Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 16
Svo virðist sem allir stjórnmála- flokkar landsins og forustumenn launaþegafélaga séu sammála um lækkun á svonefndum matar- skatti. Hann komi láglaunafólki til góða og sé varanleg kjarabót. Að ætla kaupmönnum með frjálsa álagningu að tryggja láglauna- fólki betri kjör með þessum hætti sýnir dómgreindarleysi og kjána- skap. Kaupmenn og framleiðend- ur hafa með örfáum undantekn- ingum ekki verið velgjörðarmenn neytenda í verðálagningu, þeir hafa samviskulega hugsað um sinn eigin garð og arð. 50% hærra meðaltals vöruverð hér á landi miðað við ESB-löndin sýnir okkar ljóslega hug íslenskra kaupmanna til sinna neytenda og einnig hefur staða dollarans frá 110 kr. í 62 ekki verið almennt mælanleg til lækkunar vöruverðs í pyngju neytenda sl. tvö ár. Kaupmenn og íslenskir framleiðendur eru full- komlega meðvitaðir um að við verðum að kaupa af þeim allar al- mennar neysluvörur. Þessu er líkt farið og með aðrar einokunar- og fákeppnisþjónustugreinar í land- inu, það er ekki í önnur hús að venda. Ætla stjórnmálamenn og laun- þegaforustan að treysta þessum mönnum fyrir kjarabótum lág- launafólks? Þeir geta hins vegar verið fullvissir um að lækkun matarskatts skilar sér fullkom- lega í peningakassa kaupmanna. Þeir sem telja sig vera málsvara láglaunafólks áttu fyrir löngu síðan að einbeita sér að hækkun skattleysismarka, sem ættu að vera um 117 þúsund kr. á mánuði hefðu þau fylgt kaup- gjaldsvísitölu. Þá ættu samnings- bundin lágmarks- og eftirlaun að vera sama upphæð. Öll loforð rík- isstjórnarinnar um skattalækkan- ir á kjörtímabilinu (nema eigna- skattur) yrðu dregnar til baka og því og auknu fjármagni varið til hækkunar skattleysismarka á þessu og næsta kjörtímabili þar sem skattleysismarkmiðinu yrði náð. Umsamdar launahækkanir ASÍ og BSRB hafa yfirleitt skilað mjög takmörkuðum kjarabótum. Hafi verðbólgan ekki etið þær upp á samningstímabilinu til agna hafa nýjar skattaálögur ríkis- stjórnarinnar séð til þess að lífs- kjör fólks hafi versnað. Hækkun skattleysismarka og samnings- bundin lágsmarkslaun virðast vera þær aðgerðir sem ekki er hægt að sniðganga, a.m.k. ekki með heiðarlegum hætti. ■ 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR16 Hvert rennurmatarskatturinn? Á Þorláksmessudag birtist leiðari í Morgunblaðinu um mál rúss- neska auðjöfursins Míkhaíl Khodorkovskí. Morgunblaðið undrast þá gagnrýni sem Pútín Rússlandsforseti hefur fengið vegna málsins og telur að hand- taka hans hafi verið þáttur í því að „koma á lögum og reglum í Rúss- landi“. Flest dagblöð á Vesturlöndum hafa gagnrýnt Pútín harkalega fyrir meðferðina á Khodorkovskí, sem var handtekinn í október á síðasta ári og hefur síðan þá þurft að dúsa í fangelsi þangað til rétt- arhöld yfir honum hefjast. Morg- unblaðið er ekki á meðal þessara dagblaða. Öðru nær. Leiðarahöf- undur þess furðar sig á þeim við- brögðum sem mál Khodorkovskís hefur valdið og spyr hvort „verið [sé] að halda því fram, að rúss- nesk stjórnvöld megi ekki taka á skattsvikum heima fyrir? Er ver- ið að halda því fram, að erlendir fjárfestar fáist ekki til að fjár- festa í rússnesku atvinnulífi nema tryggt sé að þeir geti stundað þar skattsvik að vild?“ Stutta og ein- falda svarið við báðum þessum spurningum væri nei. En mál Khodorkovskís er hins vegar mun flóknara en svo að hægt sé að stilla þessu upp á þennan hátt. Það þarf að skoða málið í stærra sam- hengi við aðra atburði í stjórnar- tíð Pútíns. Sjálf skattsvikin, sem Khodorkovskí er sakaður um, voru aldrei hinar raunverulegu ástæður handtökunnar. Ekki dýrlingur Enginn hefur haldið því fram að Khodorkovskí sé dýrlingur. Ekki fremur en aðrir svokallaðir „ólígarkar“ í Rússlandi, sem fengu helstu eignir rússneska rík- isins nánast gefins í óréttlátri einkavæðingu fyrir um tíu árum síðan. En ef það er erfitt að verja Khodorkovskí og „ólígarkana“, þá er enn erfiðara að halda uppi vörnum fyrir þeirri aðferð sem Pútín hefur beitt til að leiðrétta það óréttlæti sem kom þeim í þá stöðu sem þeir eru í dag – aðferð- in er sú versta sem hægt var að hugsa sér. Í stað þess að auka til- trú erlendra aðila á að Rússland sé réttarríki hefur Pútín þvert á móti grafið undan því