Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 36

Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 36
36 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fréttamyndir ársins 2004 10. mars - Strand Baldvins Þorsteinssonar Forstjórinn á strandstað Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA strandaði í Skarðsfjöru á Meðallandssandi suður af Kirkjubæjarklaustri og sat þar fast frá 9. mars til miðvikudagsins 17. mars þegar það náðist aftur á flot. Sextán manna áhöfn skipsins var bjargað um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Á myndinni má sjá Þorstein Má Baldvins- son, forstjóra Samherja, útgerðarfélags skipsins, en hann var á strandstað nær allan tímann. Skipið skemmdist nokkuð en það kom aftur úr viðgerð í Noregi seinni hluta aprílmánaðar. 13. apríl - Landssímamálið dómtekið Aðalféhirðir og lögmaður hans ræðast við Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ræðir við Helga Jóhannesson verjanda sinn við dómtöku Landssíma- málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sveinbjörn játaði að hafa dregið sér rúmlega 261 milljón króna úr sjóðum Landssímans og hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm. Forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins og veitingastaðarins Priksins; Árni Þór Vigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnar Orri Benediktsson, fengu einnig dóma fyrir hylmingu og peninga- þvætti. Kona á þrítugsaldri var sýknuð af peningaþvætti. 10. maí - Deilumál á þingi Kristinn út í kuldann Fjölmiðlafólk sótti að Kristni H. Gunnarssyni að loknum fundi allsherjarnefndar Alþingis þegar fjölmiðlafrumvarpið var af- greitt. Hann hafði sérstöðu í tveimur átakamálum stjórnmál- anna; var bæði á móti fjölmiðlafrumvarpinu og stuðningi við innrásina í Írak. Í lok maí fór það enda svo að Kristinn missti formennsku í þingflokki Framsóknar og var svo alveg settur út í kuldann í októberbyrjun þegar hann hlaut ekki kjör í neina þingnefnd. 14. maí - Fjölmiðlafrumvarpið rætt á þingi Ráðherra sagður gunga og drusla Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, reiddist mjög í ræðustól á Alþingi vegna fjarveru full- trúa ríkisstjórnarinnar, þegar fram fór umræða um fjölmiðlafrum- varp ríkisstjórnarinnar. „Ég hlýt að líta svo á að hann [Davíð] þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig [...] Það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig,“ sagði Steingrímur. 2. júní - Blaðamannafundur á Bessastöðum Forsetinn synjar fjölmiðlalögum staðfestingar Eftir harðvítugar deilur framan af ári um ný lög um eignarhald á fjölmiðlum fór það svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögunum staðfestingar. Formenn ríkisstjórnar- flokkanna reiddust ákvörðun forseta um að vísa málinu til þjóð- arinnar og töluðu um að óvissuástand hefði skapast. Í kjölfarið kom Alþingi saman og felldi lögin úr gildi í stað þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. 2. ágúst - Innsetning forseta Íslands Dorrit í skautbúningi Umtalað var eftir innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands hversu glæsileg Dorrit Moussaieff forsetafrú var við athöfnina, en hún skartaði skautbúningi. Ólafur Ragnar hlaut 85 prósent gildra atkvæða í kosningunum sem fram fóru 26. júní og bar sigurorð af Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni sem buðu sig fram á móti honum. Helmingur ríkis- stjórnarinnar var fjarverandi athöfnina. 14. ágúst - Komið fram eftir alvarleg veikindi Davíð á batavegi Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók á móti Göran Persson for- sætisráðherra Svía og eiginkonu hans á heimili sínu um miðjan ágúst, en það var í fyrsta sinn sem hann kom fram opinberlega eftir alvarleg veikindi. 21. júlí var Davíð fluttur á Landspítala - háskóla- sjúkrahús vegna gallblöðrubólgu, en við rannsókn fannst staðbund- ið æxli í hægra nýra hans. Bæði gallblaðra og nýra voru fjarlægð í aðgerð. Í byrjun ágúst var svo fjarlægður úr honum skjaldkirtill, þar sem fannst illkynja mein, og nærliggjandi eitlar. 28. júlí - Leitin að Sri Rahmawati Ljóst að morð hafði verið framið Eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar þrjár vikur játaði Hákon Eydal fyrir lögreglu að hafa banað fyrrverandi sambýlis- konu sinni, Sri Rahmawati, að morgni sunnudagsins 4. júlí. Um- fangsmikil leit hafði farið fram að Sri, en ummerki á heimili Há- konar báru vott um að hún hefði látist með voveiflegum hætti. Lík hennar fannst svo 3. ágúst í hraunsprungu sunnan Hafnar- fjarðar, en Hákon gaf lögreglu í upphafi villandi upplýsingar um hvar lík hennar væri að finna. Á myndinni má sjá kafara að störfum við leit við Presthúsatanga í Hofsvík á Kjalarnesi. VILH ELM G VA VILH ELM G VA G VA PJETU R PJETU R G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.