Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005 30 Alfie Rottentomatoes.com 48% = Rotin Imdb.com 6.0/10 Metacritic.com 49/100 Entertainment Weekly B- Taxi Rottentomatoes.com 9% = Rotin Imdb.com 3,8/10 Metacritic.com 27/100 Entertainment Weekly D Old Boy Rottentomatoes.com 64% = Fersk Imdb.com 8,6/10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) The Incredibles „Tölvunördarnir hjá Pixar toppa sig með frábærri teiknimynd sem býður upp á allt sem þarf að prýða góða bíómynd. Hraði, spenna, létt grín, skemmtilegar persónur og glæsilegt útlit gera The Incredibles að einni allra bestu mynd síðasta árs.“ ÞÞ Ocean’s Twelve „Ocean’s Twelve gerir meira út á grín en spennu og léttir og góðir sprettir halda manni ágætlega við efnið á milli þess sem maður getur dáðst að Róm. Það leynir sér líka ekki að leikararnir hafa skemmt sér konunglega við gerð myndarinnar og galsinn er smitandi þannig að ránin verða aukaatriði. Áherslan er á persónurnar og létt flipp sem er gott mál.“ ÞÞ Í takt við tímann „Með allt á hreinu stendur enn ómenguð af Í takt við tímann sem ætti í flestum tilfellum að laða fram nógu mörg bros til að fólk fyrirgefi Stuð- mönnum uppátækið.“ ÞÞ Íslenska sveitin „Íslenska sveitin er á köflum mjög smart, skemmti- lega tekin en er fyrst og fremst skemmtileg heim- sókn til Íslendinga í byssuleik og þeir eru vitaskuld mátulega sveitalubbalegir eins og við er að búast.“ ÞÞ The Polar Express „Sagan sem hér er sögð er einföld og sígild og það má segja að hér sé boðið upp á tæknivætt til- brigði við gamalt stef þar sem rauði þráður mynd- arinnar er mikilvægi þess að finna hinn sanna anda jólanna innra með sér og skynja friðinn og gleðina sem fylgir hátíðinni.“ ÞÞ Open Water „Myndin er alls ekki gallalaus en eftir stendur samt frumleg saga sem á köflum er bæði hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg.“ EÁ Bad Santa „Sérstaklega skemmtileg og hressandi svört kómedía fyrir þá sem hafa vott af gálgahúmor. Billy Bob Thornton fer á kostum sem drykkfelldur jólasveinn, svarti dvergurinn Tony Cox sýnir stórleik sem jólaálfur og Lauren Graham leikur vergjarna gyðingastelpu með blæti fyrir jólasveinum. Hittir beint í mark.“ EÁ Bridget Jones: The Edge of Reason „Framhaldið er heldur þunnt enda reynt að byggja á sama söguþræði og í síðustu mynd með smá ferðalagi til annarra landa. Leikararnir standa þó fyrir sínu og sumir brandarar virka ágætlega – þótt margir þeirra hafi verið fyrirséðir hálfa myndina.“ KH [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Sendu SMS skeytið JA TBF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKU R Vinningar eru miðar á myndina TAXI, DVD myndir og margt fleira. Bíómiði á 99 kr? 9. HVER VINNUR! Í B ÍÓ 6 .J AN . Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Rómantíska gamanmyndin Alfie verður frumsýnd í kvikmynda- húsum hérlendis í dag. Alfie er endurgerð samnefndrar breskrar myndar frá árinu 1966 með Michael Caine í aðalhlutverki. Í þetta skiptið er það enginn annar en hjartaknúsarinn Jude Law sem fer með aðalhlutverkið. Hann var nýverið kjörinn kyn- þokkafyllsti maður ársins af tíma- ritinu People og mætti því ætla að hann væri kjörinn í hlutverki kvennabósans Alfie. Myndin gerist í New York og fjallar um bílstjórann Alfie sem talar við myndavélina á sama tíma og hann dregur konur borg- arinnar á tálar. Hann þarf loks að endurskoða líf sitt þegar hann neyðist til að takast á við glund- roðann sem hann hefur skapað með kvennafari sínu. Þær Marisa Tomei og Susan Sarandon fara með hlutverk kvenna sem Alfie táldregur í myndinni en einnig kemur þar við sögu leikkonan Sienna Miller, unnusta Law. Kynntust þau einmitt við tökur á myndinni og hafa nú trúlofað sig. Leikstjóri Al- fie er Charles Shyer, sem áður hefur m.a. leikstýrt Baby Boom og Father of the Bride 2. ■ Jimmy Fallon úr Saturday Night Live-þáttunum fer með sitt fyrsta aðalhlutverk í Hollywood-mynd í Taxi sem verður frumsýnd í dag. Taxi, sem er byggð á franskri samnefndri mynd eftir handriti Luc Besson, fjallar um klaufskan lögreglumann í New York (Fallon) sem setur flest sem hann kemur nálægt á annan endann. Hann sest í leigubíl hjá hinum hraðskreiða bílstjóra Belle (Queen Latifah) eftir að hann fréttir af bankaráni í grenndinni og framhaldið verður heldur betur æsilegt. Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen fer með hlut- verk eins bankaræningjans og er þetta frumraun hennar á hvíta tjaldinu. Leikstjóri Taxi er Tim Story sem áður leikstýrði Barber- shop. ■ LAW ER ALFIE Jude Law í hlutverki sínu í Alfie. Kvennabósinn Alfie TAXI Jimmy Fallon og Queen Latifah í hlutverkum sínum í Taxi. Klaufsk lögga í leigubíl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.