Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 46
Eins og alþjóð veit hafa mikl-
ar hræringar orðið á leikmanna-
hóp Chelsea á undanförnum
árum og er Eiður einn af örfáum
leikmönnum sem hafa staðið all-
ar breytingar af sér. Nú, undir
stjórn nýs þjálfara sem hefur
lýst Eið sem „sérstökum“ leik-
manni sínum, hefur stjarna Eiðs
aldrei skinið skærar. Hann
kveðst eiga Jose Mourinho mikið
að þakka og man vel eftir þeirra
fyrstu kynnum.
„Ég talaði við hann fyrst í
síma þegar ég var að fara í
sumarfrí. Það samtal var mjög
stutt og laggott og eiginlega bara
það sem ég þurfti að heyra. Þá
sagði hann mér að hann vildi
pottþétt hafa mig hjá Chelsea,
það kæmi ekki til greina að ég
færi neitt annað og hann liti á
mig sem mjög mikilvægan hlekk
í liðinu. Hann sagði við mig að
þarna væri ég kominn með þjálf-
ara sem hefði mikla trú á mér og
vænti mikils af mér. Ég þakkaði
fyrir mig og svaraði í sömu
mynt,“ segir Eiður, sem farið
hefur mikinn í vetur og fest sig í
sessi sem sóknarmaður númer
eitt hjá Chelsea. Hann kveðst
sáttur með eigin frammistöðu í
vetur.
„Ég er í fínu formi og það er
greinilegt að það hefur skilað sér
að þjálfarinn ber mikið traust til
mín. Hann lætur mig vita að
hann sé mjög ánægður með
hvernig ég er að spila og hvernig
ég vinn fyrir liðið. Ef ég á að
vera krítískur á sjálfan mig þá
ætti ég að vera búinn að skora
fleiri mörk.“
Og ertu krítískur á sjálfan þig
öllu jöfnu?
„Já. Ef ég skora ekki, og sér-
staklega ef ég skora ekki og við
töpum stigum vegna þess, þá er
það eitthvað sem getur eyðilagt
það sem hefði getað orðið góð
kvöldstund.“
Eiður lýsir Mourinho sem af-
skaplega léttum og skemmtileg-
um náunga og segir hann að sú
ímynd sem birtist af honum,
bæði í fjölmiðlum og á hliðarlín-
unni í leikjum, sé ekki alltaf sú
rétta. „En hann er mjög strangur
og mikill sigurvegari. Hann vill
alltaf fá það besta úr sínum
mönnum og hann vill sjá okkur
vinna hvert einasta einvígi inni á
vellinum hverja einustu sek-
úndu. Hann hefur náð að búa til
frábæra stemningu innan liðsins
og menn eru miklu samstilltari
en áður,“ segir hann.
Gríðarlegt skipulag
Tilkoma Mourinhos í ensku
knattspyrnuna í sumar vakti
mikla athygli. Hann hafði gert
kraftaverk með lið Porto tímabil-
ið áður þar sem hann sagði sjálf-
ur að lykillinn að velgengninni
hefði verið agi, agi og aftur agi.
Mourinho fór aldrei leynt með
það hann ætlaði sér að nota sömu
vinnubrögð hjá Chelsea og einn
orðrómurinn í haust var að hann
hefði fært hverjum og einum
leikmanni skýrslu sem tilgreindi
væntingar til hvers og eins - slík-
ur væri metnaður Portúgalans.
Eiður segir eitthvað til í þessum
orðrómi þó hann vilji ekki fara út
í smátriði skýrslunnar.
„Við fengum mjög skýr skrif-
uð fyrirmæli um það hvernig
undirbúningstímabilinu yrði
háttað og hinum og þessum regl-
um sem okkur ber að fara eftir.
Og þannig er það bara hjá Mour-
inho; it’s my way or the highway.
Þessar reglur eru vissulega
strangar en alls ekki glórulaus-
ar,“ segir Eiður en vill ekki fara
mikið nánar út í hvernig málum
sé háttað hjá Mourinho. Hann sé
einfaldlega bundinn trúnaði um
hvað fari fram innan félagsins og
á æfingasvæðinu.
En það er enginn skortur á
sögusögnum um það sem sumir
vilja bendla við „brjálæði“ Mo-
urinhos í skipulagi og taktík. Ein
segir frá einum aðstoðarmanna
Mourinhos, Andreas Villas að
nafni, sem sér um að kortleggja
andstæðinga Chelsea hverju
sinni. Hann síðan afhendir Mo-
urinho væna skýrslu daginn fyr-
ir leik þar sem líklegt byrjunar-
lið andstæðinganna er tilgreint,
veikleikar og styrkleikar hvers
einasta leikmanns og jafnvel
mögulegar innáskiptingar. Til
að styðja þetta má nefna að eft-
ir sigurleikinn gegn Aston Villa
á annan í jólum hrósaði Mour-
inho stjóra Villa, David O´Leary,
fyrir að hafa gert innáskipting-
ar sem hann hafi ekki séð fyrir.
Aftur hikar Eiður við að svara
vegna trúnaðar en hann neitar
þó ekki að slíkar kortlagningar,
sem segja má að jaðri við sjúk-
leika, eigi sér stað. „Ég má ekki
segja of mikið en það sem ég get
sagt er að Mourinho er með ein-
valalið aðstoðarmanna sem hver
hefur sitt hlutverk. Eitt af því er
að líta á andstæðingana,“ segir
Eiður.
Allt rannsakað
Ein umdeildasta sala á leik-
manni í gegnum tíðina í knatt-
46 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Eiður Smári Guðjohnsen, nýkjörinn íþróttamaður ársins bæði hjá samtök-
um íþróttafréttamanna og hjá Fréttablaðinu og Vísi, er nú hálfnaður með sitt
fimmta ár í herbúðum Chelsea. Fréttablaðið ræddi við Eið Smára um lífið
hjá Chelsea, peningana í boltanum, vonir og væntingar.
Er í draumaliðinu
Ef ég skora ekki,
og sérstaklega ef
ég skora ekki og við töpum
stigum vegna þess, þá er
það eitthvað sem getur
eyðilagt það sem hefði get-
að orðið góð kvöldstund.
,,
„Mourinho vill alltaf fá það besta úr sínum mönnum og hann vill sjá okkur vinna hvert
einasta einvígi inni á vellinum hverja einustu sekúndu.“
Þannig er það
bara hjá Mour-
inho; it’s my way or the
highway. Þessar reglur eru
vissulega strangar en alls
ekki glórulausar.
,,
„Ég trúi því virkilega að
ég eigi mikið inni og ef
ég mætti kjósa þá
myndi ég ekki vilja fara
frá Chelsea fyrr en ég
væri búinn að ná því
besta út úr sjálfum mér.“