Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 12
12 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR SYRGIR SON SINN Makgatho Mandela sonur Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður - Afríku, lést í gærmorgun. Mandela tilkynnti á blaðamannafundi að banamein hans hefði verið alnæmi. TOGSTREITA Tölvubréf til forstjóra Fjarðaáls hefur farið sem eldur í sinu um Austurland síðustu daga. Í bréfinu, sem undirritað er af „Íbúa Fjarðabyggðar,“ er forstjór- anum sagt upp störfum en brott- rekstrarsökin er ákvörðun hans að setjast að á Egilsstöðum en ekki í Fjarðabyggð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, að vitað væri hver rit- aði bréfið en í því er m.a. ýjað að mengunarhættu frá væntanlegu álveri. „Ég svaraði bréfritara með kurteisum hætti og fullvissaði hann um að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mengunarhættu þar sem Fjarðaál verður eitt allra fullkomnasta álver í heimi hvað varðar umhverfismál. Þetta bréf einkennir ekki þá reynslu sem ég hef haft af Fjarðabyggð og fólk- inu þar. Móttökur við fyrirtækið og mig hafa verið mjög góðar og kraftur og jákvæðni einkennir samfélagið,“ sagði Tómas. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar sagði um bréfið: „Það er lélegt að senda svona nafnlausan tölvupóst manna í millum og hittir að lokum sendandann.“ kk@frettabladid.is Kvaðir á inneignar- nótum skapa vanda Margvíslegar kvaðir á inneignarnótum í verslunum geta sett neytendur í vanda, segja Neytendasamtökin. Sumir kaupmenn iðki að setja stuttan gildistíma á nóturnar og neiti jafnvel að taka þær og gjafakort gild á útsölum. VIÐSKIPTI Inneignarnótur í versl- unum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikil- vægt að neytendur séu meðvit- aðir um rétt sinn. „Kaupmenn hafa sett tíma- mörk á inneignarnótur og gjafa- kort fólks. Dæmi eru um að gild- istími sé aðeins tveir mánuðir,“ sagði Sesselja. „Þegar kaupand- inn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að sam- þykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaup- anda.“ Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupand- inn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inn- eignarnótur, auk þess sem marg- ir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. „Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem til- einka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði.“ Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtak- anna með mál varðandi inneign- arnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neyt- endasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglun- um væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu. jss@frettabladid.is Fljótsdalshérað: Sex nýir stjórnendur SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið hverjir verða ráðnir í sex ný stjórn- unarstörf hjá sveitarfélaginu. Bæj- arstjórn var ekki einhuga í afstöðu sinni en meirihlutinn ákvað að ganga til samninga við eftirtalda: Guðlaug Sæbjörnsson, í starf fjár- málastjóra, Helgu Guðmundsdótt- ur, í starf fræðslufulltrúa, Karenu Erlu Erlingsdóttur, í starf menn- ingar- og frístundafulltrúa, Óðinn Gunnar Óðinsson, í starf verkefnis- og þróunarstjóra, Skarphéðinn Smára Þórhallsson, í starf héraðs- fulltrúa og Önnu Björk Hjaltadótt- ur, í starf umhverfisfulltrúa. - kk MIKIÐ TJÓN Óboðnir gestir brutust inn í hesthús í Mos- fellsbæ og höfðu á brott með sér mikið magn af verðmætum reiðtygjum. Sverrir Jóhannsson, eigandi hesthússins, varð fyrir tilfinnanlegu tjóni. Innbrot í hesthús: Milljóna króna tjón LÖGREGLUMÁL Ekkert hefur enn spurst til mikils magns af reið- tygjum sem stolið var úr hesthúsi í Reykjahlíð í Mosfellsbæ skömmu fyrir áramót. Að auki var stolið talsverðu af tækjabúnaði sem notuð eru til umhirðu hrossa, svo sem járningaráhöldum og tannröspum. Reiðtygin, og annað það sem stolið var, eru sögð vel á aðra milljón króna virði. Eigandi hesthússins, Sverrir Jóhannsson, sagði að sparkað hafði verið upp hurð til að komast inn í húsið. Hann sagði að um til- finnanlegt tjón væri að ræða og hefur heitið þeim verðlaunum sem getur gefið einhverjar vís- bendingar um hvað varð af reið- tygjunum. Sverrir beinir því til fólks að vera á verði sé verið að bjóða því mikið magn af notuðum reiðtygjum til sölu. - jss                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   ÚTSÖLUR Neytendasamtökin brýna fyrir fólki að vera meðvitað um rétt sinn til notkunar á gjafakort- um og inneignarnótum, sem margir hyggjast ráðstafa eftir jólin, ef til vill á útsölum sem nú eru að fara í fullan gang. TÓMAS MÁR SIGURÐSSON Forstjóri Fjarðaráls fékk nafnlaust bréf í tölvupósti þar sem honum er sagt upp upp störfum. Vaxandi hrepparígur vegna álversframkvæmda á Austurlandi: Álforstjóri fær það óþvegið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.