með þess- um aðgerðum. Almennar leikregl- ur í atvinnulífinu eru óskýrari en áður og mörg fyrirtæki hafa keppst við að framkvæma marg- víslegar hugmyndir, eingöngu vegna þess að þau halda að þær séu Pútín þóknanlegar. Það sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins virðist vilja gera, er að fjalla um mál Khodorkov- skís algerlega eitt út af fyrir sig. Khodorkovskí hafi brotið lög með því að svíkja undan skatti og því sé ekkert athugavert við það að Pútín geri ráðstafanir til að stöðva það, að mati Morgunblaðs- ins. En með því að horfa á þetta út frá þessu eina sjónarhorni er að- eins hálf sagan sögð – og varla það. Það sem mál Khodorkovskís endurspeglar er angi af stærra máli, sem er allsherjaráætlun Pútíns um að ná öllum völdum í Rússlandi. Og Khodorkovskí var hindrun í átt að því – þess vegna þurfti hann að fara. Þetta er að takast, að mati Michael McFaul, Nikolai Petrov og Andrei Ryabov, sem eru sér- fræðingar um málefni Rússlands og höfundar bókarinnar Between Dictatorship and Democracy: Russian Post-Communist Political Reform sem kom út á þessu ári. Niðurstaða þeirra er sú, að á þeim fjórum árum sem Pútín hefur ver- ið við völd, hafi hann á kerfis- bundinn hátt náð að veikja hinar lýðræðislegu stofnanir í landinu – sem hafi nú ekki verið beint burð- ugar fyrir. Þetta hefur hann gert með því að veikja eða eyða öllu því sem gæti hindrað vald hans, og á sama tíma styrkt getu ríkis- valdsins til að brjóta á stjórnar- skrárbundnum réttindum borgar- anna. Prófsteinn á mátt Áætlun Pútíns hófst í Tsjetsjeníu. Í augum Pútíns er það stríð prófsteinn á mátt Rúss- lands sem stórveldis. Allt það stríð hefur sýnt hversu litla virð- ingu Pútín ber fyrir mannréttind- um. Næst var það sjónvarpið. Til þess að ná tökum á því þurfti hann að koma einum nánasta sam- starfsmanni sínum frá völdum, Boris Berezovsky, sem stjórnaði einni stærstu einkareknu sjón- varpsstöðinni og hafði stofnað flokk Pútíns; United Russia. Hann er nú í útlegð í Bretlandi. Nú er svo komið að Pútín ræður yfir öll- um þremur sjónvarpsstöðvunum sem einhverju máli skipta. Eftir sjónvarpið var svo komið að hér- aðshöfðingjunum. Meðal annars bjó Pútín til sérstök embætti sem höfðu yfirvald yfir framkvæmda- valdinu í héruðunum og skipaði sína menn í þessi embætti. Þannig fékk hann heilmikil áhrif á það hverjir sitja í kjörstjórnum og þar með hverjir fái að bjóða sig fram. Í fjórða lagi voru það þeir „ólíg- arkar“ sem storkuðu stjórnvöld- um í Kreml. Árið 2000 benti ekk- ert til þess að Pútín myndi hafa einhver afskipti af Khodorkovskí. En um leið og hann fór að sýna einhver merki um að hann hefði aðrar skoðanir en Pútín og hygði jafnvel á forsetaframboð eftir að kjörtímabili Pútíns lyki, þurfti að grípa til einhverra aðgerða. Khodorkovskí var því handtekinn. Það er mikilvægt að horfa til allra þessara aðgerða í heild sinni, til að átta sig á hvað Pútín er að gera. Allt snýst þetta um að veikja þá aðila sem eru ógn við Pútín. Og þannig á einnig að horfa á aðgerð- ir hans gagnvart Khodorkovskí, en ekki hvort hann hafi gerst sek- ur um skattsvik. Það er rangt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins að halda því fram að mál Khodor- kovskís hafi eitthvað með það að gera að Pútín sé að „koma á lögum og reglum í Rússlandi“. Heldur sýnir það okkur fremur, að skref fyrir skref, hefur Pútín náð öllum valdaþáttunum í sínar hendur. Og það, að aðeins Pútín taki ákvörðun um það hvernig stjórnarfar Rúss- land muni hafa, boðar ekki gott fyrir framtíð lýðræðis í landinu. ■ Pútín grefur undan réttarríkinu VÖRUVERÐ Greinarhöfundur efast um að lækkun matarskatts skili sér til neytenda.               ! "#$ !   ! % &   !  '%    (()         ! *    +       ! *  ,   +!  , +!       ! +!       ,       +  !    -    # .  +%   * *     / !% 0        ! / !   !1   !      %2             !  "### $ %"#### &"''((#)   *        KRISTJÁN PÉTURSSON FYRRVERANDI DEILDARSTJÓRI UMRÆÐAN KJARABÆTUR MÍKHAÍL KHODORKOVSKÍ Ólíkt öðrum dagblöðum á Vesturlöndum telur Morgunblað- ið handtöku rússneska auðkýfingsins þátt í að „koma á lögum og reglu“ í Rússlandi. HÖRÐUR ÆGISSON HÁSKÓLANEMI UMRÆÐAN STJÓRNARHÆTTIR Í RÚSSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.