Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 34
26 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR „Heiðar las þýska markverðinum lífslínurnar.“ Henry Birgir Gunnarsson var svo sannarlega með móðurmálið á hreinu í grein sinni um Heiðar Helguson í Fréttablaðinu í gær. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Föstudagur JANÚAR Við vonumst til... ...að forráðamenn liða í Intersportdeildinni í körfuknattleik þurfi ekki að róa enn á ný á leikmannamiðin og að nýir leikmenn séu komnir til að vera. Við bjóðum þá í leiðinni velkomna á Frón og vonum að þeir finni sig í deildinni. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði seinni æf- ingaleik sínum gegn Svíum í Skövde í gær, 36-31. Ísland leiddi í hálfleik, 17-16. Íslenska liðið hélt reyndar forystunni þar til 13 mín- útur lifðu leiks en þá kom hinn frægi slæmi kafli strákanna, liðið fékk á sig átta mörk í röð og ball- ið var búið. Uppskeran úr Svíþjóð- arferðinni því tvö töp en strákarn- ir töpuðu fyrri leiknum á miðviku- dag, 29-28. „Við komumst í 24-22 en þá hrundi leikur okkar og við feng- um á okkur átta mörk í röð. Við misstum okkur algjörlega. Köst- uðum boltanum frá okkur og vor- um með ótímabær skot. Mark- varslan var líka fyrir neðan meðallag og það hjálpaði ekki. Sérstaklega þar sem sænsku markverðirnir vörðu yfir 20 bolta,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Slakir dómarar Viggó kenndi norska dómara- parinu um tapið í fyrri leiknum. Hann sagði að þeir hefðu aftur verið slakir í gær en þó ekki gert útslagið. „Það hallaði verulega á okkur allan tímann. Dómararnir hentu okkur út af um leið og við tókum á Svíunum og ég held að við höfum fengið sex brottvísanir í síðari hálfleik. Annars kenni ég þeim ekki um tapið því við sáum sjálfir um að tapa leiknum,“ sagði Viggó en íslenska liðið spilaði 6/0 vörn allan leikinn í gær og Viggó var nokkuð sáttur við varnarleikinn þrátt fyrir mörkin 36. Ólafur og Guðjón kaldir Íslenska liðið kemur heim í dag og æfir stíft fram til 14. janúar þegar þeir halda til Spánar á æf- ingamót. Þaðan fara þeir beint til Túnis. Viggó er sáttur við ástand- ið á liðinu. „Við erum á fínu róli. Búnir að æfa mjög stíft og sumir eru kannski pínu þreyttir en það lagast.“ Tveir af bestu mönnum liðsins undanfarin ár, Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, voru fjarri sínu besta í leikjunum í Sví- þjóð og hvorugur þeirra komst á blað í gær. Viggó óttast ekki að þeir séu í slæmu formi og er full- viss um að þeir eigi eftir að spila vel í Túnis. „Við eigum mikið inni þegar þessir menn leika ekki af eðlilegri getu. Ég hef engar áhyggjur af þeim. Þetta styrkir liðið bara því aðrir leikmenn verða að taka upp hanskann fyrir þá félaga á meðan og það hafa þeir gert ágætlega,“ sagði Viggó Sigurðsson. henry@frettabladid.is Í HELJARGREIPUM Sænsku landsliðsmennirnir skrúfuðu fyrir Guðjón Val Sigurðsson í leikjunum tveimur ytra. Guðjón skoraði þrjú mörk í fyrri leiknum á miðvikudag en komst ekki á blað í gær, rétt eins og Ólafur Stefánsson. Mynd/Tommy Holl Aftur tap gegn Svíum Svíar lögðu Íslendinga í annað sinn á tveimur dögum í gær. Íslenska liðið leiddi lengi vel en fékk á sig átta mörk í röð í síðari hálfleik. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  19.00 Enski boltinn á Sýn. Umfjöll- un um 3. umferð bikarkeppninn- ar.  19.30 Burnley og Liverpool á Sýn. Bein útsending frá 3. umferð bik- arkeppninnar.  