Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 48
48 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrir- tækja landsins. Tilgangur fyrirtækisins er a› stunda starfsemi á orkusvi›i ásamt annarri vi›skipta- og fjármála- starfsemi. Hjá Landsvirkjun starfa um 260 starfsmenn me› mjög fjölbreytta menntun. Forgangsverkefni fyrirtækisins eru m.a. a› taka flátt í fyrirhugu›um breytingum á skipulagi orkumála til a› tryggja stö›u Landsvirkjunar á orkumarka›i og efla gæ›a- og umhverfisstjórnun. Mikil áhersla er lög› á nútíma mannau›sstjórnun me› áherslu á flekkingarstjórnun, fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsflróunar. Landsvirkjun starfrækir sjó› til styrktar nemendum á framhaldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám) sem eru a› vinna a› lokaverkefnum sínum og eru styrkir veittir úr sjó›num árlega. Ákve›i› hefur veri› a› verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á árinu 2005 og ver›ur styrkjunum úthluta› í apríl næstkomandi. Hver styrkur ver›ur a› lágmarki 400 flúsund krónur. Markmi› me› námsstyrkjunum er a› efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu svi›um sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til a› kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsí›u fyrirtækisins. Styrkjunum er ætla› a› standa undir hluta af kostna›i vi› lokaverkefni sem hafin eru e›a munu hefjast á árinu 2005. Umsækjendur flurfa a› leggja fram l‡singu á verkefninu, me›mæli lei›beinanda og rök- stu›ning fyrir flví a› verkefni› tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2005“ Umsóknarey›ublö› og nánari uppl‡singar um styrkveitinguna og starfsemi Landsvirkjunar er a› finna á vefsí›u Landsvirkjunar, www.lv.is. Einnig veitir Bjarni Pálsson upplýsingar í síma 515 9000 og BjarniP@lv.is. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2005. Öllum umsóknum ver›ur svara› og fari› me› flær sem trúna›armál. Styrkir til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms Landsvirkjun augl‡sir eftir umsóknum um styrki vegna meistara- e›a doktorsverkefna E N N E M M / S ÍA / N M 14 58 7 Skíðahöll í Úlfarsfelli ÍÞRÓTTAMANNVIRKI „Okkar útreikn- ingar benda til að hægt sé að reisa slíka skíðahöll með góðu móti á vel innan við milljarð króna,“ seg- ir Helgi Geirharðsson, verkfræð- ingur og stjórnarmaður hjá Skíða- sambandi Íslands. Hann hefur um árabil kannað möguleikana á að byggja skíðahöll á Íslandi og seg- ir að slíkt mannvirki sé mun ódýr- ara og hagkvæmara en flestir halda. Skíðahallir hafa náð vaxandi hylli undanfarin ár víða í heimin- um enda eru kostir þeirra ótví- ræðir. Þannig er hægt að stunda vetraríþróttir alla daga ársins án þess að veður eða vindar hafi þar áhrif. Slíkt er að sjálfsögðu kostur fyrir það íþróttafólk sem æfir skíðaíþróttir en ekki síður fyrir almenning sem hefur flykkst í þær hallir sem reistar hafa verið og flestar standa þær vel undir kostnaði. Vetrarparadís í Úlfarsfelli Hérlendis fóru augu manna að beinast í þessa átt þegar fleiri ár liðu án þess að nægur snjór fyllti brekkur skíðasvæða höfuðborgar- búa í Bláfjöllum eða í Skálafelli. Kostnaður við svæðin eykst ár frá ári á sama tíma og þeim dögum fækkar jafnt og þétt undanfarin ár sem nægur snjór er í brekkun- um. Allar þær hugmyndir sem uppi hafa verið til að auka það magn af snjó sem er í skíðabrekk- um Bláfjalla eru mjög dýrar og jafnvel þá er engin trygging fyrir því að almenningur láti sjá sig enda veturnir oft á tíðum næð- ingssamir. Helgi Geirharðsson og bróðir hans, arkitektinn Þorsteinn Geir- harðsson, hafa um hríð skoðað hugmyndir um að byggja slíkt hús hérlendis og líta þá einna helst til Úlfarsfells. Hafa þeir reyndar gengið skrefinu lengra og sjálfir hannað hús með Úlfarsfell í huga sem miðast við íslenskar aðstæð- ur en byggja á reynslu annars staðar frá. „Við teljum að í Úlfars- felli sé hægt að byggja slíkt hús á mun lægra verði en flestir gera sér grein fyrir. Auðvitað er ein- ungis um hugmynd að ræða og því gætu kostnaðartölur eitthvað breyst en að okkar mati er hægt að útbúa myndarlegt hús fyrir innan við einn milljarð króna.