Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 36
36 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fréttamyndir ársins 2004 10. mars - Strand Baldvins Þorsteinssonar Forstjórinn á strandstað Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA strandaði í Skarðsfjöru á Meðallandssandi suður af Kirkjubæjarklaustri og sat þar fast frá 9. mars til miðvikudagsins 17. mars þegar það náðist aftur á flot. Sextán manna áhöfn skipsins var bjargað um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Á myndinni má sjá Þorstein Má Baldvins- son, forstjóra Samherja, útgerðarfélags skipsins, en hann var á strandstað nær allan tímann. Skipið skemmdist nokkuð en það kom aftur úr viðgerð í Noregi seinni hluta aprílmánaðar. 13. apríl - Landssímamálið dómtekið Aðalféhirðir og lögmaður hans ræðast við Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ræðir við Helga Jóhannesson verjanda sinn við dómtöku Landssíma- málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sveinbjörn játaði að hafa dregið sér rúmlega 261 milljón króna úr sjóðum Landssímans og hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm. Forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins og veitingastaðarins Priksins; Árni Þór Vigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnar Orri Benediktsson, fengu einnig dóma fyrir hylmingu og peninga- þvætti. Kona á þrítugsaldri var sýknuð af peningaþvætti. 10. maí - Deilumál á þingi Kristinn út í kuldann Fjölmiðlafólk sótti að Kristni H. Gunnarssyni að loknum fundi allsherjarnefndar Alþingis þegar fjölmiðlafrumvarpið var af- greitt. Hann hafði sérstöðu í tveimur átakamálum stjórnmál- anna; var bæði á móti fjölmiðlafrumvarpinu og stuðningi við innrásina í Írak. Í lok maí fór það enda svo að Kristinn missti formennsku í þingflokki Framsóknar og var svo alveg settur út í kuldann í októberbyrjun þegar hann hlaut ekki kjör í neina þingnefnd. 14. maí - Fjölmiðlafrumvarpið rætt á þingi Ráðherra sagður gunga og drusla Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, reiddist mjög í ræðustól á Alþingi vegna fjarveru full- trúa ríkisstjórnarinnar, þegar fram fór umræða um fjölmiðlafrum- varp ríkisstjórnarinnar. „Ég hlýt að líta svo á að hann [Davíð] þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig [...] Það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig,“ sagði Steingrímur. 2. júní - Blaðamannafundur á Bessastöðum Forsetinn synjar fjölmiðlalögum staðfestingar Eftir harðvítugar deilur framan af ári um ný lög um eignarhald á fjölmiðlum fór það svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögunum staðfestingar. Formenn ríkisstjórnar- flokkanna reiddust ákvörðun forseta um að vísa málinu til þjóð- arinnar og töluðu um að óvissuástand hefði skapast. Í kjölfarið kom Alþingi saman og felldi lögin úr gildi í stað þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. 2. ágúst - Innsetning forseta Íslands Dorrit í skautbúningi Umtalað var eftir innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands hversu glæsileg Dorrit Moussaieff forsetafrú var við athöfnina, en hún skartaði skautbúningi. Ólafur Ragnar hlaut 85 prósent gildra atkvæða í kosningunum sem fram fóru 26. júní og bar sigurorð af Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni sem buðu sig fram á móti honum. Helmingur ríkis- stjórnarinnar var fjarverandi athöfnina. 14. ágúst - Komið fram eftir alvarleg veikindi Davíð á batavegi Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók á móti Göran Persson for- sætisráðherra Svía og eiginkonu hans á heimili sínu um miðjan ágúst, en það var í fyrsta sinn sem hann kom fram opinberlega eftir alvarleg veikindi. 21. júlí var Davíð fluttur á Landspítala - háskóla- sjúkrahús vegna gallblöðrubólgu, en við rannsókn fannst staðbund- ið æxli í hægra nýra hans. Bæði gallblaðra og nýra voru fjarlægð í aðgerð. Í byrjun ágúst var svo fjarlægður úr honum skjaldkirtill, þar sem fannst illkynja mein, og nærliggjandi eitlar. 28. júlí - Leitin að Sri Rahmawati Ljóst að morð hafði verið framið Eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar þrjár vikur játaði Hákon Eydal fyrir lögreglu að hafa banað fyrrverandi sambýlis- konu sinni, Sri Rahmawati, að morgni sunnudagsins 4. júlí. Um- fangsmikil leit hafði farið fram að Sri, en ummerki á heimili Há- konar báru vott um að hún hefði látist með voveiflegum hætti. Lík hennar fannst svo 3. ágúst í hraunsprungu sunnan Hafnar- fjarðar, en Hákon gaf lögreglu í upphafi villandi upplýsingar um hvar lík hennar væri að finna. Á myndinni má sjá kafara að störfum við leit við Presthúsatanga í Hofsvík á Kjalarnesi. VILH ELM G VA VILH ELM G VA G VA PJETU R PJETU R G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.