Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 52
1. Modest Mouse: Good News for People Who Love Bad News Modest Mouse braut leið sína upp á megin- strauminn með þess- ari útgáfu og átti einn stærsta slagara ársins með Float On. Áður vissu fáir hvaða hljóm- sveit þetta væri, og enn færri að hún hélt tónleika hér á landi fyrir troðfullum Gauk árið 2001. Í dag fyllir hún tónleika á stærstu tónleikastöðum í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Hér gerðu liðs- menn stór stökk í útsetningum og bættu hinum ýmsu brögðum inn í tónlist sína sem ekki höfðu verið áður, s.s. dixieland blástursveit. Textar og lagasmíðar hafa aldrei verið betri, meistaraverk. 2. !!!: Louden Up Now Án efa tónleikasveit ársins. Platan er líka frábær þó að hún nái ekki alveg að fanga þann galdur að sjá þessa 9 menn, spriklandi á sviði. Það var nánast eins og þessi sveit hefði orð- ið til úr engu, því áður höfðum við feng- ið fáar vísbendingar um að jafn skapandi og spennandi rafrokksena væri að mót- ast í New York. Það má eyða tíma í að reyna að líkja þessari sveit við allt frá James Brown, Can, Gusgus og Sonic Youth. Betra er bara að sleppa því og dansa. Partíplata ársins. 3. Brian Wilson: Smile Loksins kláraði Brian Wilson meistarastykki sitt Smile, sem The Beach Boys ætluðu að gefa út árið 1967. Reyndar gat kappinn ekkert stuðst við þær upptökur sem hann gerði með bræðrum og vinum sín- um í Beach Boys vegna samningsmála og allt er því nýtt, og hljómar þannig. Meistarastykki sem hefði kannski breytt tónlistarsögunni, hefði platan komið út fyrir 37 árum síðan eins og til stóð. Það er hrein guðsgjöf að hafa fengið þessa plötu í hendurnar! 4. Cursive: The Ugly Organ Þriðja plata Cursive var hádramatískur, beittur og metnaðar- fullur óður til sam- bandsslita. Magnaðir textar sem takast á við djúpa sektarkennd og aðskilnað. Mjög hörð og þung plata, fyrir þá sem vilja velta sér upp úr skuggahliðum ást- arinnar. 5. Hot Chip: Coming on Strong Fáir hér vissu um til- vist Londonsveitar- innar Hot Chip áður en þeir heimsóttu okkur á Airwaves-há- tíðina, og ég er þar meðtalinn. Þetta er mjög vingjarnlegt rafpopp og snilldar- lega útsett í naumhyggju sinni. Hápunkt- urinn er stórkostlega djassaður söngur og falleg lög. Helsta sönnun þess að það er hægt að gera mikið úr litlu. 6. Interpol: Antics Interpol hélt sig við nákvæmlega sömu formúlu og gerði fyrstu plötu þeirra svo magnaða. Bættu hana til muna og út- koman varð betri plata og auknar vin- sældir. Plata sem vex við hverja hlustun og hefur sterka heildarmynd. Interpol er á góðri leið með að bæta sér í hóp stærstu rokksveita þessara áratugar. 7. Lhasa De Sela: The Living Road Önnur plata ótrú- legrar söngkonu frá Mexikó. Hún eyðir tíma sínum líka í Bandaríkjunum og Frakklandi og syngur á öllum þremur tungumálum, og blandar tónlistarhefð- um þessara landa saman. Stúlkan er ekki orðin þrítug en hefur þroskaða, djúpa og sálarfulla rödd sem fær hárin á höndunum til þess að standa upprétt. Útsetningar eru svo stundum stórkost- lega útpældar og flottar. 8. Blonde Redhead: Misery Is a Butterfly Eftir lengstu útgáfu- þögn Blonde Redhead læddust þau aftan að okkur með sína mýkstu og fallegustu plötu. Áhrif frá Gainsbourg eru ýktari ef eitthvað er, og allt yfirbragð evrópskara en fyrr. Þau tryggðu svo áframhaldandi vinsældir hér á landi með stórkostlegum tónleikum í Austurbæ. 