Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 2
SPURNING DAGSINS „Mér finnst mínar skoðanir svo góðar að ég er sannfærð um að ég sé alltaf í meirihluta.“ Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstri- grænna og friðarsinni, en ný könnun sýnir að 84 prósent landsmanna eru á móti því að Ísland sé í hópi hinna „staðföstu þjóða“ sem réðust inn í Írak. Katrín, er það skrítin tilfinning að hafa meirihlutaskoðun? 2 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Manndrápsákæra á hendur Hákoni Eydal þingfest: Játar að hafa slegið og kyrkt Sri DÓMSMÁL Hákon Eydal sagðist hafa svipt Sri Rahmawati lífi þegar manndrápsákæra á hendur honum var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Sri var fyrrverandi sambýliskona Há- konar. Í ákærunni segir að Hákon hafi að morgni sunnudagsins fjórða júlí veist að Sri, slegið hana fjögur högg í höfuðið með kúbeini þannig að hún hlaut lífs- hættulega höfuðáverka. Þá er hann sagður hafa vafið taubelti þrívegis um háls Sri og þrengt að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Hákon tók afstöðu til ákærunnar og sagðist hafa svipt Sri lífi en hann sagðist hvorki muna hvort hann sló hana fjórum sinnum eða sjaldnar í höfuðið með kúbeininu né hversu oft hann þrengdi að hálsi hennar með beltinu. Hákon mótmælti ekki nærri 22 milljóna króna skaðabóta- kröfu sem börn Sri krefja hann um. Hákon er hins vegar ósáttur við niðurstöðu geðrannsóknar sem gerð hefur verið. Hann vill að dómkvaddir matsmenn fram- kvæmi aðra geðrannsókn þar sem sú niðurstaða geti spilað veigamikinn þátt í málinu. Hákon er talinn sakhæfur. Milliþinghald verður haldið 20. janúar. - hrs Sýkta svæðið ennþá ógirt og opið öllum Enn hefur ekki verið hægt að girða af miltisbrandssýkta svæðið á jörðinni Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd vegna andstöðu landeigenda. Þeir fá nú viku- frest en eftir það verður girt, enda um stjórnvaldsskipun að ræða. MILTISBRANDUR Eigendur eyðibýlis- ins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltis- brandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arn- ar Guðmundssonar héraðsdýra- læknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmál- inu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. „Forkastanlegt,“ sagði Hafsteinn Snæland, íbúi í Vogum, um stöðuna. „Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girð- ingar og það hefur ekki enn orðið samkomulag um þær,“ sagði Gunn- ar Örn. „Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannar- lega á. Þeir voru innan rafmagns- girðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru land- eigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta.“ Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinn- una, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strand- að á landeigendum. Landbúnaðar- ráðuneytið myndi kosta girðing- una og uppsetningu hennar. „Það er í rauninni stjórnvalds- skipun að þetta verði gert. Við ætl- uðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur,“ sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist. „Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk,“ sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættu- legt fyrir grasbíta. jss@frettabladid.is Norðurland: Vægir eftirskjálftar JARÐSKJÁLFTAR Nokkrir vægir jarð- skjálftar urðu aust-suðaustan af Grímsey í gærdag. Stærsti skjálft- inn mældist um 3,2 á Richter- kvarða en flestir voru skjálftarnir á bilinu 1,5 til 2,5 á Richter. Íbúar í Grímsey munu ekki hafa fundið fyrir skjálftanum en sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þurfi skjálftinn að vera um fimm stig á Richter á hafi ef hans á að verða vart á landi. Á miðvikudag mældist einn skjálfti 5,5 á Richter og urðu íbúar víða á Norðurlandi hans varir. Samkvæmt Veðurstofu myndaðist ekki flóðbylgja vegna jarðskjálftans. - bs Stjórnendur SÍF: Fara fram á lögbann VIÐSKIPTI Stjórnendur SÍF ætla að fara fram á að lögbann verði sett á starfsemi nýstofnaðs félags sem stefnir á samkeppni við SÍF í sölu á saltfiski. Að nýja félaginu stend- ur hópur fyrrverandi starfs- manna SÍF. SÍF segir að í ljósi