21.40 World Series of Poker á Sýn.  00.00 Race of Champions á Sýn. Svipmyndir frá kappakstri í Frakk- landi í byrjun desember þar sem fremstu ökuþórar heims reyndu með sér.  01.00 NBA á Sýn. Bein útsending frá Minnesota og Philadelphia. Su mar sól 19 .950 kr. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante Beint leigu- flug me› Icelandair í allt sumar! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Flugáætlun Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. Netverð frá 19. og 31. mars 11. apríl 18. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar til 5. október. Intersportdeildin ÚRSLIT KR–HAMAR/SELFOSS 89–85 Stig KR: Cameron Echols 29, Aaron Harper 20, Jón Ólafur Jónsson 20. Stig Hamars/Selfoss: Chris Woods 21, Damon Bailey 20, Marvin Valdimarsson 11. *KR-ingar höfðu átján stiga forystu í þriðja leikhluta en Hamar/Selfoss gekk á lagið og náði að jafna 82-82. KR náði engu að síður að knýja fram sigur og Aaron Harper, nýja leikmanninum hjá KR, óx ásmegin þegar líða tók á leikinn og hann lofar góðu fyrir komandi átök hjá Vesturbæjarliðinu. SNÆFELL–GRINDAVÍK 94–78 Stig Snæfells: Michael Ames 23, Sigurður Þorvaldsson 20 (7 frák., 5 stoðs.) Hlynur Bæringsson 14 (12 frák.). Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 29 (9 frák., 4 stoðs.), Páll Vilbergsson 17. ÍR–SKALLAGRÍMUR 69–89 Stig ÍR: Theo Dixon 30 (11 frák.), Grant Davis 15. Stig Skallagríms: Clifton Cook 21 (10 frák.), George Byrd 24 (11 frák.) *Byrd lék sinn fyrsta leik með Skallagrími og stóð sig með prýði. Kappinn nýtti 9 af 10 skotum sínum og misnotaði aðeins 1 vítaskot. KEFLAVÍK–TINDASTÓLL 97-81 HAUKAR–FJÖLNIR 75–88 Stig Hauka:Michael Manciel 18 (15 frák.), John Waller 18 (10 frák.), Mirko Virijevic 12 (9 frák.). Stig Fjölnis: Nemanja Sovic 22 (16 frák.), Jeb Ivey 21 (9 stoðs.), Darrel Flake 15 (12 frák.). KFÍ–NJARÐVÍK 55-108 STAÐAN Keflavík 12 9 3 1076:984 18 Njarðvík 12 9 3 1079:943 18 Snæfell 12 9 3 1128:935 18 Fjölnir 12 8 4 1108:1079 16 Skallagrímur 12 8 4 1037:979 16 ÍR 12 6 6 1089:1076 12 Grindavík 12 6 6 1082:1093 12 KR 12 5 7 1025:1034 10 Hamar/Self. 12 5 7 1086:1150 10 Haukar 12 4 8 1024:1028 8 Tindastóll 12 3 9 997:1145 6 KFÍ 12 0 12 989:1274 0 LEIKIR GÆRDAGSINS Kvennalið Stjörnunnar spilar þrjá leiki í riðlakeppni Áskorendakeppni Evrópu: Góður möguleiki að komast áfram HANDBOLTI Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evr- ópu en leikið er með riðlafyrir- komulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garða- bæ og vonast forráðamenn Stjörn- unnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæ- ingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ís- feld, þjálfara Stjörnunnar. „Ég hef séð spólu með svissneska lið- inu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undan- förnu.“ Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tæki- færi til að taka þátt í Evrópu- keppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefn- um ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðar- lega sterk,“ sagði Erlendur. ■ LEIKIR RIÐILSINS FÖSTUDAGUR Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 LAUGARDAGUR APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 SUNNUDAGUR Eskisehir-Spono kl. 14.00 APS-Stjarnan kl. 16.15 BJARTSÝNN Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikina þrjá um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI MARKAHÆSTU MENN ÍSLANDS: Einar Hólmgeirsson 10 Róbert Gunnarsson 7 Alexander Pettersons 4 Dagur Sigurðsson 3 VARIN SKOT: Hreiðar Guðmundsson 9 Birkir Ívar Guðmundsson 5 Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.