Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 4
4 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Deilendur á Srí Lanka: Dvínandi friðarlíkur COLOMBO, AP Litlar líkur eru á að friður milli stjórnvalda á Srí Lanka og tamíl-tígranna verði til langframa. Íbúar Srí Lanka höfðu vonast til þess að hamfarirnar við Indlandshaf yrðu til þess að ríkis- stjórnin og skæruliðasamtökin Frelsistígrar Tamíl Eelam semdu frið sín á milli. Þeir slíðruðu sverðin á meðan þeir aðstoðuðu fórnarlömb flóðbylgjunnar og tamíl-tígrar gáfu meðal annars blóð til hjálpar þeim sem slösuð- ust. Deilendurnir eru nú farnir að saka hver annan um nísku og tamíl-tígrar segja stjórnvöld ekki dreifa neyðaraðstoð jafnt til þeirra sem á henni þurfa að halda. Styr hefur staðið milli tamíl-tígra og stjórnarinnar í rúma tvo ára- tugi og alls hafa 65 þúsundir manna legið í valnum, en undan- farin þrjú ár hefur ríkt vopnahlé. Litlar líkur eru á að vopnahléið verði rofið en vonir almennings, sem er orðinn langþreyttur á átökunum, um langvarandi frið fara minnkandi. ■ JAKARTA, AP Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segir að þjóðir sem hafa lofað fé til hjálpar- og uppbygg- ingarstarfs við Indlandshaf verði að efna loforð sitt sem fyrst. Þjóðarleiðtogar hvaðanæva úr heiminum hittust í Jakarta, höfuð- borg Indónesíu, í gær og ræddu hvaða úrræði væru best til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum flóðbylgjunnar á Indlandshafi og hvernig mætti hugsanlega koma í veg fyrir aðrar eins hörmungar. Um 250 milljarðar króna hafa safnast um allan heim vegna ham- faranna og ræddu leiðtogarnir um skilvirkustu leiðirnar til að koma neyðargögnum til þeirra sem skortir mat og húsnæði. „Hamfar- irnar voru svo miklar og gengu svo hratt yfir að við erum enn að reyna að átta okkur á ástandinu,“ sagði Annan. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir afar mikilvægt að sjá íbúum svæðisins fyrir hreinu drykkjar- vatni og öðrum björgum ekki seinna en í þessari viku ef það á að koma í veg fyrir að farsóttir gjósi upp og verði enn fleirum að falli. Talið er að 140 þúsund manns hafi þegar látið lífið í hörmungunum og talsmenn Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telja annan eins fjölda í hættu ef farsóttir ganga. Þeir segja að læknar og hjúkrunarfólk hafi þeg- ar tekist að afstýra miklum hörm- ungum með því að halda farsótt- um í skefjum en hættan sé hvergi nærri liðin hjá og eftir því sem tíminn líður aukist líkurnar á sjúkdómum sem berast með vatni og að malaría og beinbrunasótt taki sig upp. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja að óþrifnaður í flóttamannabúðum sé mikil heilsufarsógn en talið er að þrjár til fimm milljónir manna búi í flóttamannabúðum. Þá hétu fundarmenn því að koma upp viðvörunarbúnaði fyrir flóðbylgjur við Indlandshaf eins og gert hefur verið á Kyrrahafi en ekki var tekin ákvörðun um hvernig skyldi staðið að því. ■ Landssöfnun í næstu viku Neyðarhjálp úr norðri FLÓÐBYLGJAN Samstarfshópur ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana undirbýr nú landssöfnun til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Asíu. Söfnunin hefst á mánudag en nær hámarki með sjónvarpsút- sendingu laugardaginn 15. janúar. Verndari og talsmaður söfnunar- innar verður Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti Íslands. Söfnunin fer fram undir kjör- orðunum Neyðarhjálp úr norðri. Landsmönnum gefst kostur á að hringja í söfnunarsíma alla næstu viku og einnig verður safnað í Smáralind og Kringlunni á föstu- dag