Fréttablaðið - 19.12.2004, Page 65

Fréttablaðið - 19.12.2004, Page 65
SUNNUDAGUR 19. desember 2004 53 Betri myndir en þú átt að venjast! www.sonycenter.is *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 5,1 milljón pixlar. Tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni - skýrar. Stamina tæknin hjá Sony sparar orku og tryggir þér lengri endingu á rafhlöðunum. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Sony linsa með 3x optical aðdrætti og allt að 6x digital. 3.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 41.940 krónur staðgreitt.* 5.1 milljón pixla effective Super HAD CCD myndflaga frá Sony 3x optical aðdráttur (6x digital aðdráttur) • MPEG Movie VX með hljóði Þegar þú kaupir stafræna myndavél hjá okkur í Kringlunni færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 9.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P93A KÖRFUBOLTI „Við höfum séð hann spila og okkur líst vel á það sem við sáum og svo verður að koma í ljós hvort hann plumar sig hérlendis,“ segir Bárður Ey- þórsson, þjálfari körfuboltaliðs Snæfells, en liðið fær liðsstyrk um áramótin þegar Bandaríkjamaður- inn Mike Aimes mun ganga til liðs við Snæfellinga. Aimes er bakvörður frá Delaware-háskólanum og launakröfur hans eru nógu lágar til að Snæfellingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af launaþakinu. „Við ætlum okkur að fá einn svona ódýran mann til við- bótar og það ætti að ganga vel, enda nóg af góðum leikmönnum sem fá lítið að spila og eru reiðubúnir að koma fyrir lítinn pening í stuttan tíma. Ég á von á að Aimes komi milli jóla og nýárs og gæti hann því hafið leik strax eftir áramótin.“ FORSKOT Janni Ahonen frá Finnlandi er með risaforskot á alla keppinauta sína í heimsbikarkeppninni í skíðastökki. Skíðastökk: Ahonen í sérflokki SKÍÐASTÖKK Líkt og Bode Miller virðist vera í sérflokki þegar kemur að alpagreinum skíða- íþrótta þessa tíðina má segja slíkt hið sama um finnska skíða- stökkvarann Janne Ahonen. Hann sigraði á móti sem fram fór í Sviss um helgina og er þannig kominn ljósár fram úr næstu mönnum í Heimsbikarkeppninni. Hefur hann nælt sér í 680 stig en sá sem er næstur honum er aðeins með 312 og eru möguleikar ann- arra keppenda því sem næst úr sögunni þrátt fyrir að mikið sé eftir af keppnistímabilinu. Ahonen þótti ekki stökkva ýkja fallega um helgina en þar sem enginn kemst honum nærri hvað varðar lengd stökkva átti hann sigurinn vísan. ■ OF UNGUR Montgomerie ætlar ekki að leiða Evrópuliðið gegn Bandaríkjamönnum í næstu Ryder-keppni. Golf: Montgom- erie of ungur GOLF Skotinn Colin Montgomerie hefur ekki lengur áhuga á að vera fyrirliði Ryder-liðs Evrópu eins og hann hafði áður lýst yfir að hafa. Vill hann einbeita sér að því að koma ferlinum aftur á rétt ról en kappinn datt úr fertugasta sæti á golflistanum niður í það áttug- asta á árinu. Þykir mörgum hann vera of ungur til að vera fyrirliði liðsins en aðrir eru á því að hann sé of gamall. Það verður mikið verk að feta í fótspor Þjóðverjans Bernhards Langer sem stóð sig með stakri prýði sem fyrirliði þegar liðið mætti Bandaríkja- mönnum í sumar. ■ Körfubolti: Nýr Bandaríkjamaður til Snæfells BÁRÐUR EYÞÓRSSON Þjálfari Snæfells fær liðsstyrk um áramótin þegar Mike nokkur Aimes, bandarískur bakvörður, mætir til leiks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.