Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 38
38 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fréttamyndir ársins 2004 15. október - Sýnt á tröppunum meðan húsið var reykræst Brunaútkall í Þjóðleikhúsið Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu. Eldurinn var í potti í Þjóðleikhúskjallaranum og litlar sem engar skemmdir urðu á húsinu. Verið var að sýna söngleikinn Edith Piaf þegar eldurinn kom upp og hélt Brynhildur Guð- jónsdóttir leikkona sýningunni áfram á tröppum Þjóðleikhússins á meðan verið var að reykræsta húsið. 27. október - Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur Stjórnarformaðurinn smakkar framleiðsluna Orkuveita Reykjavíkur tilkynnti í október að tilraun með risarækju- eldi hefði gengið vel og komið væri að því að fela öðrum rekstur- inn. Af þessu tilefni matreiddi Úlfar Eysteinsson matreiðslumeist- ari hluta framleiðslunnar og Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður OR (hér að ofan) var meðal þeirra sem brögðuðu á henni. Hann sagði íslensku risarækjuna mýkri og betri en útlenda. 25. október - Ríkisstjórn fundar með deiluaðilum Fórnarlömb verkfalls krefjast úrbóta Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hlustar á grunnskólabörn sem kröfðust úrlausnar í launadeilu sveitarfélaga og kennara þannig að bundinn yrði endi á verkfall kennara. Að loknum fundi ríkisstjórnar með kennurum, skólastjórum og launanefnd sveitarfélaga boðaði ríkissáttasemjari til samningafundar í deilunni. Samningar náðust þó ekki fyrr en 17. nóvember eftir ellefu mánaða samningaferli, sjö vikna verkfall og lög á verkfallið 13. nóvember sem kváðu á um gerðardóm, næðust ekki samningar fyrir miðjan desember. 9. nóvember - Átök á bensínmarkaði Njósnað um Atlantsolíu Ingibjörg Reynisdóttir, starfsstúlka Atlantsolíu, brosti sínu breið- asta við stöð fyrirtækisins á Kársnesi í Kópavogi í skammdeginu, en viðskipti þar jukust eftir að fréttist að ESSO hefði gert út af örkinni starfsfólk til að telja viðskiptavini fyrirtækisins. Samkeppni virðist hörð á bensínmarkaði, en Skeljungur kvartaði nýlega við Kópavogsbæ yfir leyfi til Atlantsolíu til að reisa nýja bensínstöð. Bensínverð sveiflaðist til á árinu en hækkandi heimsmarkaðsverð varð til þess að olíu- og bensínverð náði methæðum. 29. október - Ráðist á íslenska friðargæsluliða Komu sárir heim frá Kabúl Laugardaginn 23. október varð nærvera íslenskra friðargæslu- liða við teppaverslun í Kabúl til þess að öfgamaður lét til skarar skríða með sjálfsmorðsárás þar sem bandarískur túlkur, 23 ára kona og 11 ára gömul afgönsk stúlka biðu bana og þrír gæslu- liðar særðust. Við heimkomuna viku síðar vöktu bolir gæslulið- anna hneykslan en á þeim stóð: „Chicken Street - Shit happens - Survivor Afghanistan.“ Friðargæsluliðarnir sögðu bolina til að mótmæla viðhorfi yfirmanns þeirra í Kabúl. 2. nóvember - Borgarstjóri fundar með borgarfulltrúum Öll spjót stóðu á Þórólfi Hart var sótt að Þórólfi Árnasyni, borgarstjóra í Reykjavík, í kjölfar þess að skýrsla Samkeppnisstofn- unar um samráð olíufélaganna kom út, en í skýrslunni voru frekari upplýsingar um aðkomu hans að þeim málum sem starfsmaður ESSO. Níunda nóvember tilkynnti hann svo um ákvörðun sína og borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans um að hann ætlaði að láta af störfum 30. nóvember. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi tók við starfi borgarstjóra. Þórólfur gegndi starfinu í tæp tvö ár. 22. nóvember - Hringrás brennur við Sundahöfn Íbúar fluttir burt vegna mengunar Um sex hundruð íbúar Kleppsvegar og nágrennis voru fluttir á brott seint um kvöld vegna stórbruna í dekkjum og spilliefnum á athafnasvæði förgunarfyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn í Reykjavík. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrirtækjum eftir brunann og þurfti matvælafyrirtæki í grenndinni að farga framleiðslu sinni. Á fjórða hundrað manns tók þátt í samhæfðum aðgerðum við björgunar- og slökkvistörf, en hér hafa ekki áður komið fleiri að slíkum störfum í einu. 13. desember Minningarstund um Ragnar Björnsson Aðstandendur helteknir af sorg Ættingjar og vinir Ragnars Björns- sonar, sem lést eftir að hafa verið veitt höfuðhögg á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ, hittust í Lágafellskirkju þar sem haldin var um hann minningarstund. Hálf- þrítugur maður sló Ragnar þar sem hann stóð og forðaði því að fólk gengi í glerbrot þar sem glas hafði brotnað við útgöngudyr staðarins. 24. nóvember Á lokaæfingu fyrir góðgerð- artónleika í Hallgrímskirkju Stjarna fellur Kristján Jóhannsson óperu- söngvari kom fram á jólatónleik- um í Hallgrímskirkju til styrktar krabbameinssjúkum börnum, en nokkurt veður var gert úr því hvað hann fékk greitt fyrir að koma þar fram. Kristján hafði áður sagt að hann gæfi nánast vinnu sína, tæki eingöngu fyrir kostnaði. Mörgum þótti Kristján fara offari þegar málin voru rædd við hann í sjónvarpsþátt- unum Íslandi í bítið og Kastljósi. VALLI E.Ó L H AR I STEFÁN STEFÁN VILH ELM PJETU R E. Ó L. ST EF ÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.