og laugardag. ■ MATARSENDING Bandaríkjaher færir fórnarlömbum í Banda Aceh matvæli. Matvælaaðstoð SÞ: Milljónir þurfa aðstoð RÓM, AP Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna þarf 1,6 milljarða króna til að brauðfæða rúmlega tvær millj- ónir manna á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu næsta hálfa árið. Um 1,2 milljörðum króna yrði varið til að kaupa 169 þúsund tonn af mat- vælum en það kostar um 400 millj- ónir að koma matvælaaðstoðinni til þeirra sem á henni þurfa að halda. Stofnunin segir að um ein millj- ón Indónesa þurfi á matvælaaðstoð að halda, 750 þúsund í Srí Lanka, 50 þúsund á Maldíveyjum og um 200 þúsund á öðrum svæðum. Aðstoð til þeirra sem misstu fjölskyldu eða heimili sín mun ganga fyrir. ■ ■ FLÓÐBYLGJAN Íslendingar í Asíu: Allir fundnir heilir á húfi FLÓÐBYLGJAN Íslendingurinn sem ekki hafði spurst til í Taílandi eft- ir hamfarirnar er fundinn. Haft hefur verið upp á öllum sem sakn- að var. Pétur Ásgeirsson, stjórnandi neyðarvaktar utanríkisráðuneyt- isins, segir að hvorki sé talið að Íslendingar hafi látist né slasast af völdum flóðbylgjunnar sem skall á ströndum Suðaustur-Asíu. Utanríkisráðuneytið leitaði ríf- lega sextíu manns. Flestir fundust strax en nokkra daga tók að hafa uppi á fjölskyldu á Balí og sjö Ís- lendingum í Taílandi. - gag KAUP Gengisvísitala krónunnar 113,36 -0,07% Bandaríkjadalur 62,87 63,17 Sterlingspund 117,66 118,24 Evra 82,84 83,30 Dönsk króna 11,13 11,20 Norsk króna 10,04 10,10 Sænsk króna 9,18 9,23 Japanskt jen 0,60 0,60 SDR 95,65 96,23 SALA GENGI GJALDMIÐLA 06.01.2005 GENGIÐ Bandaríkjaher gagnrýndur: Sagður hamla hjálparstarfi BANDA ACEH, AP Talsmenn hjálpar- starfs Sameinuðu þjóðanna sem hafa yfirumsjón með hjálpar- starfi á indónesísku eyjunni Súmötru segja að bandaríski her- inn á svæðinu hafi lítil samskipti við aðrar hjálparsveitir og það bitni á hjálparstarfinu. Þeir segja að Bandaríkjamenn komi ekki mikilvægum upplýs- ingum til annarra hjálparsveita sem eiga því erfiðara með að koma neyðargögnum til nauð- staddra. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna gagnrýna herinn meðal annars fyrir að upplýsa ekki hvers konar neyðargögnum þeir hafa komið til skila og hvert. ■ Heimild: Seðlabanki Íslands FLÓTTAMANNABÚÐIR Fjögurra ára gömul stúlka og móðir hennar fá mat í flóttamannabúðum í Andaman í Indlandi. Talið er að þrjár til fimm milljónir manna hafist við í flóttamannabúðum á flóðasvæðinu. Annan brýnir þjóðir til að efna loforðin Þjóðarleiðtogar hvaðanæva að hittust í Jakarta í gær og ræddu hamfarirnar við Indlandshaf. Kofi Annan brýndi fyrir mönnum að efna gefin loforð. Talið er að 140 þúsund hafi dáið. Óttast að talan tvöfaldist ef farsóttir brjótast út. HERMAÐUR Flóðasvæðin skoðuð. SENDIHERRA VIKIÐ ÚR STARFI Janos Vandor, sendiherra Ung- verjalands í Taílandi, hefur verið vikið úr starfi fyrir að gera ekki hlé á fríi sínu í Ungverjalandi eftir að hamfarirnar dundu yfir. Tuga ungverskra ferðamanna var saknað fyrstu dagana. Vandor sagðist ekki hafa getað gert hlé á fríi sínu þar sem hann hafi verið að undirgangast læknismeðferð. SÁDI-ARABAR ÞREFALDA FRAM- LAG SITT Sádi-Arabar þrefölduðu framlag sitt til hjálparstarfs í Asíu í landssöfnun sem ríkis- stjórnin skipulagði í gær. Á fyrstu þremur klukkustundunum söfnuð- ust rúmlega 300 milljónir króna auk þess sem margir gáfu fatnað og teppi handa bágstöddum. FRÁ SRÍ LANKA Íbúar landsins eru lang- þreyttir á átökum og vonuð- ust til að deilendur slíðruðu sverðin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.