9. Death Cab for Cutie: Transatlantism Aðdáendur The O.C. ættu að kannast við þessa sveit, enda í upp- áhaldi hjá handritshöf- undum þáttanna. Gæti verið ástæðan fyrir því að Seth Coen nefnir hana í öðrum hverj- um þætti. Frábært, melódískt indípopp sem ætti að höfða til flestra. Af einhverjum undarlegum ástæðum náði ekkert lag af þessari plötu í útvarpsspilun hér á landi en núna er sveitin komin á samning hjá risa- útgáfu og þið getið því bókað að þið verð- ið meira vör við næstu plötu, sama hvort hún verði jafn góð eða ekki. 10. Nick Cave and the Bad Seeds: Abattoir Blues/ The Lyre of Orpheus Meistari Cave reif sig upp úr nokkurra platna lægð, og gerði sér lítið fyrir og henti út einni skotheldri tvöfaldri skífu. Fyrsta platan sem hann gerir eftir að gítar- leikarinn stórkostlegi Blixa Bargeld yfirgaf sveit hans, The Bad Seeds, og það virðist ekki skipta neinu máli. Cave hljómar ótrú- lega sálarfullur og hamingjusamur. Hreðjarnar eru líka komnar aftur á sinn stað, harðasta plata hans síðan Let Love In. 11. Morrissey: You Are the Quarry Meistari Morrissey skilaði af sér sinni bestu sólóplötu frá upphafi. Ótrúlegar lagasmíð- ar, og flekklaus söngur. Eina sem væri hægt að setja út á þessa plötu eru örlítið lamað- ar útsetningar sem hljóma sumar eins og þær séu komnar á síðasta söludag. Engu að síður var þetta ár Morrissey, og nokkur lög hér eiga eftir að lifa lengur en hann. 12. TV on the Radio: Desperate Youth, Blood Thirsty Babes Ein af þessum sveitum sem er frábær á plasti en virðist ekki virka á tónleikum. Var ekkert sérstök á Airwaves-hátíðinni í fyrra en frumraun þeirra er alveg mögnuð. Sveitin hefur einstakan hljóðheim þar sem allt virðist vera leyfilegt. 13. The Shins: Chutes Too Narrow Liðsmenn bandarísku sveitarinnar The Shins höfðu alla ástæðu til þess að brosa svona breitt í fréttatíma RÚV þegar þeir komu hingað á Airwaves-hátíðina, enda höfðu þeir átt afbragðsár. Önnur breiðskífa sveitarinnar skaffaði þeim fjölda nýrra að- dáenda í Evrópu sem og í heimalandi sínu. Frábær tónleikasveit með fáránlega gríp- andi lög. 14. Lali Puna: Faking the Books Þýska rafsveitin Lali Puna gerðist örlítið að- gengilegri með þessari plötu, en bara örlít- ið. Melódískari en fyrri verk. Sveitin, sem inniheldur m.a. gítarleikara Notwist, er einnig frábær á tónleikum. 15. Dizzee Rascal: Showtime Að mínu mati besta hiphop plata ársins. Dizzee er breskari en djúpsteiktur fiskur með frönskum í dagblaðspappír. Harður andskoti sem krefst virðingar, og er að öðl- ast hana í vaxandi mæli. 16. Franz Ferdinand: Franz Ferdinand Án efa spútnik ársins. Bretar hafa ekki hæpað upp sveit jafn mikið síðan Blur og Oasis kepptust um krúnuna. Fínasta popp- rokksveit sem skilaði af sér afbragðs frumraun. Vonandi er stakkur sveitarinnar bara ekki orðinn stærri en þeir sjálfir. Við komumst að því á næstu plötu. 17. The Streets: A Grand Don’t Come for Free Mike Skinner átti mjög erfitt verkefni fyrir höndum, enda frumraun hans ekki bara tímamót í bresku hiphoppi, heldur einnig skotheld frá upphafi til enda. Hann hélt höfði með annarri plötunni, þó svo að hún hafi nú kannski ekki alveg fellt jafn marga, jafn fljótt og sú fyrri. 18. The Cure: The Cure Ein besta rokksveit allra tíma gaf frá sér sæmilegustu plötu í ár en upptökustjórinn Ross Robinson, sem hefur bæði bestu verk At the Drive-In og Korn á ferilskrá sinni, var við stjórnvölinn. Besta plata The Cure frá því að Disintegration kom út árið 1989. 19. Elliott Smith: From a Basement on the hill Svanasöngur Elliott Smith en hann kláraði ekki plötuna áður en hann framdi sjálfs- morð, og hún ber þess merki. Engu að síð- ur stórkostlegt verk gert í mikilli sálarkvöl sem endaði með hörmungum. 20. The Libertines: The Libertines Þekktustu rónarnir í London gerðu hið óhugsanlega og skiluðu af sér frábærri plötu eftir handtökur, slagsmál og innbrot hver til annars. 21. The Fiery Furnaces: Blueberry Boat 22: Tom Waits: Real Gone 23. Stina Nordenstam: The World is Saved 24. Oneida: Secret Wars 25. Blood Brothers: Crimes 26. Snow Patrol: Final Straw 27. Pretty Girls Make Graves: The New Romance 28. Polly Paulusma: Scissors in my Pocket 29. The Zutons: Who Killed the Zutons? 30. Usher: Confessions 52 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Sendum viðskiptavinum okkar um land allt BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG FARSÆLT NÝTT ÁR. