Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 8
8 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR RITHÖFUNDUR Á SRI LANKA Arthur C. Clarke, rithöfundur og einn best þekkti íbúi Sri Lanka, féllst á að láta mynda sig á heimili sínu á fimmtudag, en hann býr í Colombo þar sem flóð af völd- um jarðskjálftans á annan í jólum ollu stórtjóni. Hvorki Clarke né fjölskyldu hans sakaði, en hann sagðist sakna þess að ekki skuli hafa verið komið upp viðvörun- arkerfi í landinu sem mildað gæti áhrif náttúruhamfara. Verð á flugeldum: Álagning misjöfn FLUGELDAR Verð á flugeldum er mjög mismunandi eftir því í hvaða tilgangi þeir eru seldir. „Við höfum ekki verið í sam- keppni um ódýra flugelda,“ seg- ir Ævar Aðalsteinsson hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hann treystir sér ekki til að gefa upp nákvæmar álagninga- tölur hjá björgunarsveitunum. „Það er ekkert feimnismál að þessir peningar skila sér ágæt- lega inn í rekstur sveitanna,“ segir Ævar. Hann bætir við að galdurinn bak við hagnaðinn á flugeldasölunni liggi aðallega í því að hún sé öll unnin í sjálf- boðavinnu. Rúnar Ólafsson, flugeldainn- flytjandi hjá Gæðaflugeldum, hefur verið með einkarekna flug- eldasölu í fimmtán ár. Hann seg- ir að þeir aðilar sem séu að styrkja gott málefni geti kannski leyft sér að vera með mörg hund- ruð prósenta álagningu á flug- elda, en í einkabransanum gildi önnur lögmál. „Við sem spilum inn á að vera með lægstu verðin verðum að vera með minni álagningu,“ segir hann. Rúnar vill ekki gefa nákvæmlega upp hvað mikið hann leggur á flug- eldana sína. Það sé breytilegt milli vara en oftast milli hundrað og tvö hundruð prósent. ■ Framkvæmdir á Hellisheiði: Mislæg gatnamót rísa SAMGÖNGUR Mislæg gatnamót munu rísa á Hellisheiði nærri Þrengslavegamótum á næsta ári. Til stendur að færa hring- veginn á heiðinni og bæta við akrein frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku að sögn Svans Bjarnasonar. Fyrsti áfangi framkvæmda við nýjan Suðurstrandarveg, milli Grindavíkur og Þorláks- hafnar, er einnig í útboði. Ákveðið hefur verið að færa 140 milljónir sem nota átti til þess verks til framkvæmdanna á Hellisheiði en þær munu í heild kosta um 400 milljónir. Framkvæmdirnar á Hellis- heiði verða boðnar út í byrjun janúar næstkomandi og á fram- kvæmdunum að ljúka í lok októ- ber á næsta ári að sögn Svans. ■ Blysin á loft: Æ fleiri selja flugelda FLUGELDAR Flugeldasala nær há- marki í dag en sölustaðir flugelda eru tæplega fimmtíu í ár. Sölustöð- um hefur fjölgað um fimmtung frá því í fyrra og ber æ meira á því að einkafyrirtæki keppi við björgunar- sveitir og íþróttafélög um hituna. „Flugeldasalan er mjög sérstök að því leyti að hún fer nánast öll fram á einum sólarhring,“ segir Lúðvík Georgsson, KR-flugeldum en að sögn Lúðvíks seljast áttatíu prósent allra flugelda frá klukkan fjögur þann 30. desember til klukk- an fjögur á gamlársdag. „Hefðin segir að fólk kaupi flugeldana sína á þessum sólarhring.“ - ht ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SPRENGDU PÓSTKASSA Póstur dreifðist um allt þegar póstkassi var sprengdur í loft upp á Lauga- vegi í fyrrinótt. Talsvert ónæði var af völdum flugelda í miðbæn- um í fyrrakvöld auk þess sem kvartað var undan hávaða frá veitingastöðum. SVARTKLÆDDIR MENN Í STOF- UNNI Íbúa í neðra Breiðholti brá í brún í gærmorgun er hann fann tvo svartklædda menn inni í stofu hjá sér. Mennirnir létu sig hverfa og leitaði lögregla þeirra í gær. Þá var annar þjófur í Breið- holti handtekinn eftir innbrot í tvo bíla í Æsufelli í fyrrinótt. STÁLU GASKÚTUM Nokkur ung- menni um tvítugt náðust eftir að þau stálu tveimur gaskútum af heimilisgrillum í Hafnarfirði í gær. Ungmennin ætluðu að nota kútana til þess að komast í vímu en það er stórhættulegt að sögn lögreglu. Brunamálastofnun og slökkviliðin í landinu óska landsmönnum farsældar á nýju ári. Eldsvoðar urðu okkur dýrkeyptir á árinu. Gætum okkar betur á næsta ári! Um leið minnum við ykkur á og huga að nauðsynlegum brunavörnum. að fara varlega með eld Brunamálastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 brunamal@brunamal.is www.brunamal.is Líf, heilsa, umhverfi, eignir Markmi› Brunamálastofnunar og slökkvili›anna er a› vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir me› flví a› tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og vi›búna› vi› eldsvo›um og mengunaróhöppum á landi. Brunamálastofnun vinnur fyrir stjórnvöld, slökkvili›, almenning og a›ra hagsmunaa›ila a› rá›gjöf, eftirliti og umbótum á svi›i brunavarna. G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 .0 4 FLUGELDAR Álagningin gæti numið hundruðum prósenta. MISLÆG GATNAMÓT Munu rísa í hrauninu nærri Þrengslavegamótum á Hellis- heiði á næsta ári. M YN D /V EG AG ER Ð IN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.