Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 31. desember 2004 37 19. ágúst - Breytingar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar Siv missir stólinn sinn „Þessi niðurstaða er þvert á samþykktir helstu stofnana flokksins en ég hlíti henni,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þá umhverfisráðherra, eftir þingflokks- fund Framsóknarflokksins þar sem Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, tilkynnti að henni yrði vikið úr ráðherraliði flokksins 15. september. Framsóknarkonur fóru mikinn Siv til varnar dagana áður en ákvörðunin var kynnt og töldu það andstætt lögum flokksins að kona yrði látin víkja. 24. ágúst - Clinton sækir landið heim Fékk sér pylsu með sinnepi Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, gerði sig heimakominn í miðbæ Reykjavíkur þegar hann sótti landið heim, þvert á óskir öryggisvarða. Hann rölti um eins og hver annar maður, fékk sér pylsu og varð við óskum fólks um myndatökur og eiginhandar- áritanir. Clinton var hér daglangt og heimsótti auk miðbæjarins Þingvelli og heillaðist af. „Hugmyndin bak við bandarísku stjórn- arskrána var að koma í veg fyrir misnotkun valds en Alþingi Ís- lendinga hefur alltaf haft það að meginmarkmiði,“ sagði hann meðal annars. 24. ágúst - Þingmannanefnd frá Bandaríkjunum fundar með ráðamönnum Dorrit og Hillary ræðast við Hér að ofan ræðir Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþing- maður og fyrrverandi forsetafrú, við Dorrit Moussaieff forsetafrú í heimsókn sinni til landsins. Hillary hitti eiginmann sinn hér áður en þau flugu hvort í sína áttina. Hún var í för með banda- rískri þingmannanefnd sem fundaði með ráðamönnum hér um umhverfismál og vetni sem framtíðarorkugjafa. 7. september - Kóngafólk Svía í opinberri heimsókn Rok og rigning á Bessastöðum Viktoría krónprinsessa, Karl Gústaf XVI Svíakonungur, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Dorrit Moussaieff forsetafrú og Silvía drottning Svía stilla sér upp til myndatöku í leiðindaveðri við Bessastaði í opinberri heimsókn sænsku konungsfjölskyldunnar. Kóngafólkið staldraði við í nokkra daga og heimsótti meðal annars Nesjavelli og Akureyri, en leiðindaveður einkenndi tíðar- farið á meðan. 1. október - Forseti Alþingis móðgar þingmenn Yfirgáfu þingsetningu í fússi Tugur stjórnarandstöðuþingmanna, þar á meðal Össur Skarp- héðinsson formaður Samfylkingarinnar (hér að ofan), gekk út undir þingsetningarræðu Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Halldór sagði synjunarákvæði stjórnarskrárinnar leifar þeirrar trúar að konungurinn færi með guðsvald, en stjórnarandstöð- unni misbauð að hann skyldi vekja upp deilur sumarsins á há- tíðarstundu þegar hann ætti í raun að tala nafni þingheims alls. 15. september - Halldór tekur við af Davíð sem forsætisráðherra Ráðherrar skiptast á stólum Líkt og kveðið var á um í ríkisstjórnarsamstarfssamningi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks skiptust formenn flokkanna á ráðherrastólum þegar kjörtímabilið var hálfnað. Halldór Ás- grímsson varð forsætisráðherra eftir að hafa áður gegnt nokkrum ráðherraembættum. Hann er aldursforseti þingsins, en þangað var hann fyrst kjörinn árið 1974. Stjórnarandstaðan taldi ekki von á stefnubreytingu, en sumir höfðu á orði að ankanna- legt væri að minnsti flokkurinn samkvæmt mælingum tæki við forystu í ríkisstjórn. 6. október - Verkalýðsbarátta á kæjanum Forsvarsmenn sjómanna teknir höndum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannasambands Reykjavíkur, veifar ljósmyndara á leið inn í lögreglubíl þegar hann var handtekinn á bryggjunni á Akureyri ásamt fleiri forsvarsmönn- um samtaka sjómanna. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á Akureyri horfir á. Forystumenn sjómanna höfðu í um tvo sólarhringa komið í veg fyrir uppskipun úr skipinu Sólbaki, en stofnað var sérstakt fyrirtæki um útgerð þess og gerðir sér- samningar við áhöfnina. Í deilunni var tekist á um félagafrelsi og lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum. 17. október - Aðalmeðferð í líkfundarmálinu Framburður Jónasar sagður fráleitur Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðsson og Tomas Mala- kauskas voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkni- efnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa meðferð á líki, en þeir höfðu reynt að fela lík Vaidasar Jucevicius við netagerðarbryggjuna í Neskaupstað. Vaidas lést í Kópavogi með fíkniefni innvortis, en þremenningarnir óku aust- ur með líkið. Dómurinn taldi framburð Jónasar Inga, sem alfarið neitaði sök, svo fráleitan að engu tali tæki. 18. október - Eitt mesta búfjártjón sem orðið hefur á fjárbýli Stórbruni í aftakaveðri Hiti í heyi leiddi til stórbruna á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi í aftakaveðri eftir kvöldmat síðla í október og á sjöunda hundrað fjár brann inni. Vindhraði fór í 60 metra á sekúndu í hviðum og stóð slökkvistarf næturlangt við þær aðstæður, en fjárhús, hlaða og vélageymsla með tækjum urðu eldi að bráð. Allnokkuð var um bruna á árinu. Atvinnuhúsnæðið Votmúli brann í septemberlok á Blönduósi, í nóvember varð Hringrásar- bruninn í Reykjavík, piltur um tvítugt lést í bruna á Sauðárkróki 5. desember, hluti verslunar Nóatúns við Hringbraut í Reykjavík brann einnig í desember og tveimur dögum síðar kviknaði í Kebabhúsinu við Lækjargötu. Þá kviknaði í vélsmiðju í Garðabæ um miðjan desembermánuð þannig að húsið varð alelda. G VA PJETU R VILH ELM G VA VILH ELM G VA G VA E.Ó L G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.