Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 64

Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið JA B3F á númerið1900 og þú gætir unnið. 2 X bíómiðar á 99kr.- 9. hver vinnur 99 kr/skeytið Gle›ilegt nýtt ár Opnum á nýju ári þriðjudaginn 4. janúar. Lokað mánudag. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sálfræðingar hafa lengi gamnaðsér við að flokka mannkynið nið- ur í mismunandi hópa. Til eru inn- hverfir og úthverfir einstaklingar, bjartsýnismenn og bölsýnismenn og fólk sem stjórnast af vinstra heila- hvelinu og fólk sem stjórnast af hægra heilahvelinu, en því fólki má auðvitað ekki rugla saman við hægrimenn og vinstrimenn eða framsóknarmenn sem stjórnast af hvorugu heilahvelinu heldur af til- viljanakenndu samspili erfðavísa og efnahags, uppeldis og fjölskyldu- hefða. Einfaldara er þó að skipta mönnum sálfræðilega niður í þrjá hópa eftir því hvernig þeir hegða sér á gamlársdag. (Rétt er að taka fram að þessi einfalda flokkun nær aðeins til karla því að sálarlíf kvenna er því miður jafn flókið á gamlársdag sem aðra daga – ef ekki flóknara.) RAKETTUMAÐURINN er ein- staklingur sem erfitt er að sálgreina aðra daga ársins. En þegar maður sér þennan mann sem varla tímir að bjóða tengdamóður sinni í mat þjóta fram og aftur og skjóta upp risarak- ettum sem hver um sig kostar meira en kíló af nautasteik er ljóst að í innsta eðli sínu óskar rakettu- maðurinn einskis frekar en kasta af sér viðjum hins bælda meðaljóns og skjóta sál sinni upp á stjörnuhimin- inn til að fá að ljóma um stund í öll- um regnbogans litum. TÍVOLÍBOMBARINN er ekki jafnflókin sál og rakettumaðurinn og líkast til í betra jafnvægi dags daglega. Honum nægir að ganga hreint til verks og framkalla hávaða og eld á tiltölulega einfaldan hátt. Hann er einbeittur og hugumstór eins og góður hermaður í réttlátu stríði í þágu friðarins og fæst ekki um það þótt þessi iðja sé lífshættu- leg og ávinningurinn óljós. STJÖRNULJÓSAMAÐURINN er skuggaleg týpa. Margir sem fara mikinn aðra daga ársins fella grím- una á gamlárskvöld og verða upp- vísir að því að óttast hávaða, eld og sprengingar. Þessir aðilar hafa aldrei fullorðnast sem sjá má af því að þeir standa gjarna afsíðis og horfa á stjörnuljós með aulalegt hamingjuglott á vörum. Og þegar þeir skála fyrir nýju ári má gera ráð fyrir því að það sé sódavatn í glösum þeirra. GLEÐILEGT ÁR! ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Gamlársdags- sálfræði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.