Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 24
31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Dagplástur fyrir þá sem reykja á nóttunni ekki Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Vinningar eru: Miðar f. 2 á Blade Trinity Blade 1 og 2 á DVD Aðrar DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA B3F á númerið1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur 2 X bíómiðar á 99kr.- Margt kemur spánskt fyrir sjónir. Og það sem Spánverjar hafast að á miðnætti á gamlárskvöld kemur öðrum þjóðum sannarlega „spánskt“ fyrir sjónir, þ.e. þegar þeir kveðja árið sem þá er að líða með andvarpi í aldanna skaut og fagna því sem gengur galvaskt í garð. Þeir úða nefnilega í sig tólf vínberjum um leið og klukkur slá áramótaslögin tólf. Þá standa allir landsmenn, ungir sem aldnir, háir sem lágir, og mæna á einhvern tímamæli, hvort sem það er í mannfjölda útá torgi undir fornri turnklukku á kirkju eða höll eða innivið hjá gauksklukku í stofu eða vekjaraklukku á náttborði... Flestir raða sér þó líklega fyrir framan sjónvarpstækið heima í stofu ásamt vinum og/eða vanda- mönnum, úttroðnir og dæsandi, nýstaðnir uppfrá hátíðarkvöld- verði. Og á skjánum er sýnt í beinni útsendingu frá einhverri turnklukku landsins. Sú sem mest er á mænt er án efa klukkan í turni heimastjórnarhallarinnar hér í Madrídarhéraði, við Sólhliðs- torg (La Puerta del Sol), í miðborg- inni. Í útsendingunni láta upp- skinnaðar og uppdubbaðar sjón- varpsstjörnur ljós sitt skína, oft léttklæddar, a.m.k. þær kvenkyns, oft heldur glænæpulegar í kvöld- kjólnum, hreint að krókna úr kulda, þótt þær reyni að bera sig vel, vera hressar og skemmtilegar en með misjöfnum árangri. Og þær búa sig undir að stjórna þessu samstillta þrúgnaáti þjóðarinnar. Hver sem vettlingi getur valdið og á diski haldið bíður tilbúinn með tylft vínberja og eitt þeirra kramið milli fingra; bíður í ofvæni eftir því að klukkan taki að klingja. Og þarna kemur fyrsta slagið. Það er ekki seinna vænna en að þeyta krömdu þrúgunni uppí sig, tyggja eldsnöggt, kyngja í ein- um grænum og fingra í senn þá næstu um leið og klukkan glymur aftur. Og þannig koll af kolli, ber af beri, uns öll eru etin, ýmist tuggin, hálftuggin eða ótuggin með öllu, gleypt með húð og hári, hýði og steinum. Þótt sumir svindli á því og séu búnir að úr- steina og afhýða bévítans berin til að auðvelda sér átið eða standi eft- ir með hvoftinn troðinn berjum svo að þeir þemba gúla. En ef þessar tilfæringar ganga vel og mönnum tekst að renna tylftinni niður á tilsettum tíma og með til- heyrandi takti á það að vita á gæfuríkt nýtt ár. Og þá er óhætt að skála fyrir því, oftast í cava, þ.e. innlendu freyðivíni. Heilagur eða heiðinn siður Það mætti halda að þessi þrúgna- fórn væri einhver hundheiðin frjósemishefð aftrúr grárri forn- eskju eða launhelgar tengdar vín- goðunum Díonysíosi eða Bakkusi. Þó er þessi siður í raun engu heil- agri eða heiðnari en flugeldasala björgunar- eða hjálparsveita skáta á Íslandi. Og ekki nema tæp- lega hundrað ára. Í upphafi aldar- innar sem leið, í kringum 1909, herma fregnir, áraði vel til vín- berjaræktar hér á Spáni. Engar sögur hef ég þó af því hvort vín varð gott, gómsætt og höfugt það árið. Það eitt er víst að þrúgur þroskuðust margar, jafnvel of- margar, svo að vínyrkjubændur og víngerðarmenn sátu uppi með berjafjall eitt mikið um haustið. En neyðin kennir naktri konu að spinna og þrúgnamanni að þenkja. Einhverjum flaug það snjallræði í hug að nota mætti þessi blessuðu afgangsber til þess að halda uppá áramót og fagna nýju ári. Hví ekki að koma þeirri hefð á að öll þjóðin gleypti vínber á miðnætti á gamlárskvöld, eitt við hvert klukkunnar slag, semsagt tólf á kjaft. Það er hreint óf berja hjá fjölmennri þjóð. Og viti menn: Spánverjar gleyptu við þessu, tóku að gleypa ber, höfðu glaðir stofnað til hefðar. Þrúgur farsældar á nýju ári Þessi áramótavínber eru því eins- konar þrúgur gleðinnar, þrúgur farsældar á nýju ári. Þó er hætta á að í ár súrni þær í munni margra, verði beiskar og sárt blóðbragð af þeim því að á áramótum líta menn ekki aðeins frammá veginn heldur líka til baka. Og árið 2004 er dimmt þegar litið er yfir farinn veg hér syðra enda varð það Ma- dríd þungt í skauti, Spáni öllum þungt í skauti. Að morgni hins 11. mars myrtu ofsafullir íslamistar 191 Madríding (af ýmsu þjóðerni því að Madríd hefur breyst í fjöl- þjóðlega borg með öllum þeim inn- flytjendum sem hingað hafa kom- ið síðustu ár) og særðu um 1800 þegar 10 sprengjur sprungu í fjór- um grannlestum troðnum fólki á leið til daglegra erinda sinna þennan morgun. Og þau sár eru ógróin enn þótt borgin beri sig vel. Vínberin sem við borðum hér á Spáni í kvöld verða því ekki að- eins þrúgur gleðinnar heldur líkar þrúgur reiðinnar, þrúgur sorgar- innar. Og vonarinnar um að slíkt endurtaki sig ekki. ■ Beiskar þrúgur gleðinnar Skámáni frá Spáni KRISTINN R. ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ MADRID ÆVINTÝRI GRIMS GRIM Í FRÍ Teiknimyndasprelligosinn Grim er frá og með áramótum kominn í ótímabundið frí. Fréttablaðið þakkar Grim og fóstra hans, Hallgrími Helgasyni, kærlega fyrir samstarfið á árinu. UPPISTAND Á BROADWAY FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER MIÐASALA Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR, BT Á AKUREYRI & SELFOSSI, Á SKIFAN.IS, EVENT.IS OG Í SÍMA 575 1522. MIÐAVERÐ AÐEINS 3.500 KR. Vinningar verða afhendir hjá Office 1 Superstore, Skeifunni. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. VILTU MIÐA! Sendu SMS skeytið BTL JKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru Miðar á Jamie Kennedy, DVD myndir, CD´s og margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.