skuldbind- inga starfsmannanna við félagið hafi verið farið fram á lögbann á starfsemi hins nýja félags þar sem starfsmennirnir brjóti gegn ráðningarsamningum sínum. Í frétt frá SÍF kemur einnig fram að stjórnendur telji að fyrr- verandi starfsmenn félagsins hafi notað eigur og trúnaðarupplýsing- ar hjá SÍF til þess að undirbúa stofnun hins nýja félags. SÍF hef- ur því farið fram á lögreglurann- sókn vegna þessara þátta. - hh ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KONA FLUTT Á SJÚKRAHÚS Klippa þurfti farþega úr bíl á Ak- ureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagð- ur inn en er ekki alvarlega slas- aður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir ann- an þegar hann ók af Þórunnar- stræti að innkeyrslu sjúkrahúss- ins. Ökumenn sluppu ómeiddir. UPP ÚR RÁSUM GÖTUNNAR Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Foss- heiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Foss- heiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. At- vikið varð klukkan tuttugu mín- útur í tólf í gær. Fyrrverandi formaður Leigjendasamtakanna: Kærður til lögreglu KÆRA Stjórn Leigjendasamtak- anna hefur ákveðið að kæra Guðmund St. Ragnarsson, fyrr- verandi formann samtakanna, til ríkislögreglustjóra. Í fréttatilkynningu frá Þórði Karli Jónssyni, formanni sam- takanna, segir að Guðmundur St. sé kærður vegna gruns um fölsun á ársreikningi samtak- anna, þjófnað á eigum og fjár- dráttar. Einnig er hann sakaður um að hafa villt á sér heimildir gagnvart félagsmálaráðuneyt- inu varðandi styrki sem og að hafa í heimildarleysi keypt af fyrirtækjum á kostnað samtak- anna. Guðmundur segist vísa þess- um ásökunum algjörlega á bug, öllum atriðum kærunnar. „Ég áskil mér allan rétt til að höfða meiðyrðamál gagnvart þeim sem bera þessar ásakanir,“ segir Guðmundur. - th GREIÐ LEIÐ Menn og skepnur eiga greiða leið heim að Sjónarhóli, eins og sést á myndinni. Hliðið í heimreiðinni er opið og girðingar sem eru afar lélegar liggja sums staðar niðri. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM HÁKON EYDAL Segist ósáttur við niðurstöðu geðrann- sóknar. Hann er talinn sakhæfur. Atkvæði um kjarasamning sjómanna og LÍÚ talin: Sjómenn samþykkja umdeildan samning KJARAMÁL Sjómenn hafa sam- þykkt kjarasamning við Lands- samband Íslenskra útvegs- manna. Alls 57,6 prósent sjó- manna samþykktu samninginn en 42,4 prósent þeirra höfnuðu honum. „Þetta er niðurstaða,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Það fer ekkert milli mála að þessi samningur er umdeildur. Ég skil alveg menn sem hafa efasemdir um einhverja þætti enda eru miklar breytingar í þessum samningi. Það þætti samt eitthvað í kosningum ef það væri fimmtán prósenta munur milli lista.“ Atkvæði voru talin sameigin- lega hjá Sjómannasambandi Ís- lands, Alþýðusambandi Vest- fjarða og Farmanna- og fiski- mannasambandi Íslands í gær. Á kjörskrá voru 3.505 manns og atkvæði greiddu 1.513 eða 43,2 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 17 eða 1,1 prósent. Sævar segist þokkalega sáttur við þátt- tökuna í atkvæðagreiðsluna samanborið við þátttöku hjá öðr- um stéttarfélögum. - th Farþegafjöldi Leifsstöðvar: Spá mikilli aukningu SAMGÖNGUR Ný spá gerir ráð fyrir að fjöldi farþega sem fer um Leifs- stöð muni tvöfaldast á næstu tíu árum. Breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bret- landi og víðar, gerði spána. Sam- kvæmt henni eykst fjöldi farþega úr 1,6 milljónum á árinu 2004 í 3,1 milljón á árinu 2015. Við gerð spár- innar er meðal annars horft til hag- vaxtar á Íslandi, fargjalda, mark- aðssóknar og vinsælda Íslands sem áningarstaðar ferðafólks. Umfangsmiklar framkvæmdir hafa verið við Leifsstöð undanfar- in ár. Á þessu ári verður fram- kvæmt fyrir 1,5 milljarða króna. Meðal þess sem gert verður er að norðurbyggingin verður stækkuð til suðurs til að auka rými fríhafn- arverslunar og auka athafnasvæði farþega. - th SÆVAR GUNNARSSON Formaður Sjó- mannasambands Íslands segist fagna því að samningur við Landssamband íslenskra útvegsmanna skuli hafa verið samþykktur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.