Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið JA B3F á númerið1900 og þú gætir unnið. 2 X bíómiðar á 99kr.- 9. hver vinnur 99 kr/skeytið Gle›ilegt nýtt ár Opnum á nýju ári þriðjudaginn 4. janúar. Lokað mánudag. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sálfræðingar hafa lengi gamnaðsér við að flokka mannkynið nið- ur í mismunandi hópa. Til eru inn- hverfir og úthverfir einstaklingar, bjartsýnismenn og bölsýnismenn og fólk sem stjórnast af vinstra heila- hvelinu og fólk sem stjórnast af hægra heilahvelinu, en því fólki má auðvitað ekki rugla saman við hægrimenn og vinstrimenn eða framsóknarmenn sem stjórnast af hvorugu heilahvelinu heldur af til- viljanakenndu samspili erfðavísa og efnahags, uppeldis og fjölskyldu- hefða. Einfaldara er þó að skipta mönnum sálfræðilega niður í þrjá hópa eftir því hvernig þeir hegða sér á gamlársdag. (Rétt er að taka fram að þessi einfalda flokkun nær aðeins til karla því að sálarlíf kvenna er því miður jafn flókið á gamlársdag sem aðra daga – ef ekki flóknara.) RAKETTUMAÐURINN er ein- staklingur sem erfitt er að sálgreina aðra daga ársins. En þegar maður sér þennan mann sem varla tímir að bjóða tengdamóður sinni í mat þjóta fram og aftur og skjóta upp risarak- ettum sem hver um sig kostar meira en kíló af nautasteik er ljóst að í innsta eðli sínu óskar rakettu- maðurinn einskis frekar en kasta af sér viðjum hins bælda meðaljóns og skjóta sál sinni upp á stjörnuhimin- inn til að fá að ljóma um stund í öll- um regnbogans litum. TÍVOLÍBOMBARINN er ekki jafnflókin sál og rakettumaðurinn og líkast til í betra jafnvægi dags daglega. Honum nægir að ganga hreint til verks og framkalla hávaða og eld á tiltölulega einfaldan hátt. Hann er einbeittur og hugumstór eins og góður hermaður í réttlátu stríði í þágu friðarins og fæst ekki um það þótt þessi iðja sé lífshættu- leg og ávinningurinn óljós. STJÖRNULJÓSAMAÐURINN er skuggaleg týpa. Margir sem fara mikinn aðra daga ársins fella grím- una á gamlárskvöld og verða upp- vísir að því að óttast hávaða, eld og sprengingar. Þessir aðilar hafa aldrei fullorðnast sem sjá má af því að þeir standa gjarna afsíðis og horfa á stjörnuljós með aulalegt hamingjuglott á vörum. Og þegar þeir skála fyrir nýju ári má gera ráð fyrir því að það sé sódavatn í glösum þeirra. GLEÐILEGT ÁR! ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Gamlársdags- sálfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.