skv. reynslu í fiskeldi) - er svarið: „þorskurinn er langlíf skepna og þolir hungur vel“! Gott er að hafa vísindalegar „tungur tvær - og tala sitt með hvorri“! Samanlagt „ofmat“ árin 1998- 2000 er 757 þúsund tonn skv. töflu 3.1.14. Verðmæti á týndum 757 þúsund tonnum af þorski – marg- faldað með 1.200 krónur pr/kg – söluverð kvóta .... legg til að les- andinn margfaldi sjálfur – ef hann á tölvu með stórum glugga! Um þetta „ofmat“ var ekkert fjallað í þessari úttekt Frétta- blaðsins af „kvóta í 20 ár“. Ég verð að spyrja hvort það sé samsæri í gangi - um að fjalla alls ekki um þessi meintu mistök „ofmat“. Ég hef reynt að fá umfjöllun um þetta síðan þessi þorskur týndist - en þetta er eins og „tala í tómt“! Af hverju er ekkert fjallað um þetta? Er þetta kannski bara risavaxið skilningsleysi? Sé svo - er þá í lagi að eyðileggja sjávarþorpin á Ís- landi á forsendum skilningsleysis? „Sönnunargagn II“ - um að of- mat sé fölsun - er að þessi týndi þorskur 757 þúsund tonn át upp allan rækjustofninn fyrir Norður- landi - 1997-2000 - áður en hann hrygndi og drapst. Hvernig gat það gerst ef þorskurinn var aldrei til!!? Tjónið er því meira en millj- ón tonn - týndur þorskur plús étin rækja. Þá er skaðinn í milljörðum dollara orðin hærri upphæð en samanlagt „ofmat“ á WorldCom og Enron sem einhverjir verða settir í tugthús fyrir!! Þetta er þó bara klúðrið í þrjú ár (1998-2000) af þessum tuttugu sem Fréttablaðið var með til til umfjöllunar. Það sem hneykslar mig mest er að það virðist ríkja kæruleysi hjá sumum (hlakkar í öðrum), það sé bara „eðlilegur fórnarkostnað- ur“ að fórna sjávarþorpunum kringum landið og gera eigur þús- unda fjölskyldna verðlausar, á for- sendum dellu sem alls ekki stenst! Fjölmiðlar bera ríka ábyrgð. Og fjölmiðlamenn hafa ríkar skyldur. Í þessu tilfelli eru skyldurnar þær að fjalla faglega um þetta mál - fara á vettvang - ræða við fólk á vettfangi - ekki bara prenta 4 opn- ur í jafn mörgum blöðum með yf- irborðskenndu hundavaði um al- varlegt mál. Heldur einhver að það gerist eitthvað hættulegt ef það verður viðurkennt að „ofmat“ sé fölsun? Það eina sem gerist er að dánar- stuðull þorsks hækkar samsvar- andi! Enda er það eina rökrétta niðurstaðan. Þá þarf ekki að falsa frumgögn fyrri ára - árlega!! Ef dánarstuðull þorsks verður úr- skurðaður „hlaupandi tala“ í stað þess að hafa stofnstærð sem „hlaupandi tölu“ verður dánar- stuðull t.d. 30% í stað 20% gerist einungis það að þorskstofninn stækkar í birgðabókhaldi Haf- rannsóknastofnunar. Er það voða- leg niðurstaða ef þorskstofninn stækkar t.d. í 1.200 þúsund tonn í dag, 25% aflaregla gæfi 300 þús- und tonna veiði og sjávarþorpun- um yrði borgið? Er það einhver faglegur metnaður í blaða- mennsku að skella skollaeyrum við umfjöllun um þessar röksemd- ir ef þær væru nú kannski réttar eftir allt saman? Þessu til viðbótar virðist langtum meiri áhætta í dag að auka ekki þorskveiðar miðað við ríkjandi ástand. Loðnan heldur sig norðar en áður, þorskurinn er nánast búinn með rækjuna og brennir meiri fæðu í dag en áður vegna hækkandi sjávarhita! Hvað á þorskurinn svo þá að éta? Sjálf- an sig? Á svo að reikna aftur „of- mat“ eftir tvö ár? Halda svo kjafti yfir klúðrinu og plata með „of- veiði“ og „ofmat“ eins og gert er í Kanada þar sem þessi fræði réðu ferðinni 100%. ■ KRISTINN PÉTURSSON ÚTGERÐARMAÐUR BAKKAFIRÐI UMRÆÐAN KVÓTAKERFIÐ Afglöp Hafró gleymdust SIGURÐUR FLOSASON AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI UMRÆÐAN TÓNLISTARRÝNI Í FRÉTTABLAÐINU Til varnar spunanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.