Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 16
Margir helstu þjóðarleiðtoga heims hittust í Jakarta í Indónesíu í gær og ræddu um hvernig haga bæri neyðaraðstoð og uppbygg- ingarstarfi á hamfarasvæðunum við Indlandshaf. Nú þegar hefur verið lofað rúmum 200 milljörð- um króna en Kofi Annan, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, brýndi fyrir leiðtogunum að standa við loforð sín um fjárhagsaðstoð. Annars gætu sjúkdómar breiðst út og enn fleiri látist til viðbótar við þá 140.000 sem þegar eru tald- ir hafa týnt lífi. Ólýsanlegar hörmungar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, hefur látið til sín taka á flóðasvæðunum og reynt að lina þjáningar okkar smæstu bræðra og systra eins og frekast er kostur. Carol Bellamy, framkvæmdastjóri hennar, var nýkomin af ráðstefn- unni í Jakarta þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún sagði einhug hafa ríkt um nauðsyn þess að hjálparstarfið gengi hratt og vel fyrir sig. „Hvað börnin áhrærir er okkur sérstaklega umhugað um að koma í veg fyrir sjúkdóma á með- al þeirra og koma þeim sem fyrst aftur í skóla eftir því sem kostur er. Við leitum að ættingjum þeirra barna sem misst hafa foreldra sína í hamförunum svo að þeir geti tek- ið þau að sér.“ Dagana fyrir ráðstefnuna heimsótti Bellamy hamfarasvæði á Srí Lanka og í Indónesíu, meðal annars Aceh-hérað. Bellamy hef- ur starfað lengi fyrir alþjóðleg hjálparsamtök en aldrei hefur hún orðið vitni að neinu í líkingu við aðkomuna á þessar slóðir. „Ég hef aldrei séð hræðilegri sjón en í Banda Aceh í gær og ég hef heyrt að sumir hlutar vestanverðrar Súmötru séu jafnvel enn verr leiknir. Á Srí Lanka sá ég marga foreldra bíðandi í sjávarborðinu í þeirri von að lík barna þeirra myndu reka á land. Í Banda Aceh sá ég hús sem lagst höfðu í rúst í flóðbylgjunni og þar voru enn mörg lík innandyra. Þetta var svo hryllilegt að ég get eiginlega ekki lýst því,“ segir hún og auðheyrt er að hún beygir af við þessi orð. Börn verða verr úti Talið er að í það minnsta þriðjung- ur þeirra sem fórust í flóðunum séu börn enda eru 30-40 prósent íbúanna við Indlandshaf undir 18 ára aldri. Bellamy bendir á að þar sem börn séu þar að auki mun veikbyggðari líkamlega en full- orðnir megi gera ráð fyrir að áhrif hamfaranna séu mun meiri á þau en þá sem eldri eru. Því telur hún að um hógvært mat sé að ræða þegar talið er að þriðjungur látinna sé á barnsaldri. „Fyrir þau börn sem komust lífs af er áfallið mun meira en fyrir fullorðna fólk- ið. Þau hafa minni skilning á því sem gerst hefur og eru því ráð- villtari og mörg þeirra þurfa að glíma við þann veruleika að for- eldrar þeirra og ættingjar séu fallnir frá.“ Óhugnanlegar frásagnir hafa borist af ránum á börnum sem misstu sína nánustu í flóðunum. Bellamy segir ljóst að glæpasam- tök sem meðal annars fáist við mansal séu þarna á kreiki en ít- rekar að enn séu fréttir mjög óljósar og fá staðfest tilvik um smygl á barnungum fórnarlömb- um flóðanna. „Unicef hefur þess vegna unnið mjög náið með stjórnvöldum í Indónesíu við skráningu barna og reynt að finna út hvort þau eigi einhverja ætt- ingja á lífi.“ Nýir tímar Þjóðir heims hafa lagst á eitt um að veita neyðaraðstoð til þeirra þjóða sem um sárt eiga að binda en jafnframt hafa lánadrottnar þeirra ákveðið að létta á þeim skuldabyrðina. Í þessu eygja margir von um að nýir tímar séu runnir upp í samskiptum iðnríkj- anna við þróunarlöndin. Bellamy tekur undir það. „Vonandi minn- ir þetta líka á þá sem hafa efa- semdir um Sameinuðu þjóðirnar hversu mikilvægt hlutverk sam- tökin geta haft í heiminum. Ég vona jafnframt að alþjóðasam- félagið minnist þess að á meðan við söfnum öllum þessum fjár- munum og hjálpargögnum og sýnum umhyggju þá þarf heim- urinn alltaf á því að halda að íbú- ar hans sýni hverjir öðrum sam- úð og samstöðu,“ segir Carol Bellamy, framkvæmdastjóri Unicef. ■ 16 Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo er sagt hafa orðið uppvíst að því að hýrudraga portúgalska starfsmenn á Kárahnjúkum um samtals tæpar 300 milljónir króna