Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 10
10 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR BJÖRGUNARSTARF Í ACEH Bandarískur hermaður heldur á ungum dreng sem fannst heill á húfi í Aceh-heráði á Súmötru. Hækkun þjónustugjalda étur upp hækkun bóta almannatrygginga: Ríkisvaldið seilist í vasa öryrkja HEILBRIGÐISMÁL Ríkisvaldið seilist í vasa öryrkja þegar bornar eru saman hækkanir á lækningagjöld- um annars vegar og bótum al- mannatrygginga hins vegar, segir Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands. „Mér virðist sem hækkun komu- gjalda á heilsugæslustöðvar sé um 12-16%,“ sagði Arnþór. „Bætur al- mannatrygginga hækka um 3,5% og frítekjumarkið um 5%. það er því augljóst að nokkuð er verið að skerða hlut þeirra sem þurfa á læknisaðstoð að halda. Auðvitað munar þá lífeyrisþega, sem hafa lítið annað en bætur almannatrygg- inga, mest um slíkar hækkanir. Því hefur verið haldið fram, að þessi gjöld hafi ekki hækkað um nokkurt skeið. En þá ber að líta á að sátt hefur verið um að halda þeim frekar í lágmarki og þegar á annað borð þarf að gera verð- breytingar er óeðlilegt að þær séu meiri en nemur verðbólgunni hverju sinni og hækkunum bót- anna.“ Arnþór benti á að þegar aðrar hækkanir í heilbrigðiskerfinu væru skoðaðar kæmi í ljós að gjöld fyrir ýmsar aðgerðir og sjúkraakstur hækki mun minna. „Það er því svo að mesti skell- urinn af þessum hækkunum lend- ir á lífeyrisþegum eins og jafnan þegar hagræða þarf í heilbrigðis- kerfinu,“ sagði Arnþór. jss Stjórnvöld óviss um hag af skattaívilnun Stjórnvöld telja óljóst hvort skattaívilnanir gagnvart skipaflutninga- fyrirtækjum skapi íslenskum farmönnum störf. Samtök atvinnulífsins segja að án reglubreytinga leggist íslensk kaupskipaútgerð af. FLUTNINGASKIP Stjórnvöld segja að einhverjar vikur taki að ákveða hvort réttlætanlegt sé að ívilna hér- lendum skipaflutningafyrirtækjum. Óljóst sé hvort sambærilegar regl- ur og tíðkist í nágrannalöndunum skapi íslenskum farmönnum störf. Það sé í skoðun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki undan því vikist að samræma regl- urnar. Verði það ekki gert sé tekin ákvörðun um að leggja íslenska kaupskipaútgerð niður. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir rétt að tryggja störf íslenskra stétta eins og kostur sé hverju sinni: „En málið er hins veg- ar mjög snúið og þess vegna hefur það verið til sérstakrar skoðunar hjá okkur. Ekki er hlaupið að því að finna lausn sem hentar.“ Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir að þrátt fyrir sérreglur í nágranna- löndunum um kaupskip hafi sýnt sig að störf þarlendra sjómanna hafi ekki verið tryggð. „Allt snýst þetta um hvort taka eigi upp ríkisstyrki fyrir útgerðir sem standa vel fjárhagslega eftir því sem best er vitað,“ segir Baldur. „Reynslan sýnir að þrátt fyrir kaup- skipaskrár sem settar hafa verið upp í nágrannalöndunum hefur hlutfall erlendra farmanna farið vaxandi í þeim löndum af ýmsum ástæðum.“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir sigl- ingar kaupskipa vera alþjóðlega starfsemi: „Þegar staðan er þannig að öll önnur lönd í okkar heimshluta búa sínum kaupskipaútgerðum til- tekin starfsskilyrði, þá annaðhvort laga íslensk stjórnvöld sig að því og búa íslenskum útgerðum sam- keppnishæf starfskilyrði eða út- gerðirnar verða einfaldlega að flytja sig annað.“ Áhafnir tveggja skipa Samskipa verða skráðar í Færeyjum í lok mánaðarins. Forsvarsmenn Eim- skips og Samskipa segja að séu áhafnir einu sinni skráðar erlendis þurfi meira en sambærilegt um- hverfi til að þær verði færðar aftur heim. Spurður um hvort stjórnvöld séu að renna út á tíma, svarar Sturla því til að skipafélögin skrái skip alla daga ársins. Ákvarðanir félaganna séu ekki óbreytanlegar. gag@frettabladid.is Strætó bs.: F-listi vill engin gjöld SAMGÖNGUR F-listinn vill að strætis- vagnafargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja verði felld nið- ur. F-listinn lagði fram tillögu þessa efnis í borgarráði í gær en henni var vísað frá. Vísaði meiri- hlutinn til álits stjórnar Strætó bs. um að niðurfelling fjargjalda leiddi ekki til aukinnar nýtingar almenn- ingssamgangna. Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi F-listans, segir að afgreiðsla málsins í borgarráði sé mikil von- brigði og lýsi uppgjöf R-listans gagnvart því mikilvæga samfélags- og umhverfismáli sem felist í betri nýtingu almenningssamgangna. - th Seltjarnarnes: Fasteigna- skattar lækka FASTEIGNIR Síðar í þessum mánuði mun meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Sel- tjarnarness leggja fram tillögu um lækkun fasteigna- gjalda árið 2005. Jónmundur Guð- marsson, bæjar- stjóri á Seltjarnar- nesi segir að ekki sé búið að útfæra tillöguna. „En mun- urinn á fjárhagsá- ætlun og hækkun f a s t e i g n a m a t s nemur um 13 prósentum. Tillagan mun ganga út á að skila verulegum hluta af því til baka.“ Álagning fasteignagjalda er nú 0,36 prósent af fasteignamati. Um áramót tók í gildi nýtt fasteignamat frá Fast- eignamati Ríkisins sem kveður á um 30 prósenta hækkun sérbýlis á Seltjarnarnesi. Að meðaltali hækk- ar fasteignamat í sveitarfélaginu um 20 prósent á milli ára. - ss Járnblendifélagið: Samningar á bláþræði KJARAMÁL Ekki verður af frekari úthýsingu verkefna og starfa frá starfsemi Íslenska járnblendi- félagsins á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins urðu við þeirri kröfu samninga- nefndar starfsmanna á fundi með ríkissáttasemjara á þriðjudag. Þar er tekist á um kjör og eru enn nokkur atriði sem ekki hefur náðst samkomulag um. Kjarafundum samninganefnda starfsmanna og eigenda Íslenska járnblendifélagsins hefur verið frestað til 11. janúar. Er búist við að semjist eða slitni upp úr við- ræðunum þá, samkvæmt vef Verkalýðsfélags Akraness. - gag Loðnuveiðar: Byrjunin lofar góðu SJÁVARÚTVEGUR Loðnuskip hafa verið að fá góðan afla austur af Kolbeinsey síðustu sólarhringa. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson er kominn á veiðisvæðið og mun, ásamt loðnuskipunum, leita loðnu allt frá Vest- fjörðum og austur fyrir land. V i l h e l m Þorsteinsson EA var fyrsta skipið sem veiddi loðnu á ár- inu, sl. mánudag, en áhöfnin á Berki NK var fyrst til að landa. „Börkur kom til Nes- kaupstað með 1200 tonn af góðri loðnu sl. miðvikudagskvöld og fór megnið til frystingar,“ sagði Frey- steinn Bjarnason, framkvæmda- stjóri útgerðar SVN. -kk Atlantsskip: Komið við í Kollafirði SAMGÖNGUR Frá og með 15. þessa mánaðar hefja Atlantsskip viku- legar viðkomur í Kollafirði í Fær- eyjum. Í tilkynningu fyrirtækisins er það sagt í takt við vöxt Evrópulínu fyrirtækisins að fjölga viðkomu- höfnum og auka um leið þjónustu. „Er helst litið til tækifæra í út- flutningi frá Íslandi til Færeyja og frá Færeyjum til meginlands Evrópu,“ segir þar og tekið fram að þegar hafi tekist samningar um slíka flutninga. Fyrirtækið verður frá og með miðjum mánuðinum með vikulegar viðkomur í höfnum í Hollandi, Englandi, Danmörku og Færeyjum. - óká Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Regnbogadagar 10-50% afsláttur Vertu þú sjálf - vertu Bella donna Bruninn á Sauðárkróki í byrjun desember: Rannsókn lögreglu er enn í biðstöðu BRUNI Rannsókn lögreglunnar á Sauðárkróki á orsökum brunans sem varð ungum manni að bana í byrjun desember er í biðstöðu. Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, segir að enn sé beðið eftir niðurstöðum úr sýna- töku tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Lítið sé hægt að aðhaf- ast í málinu þar til þau gögn komi. Lögreglan hefur þegar tekið skýrslu af fjölda manns. Björn segir að vel geti verið að niður- stöður sýnatökunnar gefi til kynna að það þurfi að taka skýrsl- ur af einhverjum aftur. Hann seg- ir ljóst að eldurinn hafi ekki kviknað út frá rafmagni. Líkleg- ast hafi hann því kviknað af mannavöldum og því verið um íkveikju að ræða en hvort hún varð af gáleysi eða ekki sé ómögu- legt að segja. Björn segir að fyrstu rannsóknir bendi ekki til þess að eldhvetjandi efni hafi ver- ið þar sem eldurinn kviknaði. Ungur maður sem slapp ómeiddur úr brunanum fékk rétt- arstöðu grunaðs manns skömmu eftir að bruninn varð. ■ ARNÞÓR HELGASON Óeðlilegt að verðbreytingar séu meiri en verðbólgan og hækkun bóta almanna- trygginga. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Sjálfstæðisflokk- urinn á Seltjarn- arnesi vill lækka fasteignagjöld. LOÐNA Vilhelm Þorsteinsson EA landaði fyrstu loðnuninni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S K AG AF JO R D U R. C O M ELDSVOÐINN VIÐ BÁRUSTÍG Piltur um tvítugt lést í eldsvoða á heimili sínu við Bárustíg á Sauðárkróki þann 5. desember. ARNARFELL SAMSKIPA VIÐ BRYGGJU Tvö níuhundruð gáma einingaskip eiga að leysa eldri skip Samskipa af hólmi. Arnarfell er eitt þeirra sem hverfur á braut. Íslenskar áhafnir nýju skipanna verða skráðar í Færeyjum. Með því fá Samskip tekjuskatt þeirra endurgreiddan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.