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. H l í ð a s m á r a 1 1 • 2 0 1 K ó p a v o g u r s : 5 1 7 - 6 4 6 0 • w w w . b e l l a d o n n a . i s 1. Björk - Medulla Björk sendi frá sér afar óvenjulega plötu þar sem raddir voru í aðalhlut- verki. Allt gekk fullkomlega upp og komu ferskir taktarnir manni í opna skjöldu í hverju laginu á fætur öðru. Niðurstaðan er besta plata ársins. 2. Tenderfoot - Without Gravity Hljómsveitin Tenderfoot sendi þessa plötu frá sér rétt fyrir jólin og kom verulega sterk inn. Órafmagnað sveita- poppið hitti mann í hjartastað og það var eins og maður svifi um á skýi. 3. Mugison - Mugimama is this Monkeymusic? Mugison lifir sig mikið inn í tónlist sína eins og heyra má á þessari frábæru plötu. Lög á borð við Tvo Birds og Murr murr voru framúrskarandi. 4. Hjálmar - Hljóðlega af stað Þessi sveit kom verulega á óvart í ár og sló algjörlega í gegn með sjóðheitu og tilfinningaríku reggíi. Eitthvað sem hentar Íslendingum vel í öllum kulda- bolanum. 5. Þórir - I Believe in This Þórir kom einnig eins og þruma úr heiðskíru lofti inn á íslenskan tónlistar- markað. Brothætt röddin í bland við rólegan kassagítarleik svínvirkaði þannig að maður hálfpartinn fann til með honum. Þarna má heyra Hey Ya í angurværri útgáfu og hið feykigóða Canada oh Canada. 6. Brain Police - Electric Fungus Rokkararnir í Brain Police sendu frá sér sína bestu plötu til þessa, mun heil- steyptari en þá sem á undan kom. Jenni söngvari sýndi og sannaði að þar er á ferð einn albesti rokksöngvari landsins. 7. Búdrýgindi - Juxtapos Önnur plata strákanna í Búdrýgindum var betri en sú fyrri, sem telst vera mjög góður árangur. Þeir félagar voru óhræddir við að prófa sig áfram og allt gekk það hikstalaust fyrir sig á Juxta- pos. 8. Quarashi - Guerilla Disco Fín plata með mörgum öflugum lög- um. Tiny mætti tilbúinn til leiks og rappaði í anda læriföður síns Eminem. 9. Jan Mayen - Home of the Free Indeed Skemmtileg plata frá þessari nýju rokk- sveit. Flottur gítarleikur kryddaði út- komuna rækilega og greinilegt að mik- il spilagleði er þarna á ferðinni. 10. Slowblow - Slowblow Þunglyndislegt popp Slowblow er alltaf jafnheillandi og nýja platan þeirra var þar engin undantekning. Góð tónlist til að halla sér aftur við og slappa algjörlega af. Fjölbreytt og gott tónlistarár Íslenska tónlistarárið var bæði fjölbreytt og gott að mati Freys Bjarnasonar. Margar fyrirtaksplötur komu út og fer hér listi yfir þær 20 merkustu. Á eftir koma: 11. Ske - Feelings Are Great, 12. Bubbi - Tvíburinn, 13. Hermigervill - Lausnin, 14. Ragnheiður Gröndal - Vetrarljóð, 15. Singapore Sling - Life is Killing My Rock’n Roll, 16. Eivör Pálsdóttir - Eivör, 17. Jón Ólafsson - Jón Ólafsson, 18. Múm - Summer Make Good, 19. Andlát - Mors Longa, 20. Brúðarbandið - Meira! Uppgötvanir ársins 2004 Birgir Örn Steinarsson telur upp það besta af því sem var fjallað um á síðum Fréttablaðsins á liðnu ári. M ér hefur fundist ég veraóvenju jákvæður þettaárið. Áður en ég fór í það verkefni að hlusta aftur yfir þær plötur sem voru gefnar út á árinu var ég að velta því fyrir mér hvort ég væri mögulega að verða linur. Hvort ég væri mögu- lega orðinn svona gífurlega hrif- næmur að ég væri byrjaður að tárast yfir hvaða gargi sem er, eins lengi og það væri einlægt? En nei, árið 2004 var einfald- lega stórkostlegt tónlistarár sem einkenndist af sálarfullri, beittri og hnitmiðaðri snerpu. Ungu poppararnir héldu sig við sömu formúlu og The Neptunes upp- götvuðu í hittiðfyrra og komu sér fyrir á miðju vegarins. Gáfu þannig fjöldanum öllum af áhugaverðum tónlistarmönnum færi á að skjótast framhjá sér. Vinsælasta hiphoppið bar flest allt stílbragð Eminem og Dr. Dre, enda þeir með sína löngu putta ofan í flestum pottum þar. Það er mikið rafmagn í loftinu, tími fyrir breytingar, og greini- leg kynslóðaskipti að eiga sér stað. Það var erfitt að gera þennan lista, allar plöturnar á listanum eru framúrskarandi góðar og vel þess virði að kynna sér. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.