Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 8

Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 8
8 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR RITHÖFUNDUR Á SRI LANKA Arthur C. Clarke, rithöfundur og einn best þekkti íbúi Sri Lanka, féllst á að láta mynda sig á heimili sínu á fimmtudag, en hann býr í Colombo þar sem flóð af völd- um jarðskjálftans á annan í jólum ollu stórtjóni. Hvorki Clarke né fjölskyldu hans sakaði, en hann sagðist sakna þess að ekki skuli hafa verið komið upp viðvörun- arkerfi í landinu sem mildað gæti áhrif náttúruhamfara. Verð á flugeldum: Álagning misjöfn FLUGELDAR Verð á flugeldum er mjög mismunandi eftir því í hvaða tilgangi þeir eru seldir. „Við höfum ekki verið í sam- keppni um ódýra flugelda,“ seg- ir Ævar Aðalsteinsson hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hann treystir sér ekki til að gefa upp nákvæmar álagninga- tölur hjá björgunarsveitunum. „Það er ekkert feimnismál að þessir peningar skila sér ágæt- lega inn í rekstur sveitanna,“ segir Ævar. Hann bætir við að galdurinn bak við hagnaðinn á flugeldasölunni liggi aðallega í því að hún sé öll unnin í sjálf- boðavinnu. Rúnar Ólafsson, flugeldainn- flytjandi hjá Gæðaflugeldum, hefur verið með einkarekna flug- eldasölu í fimmtán ár. Hann seg- ir að þeir aðilar sem séu að styrkja gott málefni geti kannski leyft sér að vera með mörg hund- ruð prósenta álagningu á flug- elda, en í einkabransanum gildi önnur lögmál. „Við sem spilum inn á að vera með lægstu verðin verðum að vera með minni álagningu,“ segir hann. Rúnar vill ekki gefa nákvæmlega upp hvað mikið hann leggur á flug- eldana sína. Það sé breytilegt milli vara en oftast milli hundrað og tvö hundruð prósent. ■ Framkvæmdir á Hellisheiði: Mislæg gatnamót rísa SAMGÖNGUR Mislæg gatnamót munu rísa á Hellisheiði nærri Þrengslavegamótum á næsta ári. Til stendur að færa hring- veginn á heiðinni og bæta við akrein frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku að sögn Svans Bjarnasonar. Fyrsti áfangi framkvæmda við nýjan Suðurstrandarveg, milli Grindavíkur og Þorláks- hafnar, er einnig í útboði. Ákveðið hefur verið að færa 140 milljónir sem nota átti til þess verks til framkvæmdanna á Hellisheiði en þær munu í heild kosta um 400 milljónir. Framkvæmdirnar á Hellis- heiði verða boðnar út í byrjun janúar næstkomandi og á fram- kvæmdunum að ljúka í lok októ- ber á næsta ári að sögn Svans. ■ Blysin á loft: Æ fleiri selja flugelda FLUGELDAR Flugeldasala nær há- marki í dag en sölustaðir flugelda eru tæplega fimmtíu í ár. Sölustöð- um hefur fjölgað um fimmtung frá því í fyrra og ber æ meira á því að einkafyrirtæki keppi við björgunar- sveitir og íþróttafélög um hituna. „Flugeldasalan er mjög sérstök að því leyti að hún fer nánast öll fram á einum sólarhring,“ segir Lúðvík Georgsson, KR-flugeldum en að sögn Lúðvíks seljast áttatíu prósent allra flugelda frá klukkan fjögur þann 30. desember til klukk- an fjögur á gamlársdag. „Hefðin segir að fólk kaupi flugeldana sína á þessum sólarhring.“ - ht ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SPRENGDU PÓSTKASSA Póstur dreifðist um allt þegar póstkassi var sprengdur í loft upp á Lauga- vegi í fyrrinótt. Talsvert ónæði var af völdum flugelda í miðbæn- um í fyrrakvöld auk þess sem kvartað var undan hávaða frá veitingastöðum. SVARTKLÆDDIR MENN Í STOF- UNNI Íbúa í neðra Breiðholti brá í brún í gærmorgun er hann fann tvo svartklædda menn inni í stofu hjá sér. Mennirnir létu sig hverfa og leitaði lögregla þeirra í gær. Þá var annar þjófur í Breið- holti handtekinn eftir innbrot í tvo bíla í Æsufelli í fyrrinótt. STÁLU GASKÚTUM Nokkur ung- menni um tvítugt náðust eftir að þau stálu tveimur gaskútum af heimilisgrillum í Hafnarfirði í gær. Ungmennin ætluðu að nota kútana til þess að komast í vímu en það er stórhættulegt að sögn lögreglu. Brunamálastofnun og slökkviliðin í landinu óska landsmönnum farsældar á nýju ári. Eldsvoðar urðu okkur dýrkeyptir á árinu. Gætum okkar betur á næsta ári! Um leið minnum við ykkur á og huga að nauðsynlegum brunavörnum. að fara varlega með eld Brunamálastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 brunamal@brunamal.is www.brunamal.is Líf, heilsa, umhverfi, eignir Markmi› Brunamálastofnunar og slökkvili›anna er a› vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir me› flví a› tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og vi›búna› vi› eldsvo›um og mengunaróhöppum á landi. Brunamálastofnun vinnur fyrir stjórnvöld, slökkvili›, almenning og a›ra hagsmunaa›ila a› rá›gjöf, eftirliti og umbótum á svi›i brunavarna. G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 .0 4 FLUGELDAR Álagningin gæti numið hundruðum prósenta. MISLÆG GATNAMÓT Munu rísa í hrauninu nærri Þrengslavegamótum á Hellis- heiði á næsta ári. M YN D /V EG AG ER Ð IN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.