“ Hugmyndir þeirra bræðra væri hægt að útfæra með ýmsu móti en ein þeirra er að byggja viðkomandi hús í vesturbrekku Úlfarsfells. Yrði sú leið fyrir val- inu gæti lengd brekkunnar náð 750 metrum og lengsti hluti henn- ar yrði með 38 prósenta halla sem er töluvert meira en í mörgum er- lendu höllunum. Helgi segir að framkvæmdin sjálf sé tiltölulega einföld. „Þarna er um bogalaga stálgrindarhús að ræða sem yrði grafið þrjá metra niður í þá brekku sem fyrir valinu verður til að minnka áhrif hússins á umhverfið og eins til að minnka áhrif vinda. Grindin yrði klædd með sérstökum þakdúk og stóla- lyfta hússins yrði fest í burðar- virkið í stað þess að standa ein og sér.“ Úlfarsfell segir Helgi að komi til álita vegna þess að aðgengi þangað er gott úr öllum áttum og stutt að fara fyrir fólk á höfuð- borgarsvæðinu en einnig vegna þess að þar er nægt vatn sem þörf er á til snjóframleiðslu. Skíðahús erlendis geysivinsæl Skíðahús á borð við það sem þeim Helga og Geirharð dreymir um hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim undanfarin ár. Er nú svo komið að íbúar Höfðaborgar í S-Afríku geta skíðað hvenær sem þá lystir og skíðahallir í Hollandi, Þýskalandi og Englandi hafa gengið vonum framar þrátt fyrir að þar sé um talsvert dýrari mannvirki að ræða en í íslenska dæminu. Elmar Hauksson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambands Ís- lands, segir enga spurningu vera í sínum huga um að slíkt hús yrði gríðarleg lyftistöng fyrir alla er áhuga hafa á skíða- og brettaiðk- un. „Umræða um þetta hefur komið upp á fundum sambandsins oftar og oftar enda er það svo að vegna snjóleysis hérlendis síð- ustu árin hefur áhugafólki farið fækkandi og afreksfólk þarf að fara utan til æfinga. Persónulega finnst mér að tími sé kominn að skíðaíþróttum hvað þetta varðar enda búið að byggja nokkrar skautahallir og reynslan af þeim hefur sýnt að ekki hefur fyrr ver- ið lokið við byggingu þeirra en all- ir tímar eru fullbókaðir og áhugi á skautaíþróttum rokið upp á við. Ég er fullviss um að skíðahús í grennd við Reykjavík hefur sömu áhrif á skíðaiðkun borgarbúa.“ Þeir bræður, Helgi og Geir- harður, segja kostnað við skíðahús geta verið frá rúmlega 700 millj- ónum króna og uppúr. „Það veltur auðvitað á því hversu vel skal vanda til verka. Vilji menn hafa húsið opið allan ársins hring þá er engin fyrirstaða önnur en sú að þá þarf öflugri snjóvinnslukerfi og að líkindum þykkari einangrun í gólfið en annars þyrfti. En að öllu jöfnu er vel mögulegt að reisa gott skíðahús á vel undir einum milljarði króna.“ Til samanburðar má geta þess að Egilshöll, sem er eitt stærsta íþróttamannvirki landsins, kost- aði 2,5 milljarða króna í byggingu. Hjá Íþrótta- og tómstundaráði fengust þær upplýsingar að engar viðræður hefðu átt sér stað um skíðahús. Eingöngu væri verið að skoða núverandi rekstur í Blá- fjöllum og á Hengilssvæðinu og ekki væri verið að líta á aðra kosti að svo stöddu. albert@frettabladid.is SKÍÐAHÖLL Í ÞÝSKALANDI Hallirnar þykja það vel heppnaðar að atvinnumenn í hvers kyns skíðagreinum nota þær grimmt við æf- ingar. Sú sem sést hér í mynd er ekki ósvipuð hugmyndum Helga og Geirharðs en sú íslenska verður brattari. ÚLFARSFELL Þarna vilja skíðaáhugamenn byggja skíðahöll og nota þær brekkur sem þegar eru til staðar til að gera það á fjárhagslega hagkvæman hátt. Hægt væri að byggja skíðahöll í hlíðum Úlfarsfells fyrir tæplega 800 milljónir króna þar sem allt að 300 manns gætu skíðað í einu óháð veðri og vindum allan ársins hring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.