á síðasta ári. Hvernig slá þessi tíðindi þig? Þetta er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál. Það sem við höfum verið að fá er allt í eina veru. Menn hafa ekki verið að greiða rétt laun, auk þess sem að- búnaður starfsmanna hefur frá upp- hafi í mörgum tilvikum verið fyrir neðan allar hellur. Það sem vekur at- hygli núna er að þeir vilja ekki endur- ráða þessa Portúgala sem þeir hafa verið með í vinnu heldur vilja þeir ráða fleiri Kínverja. Af hverju? Íslensk fyrirtæki og aðrir hafa verið að fara mikið með starf- semi sína til Kína þar sem eru léleg laun, langur vinnutími og allt annað umhverfi heldur en annars staðar. Þetta fólk er er vant allt öðru vinnu- umhverfi heldur en við. Hvað er til ráða? Ég þykist vita að Impregilo sé alltaf að ganga lengra og lengra því þeir finna að ríkisstjórn- in hefur fram að þessu ekki verið að veita neina mótstöðu. Ríkisstjórnin þarf að taka á þessu eins og henni ber að gera. Í öðru lagi þarf verka- lýðshreyfingin að vera miklu harðari og fylgja því eftir að þarna séu virt mannréttindi og íslensk lög ef ríkis- stjórnin ætlar ekki að gera það sjálf. Þarf að taka harðar á þessu IMPREGILO SPURT & SVARAÐ Þegar hræðilegar hamfarir verða, líkt og í Indlandshafi á dögunum, slíðra fornir fjendur sverð sín og snúa bökum sam- an. Þannig hafa svonefndu tamíl-tígrar á eyjunni Srí Lanka tekið höndum saman með ríkisstjórn landsins um að lina þjáningar íbúa eyjarinnar þrátt fyrir að ríflega tveggja áratuga löngum ófriði þeirra sé ólokið. Tamílar? Tæp tuttugu prósent íbúa Srí Lanka eru Tamílar en þeir komu á sínum tíma frá Suður-Indlandi og náðu yfirráðum á eyjunni. Þegar Srí Lanka varð sjálfstætt árið 1948, þá kallað Ceylon, komust valdataumarnir í hendur Shinhala sem drjúgur meirihluti eyjarskeggja tilheyrir. Tungumál þeirra varð opinbert mál rík- isins og þeir gengu fyrir þegar valda- stöðum var úthlutað. Því tóku óá- nægðir Tamílar að bindast samtök- um um að leiðrétta það ójafnræði sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir. Tamíl-tígrarnir sýna klærnar Tamíl-tígrarnir eða Frelsistígrar Tamíl Eelam komu fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1970 og tóku til við skæru- hernað og hermdarverk. Baráttumál þeirra er sem fyrr stofnun sjálfstæðs ríkis, Eelam, á norðaustanverðri Srí Lanka. Framan af nutu samtökin stuðnings indverskra stjórnvalda en þegar kom fram á níunda áratuginn létu þau af því. Árið 1983 sló í brýnu á milli Tamíla og stjórnvalda og lágu 600 Tamílar í valn- um eftir þá sennu og tugþúsundir flúðu til Indlands. Aftur skarst í odda upp úr 1990 þegar tígrarnir myrtu Rajiv Ghandi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, og Ranashinge Premadasa, forseta Srí Lanka. Eftir misheppnað vopnahlé brast á stríð stjórnvalda og tígrana sem lyktaði með því að árið 1995 lagði stjórnarherinn Jaffnaskaga undir sig, höfuðvígi tígranna. Skömmu síðar kom al- þjóðlegt friðargæslulið á svæðið og þar er það enn. Einskis svifist Í dag er talið að um 10.000 tamíl-tígrar séu undir vopnum og eru þeir annálaðir fyrir harð- drægni sína. Þeir eru sagðir ganga um með blásýruhylki um hálsinn sem þeir bryðja komist þeir í hendur óvina. Alræmdastir eru þeir fyrir sjálfsmorðsárásir sínar en samkvæmt BBC hafa tígrarnir framið fimm sinnum fleiri slíkar árásir en öll önnur sambærileg samtök samanlagt. 50.000 manns hafa látið lífið síðasta aldarfjórðunginn í átökunum á Srí Lanka. Stórtækastir allra í sjálfsmorðsárásum HVERJIR ERU? TAMÍLTÍGRARNIR 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Skemmtilegu jazzballett og freestyle nám- skeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli. Nú skráum við í: JazzballettFreestyle Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 14.00 Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá • 5-7 ára • 8-10 ára • 11-13 ára • 14-16 ára • 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár Aðkoman var hrylli- legri en orð fá lýst Carol Bellamy, framkvæmdastjóri Unicef, segir hamfarirnar við Indlandshaf hafa bitnað verst á börn- unum. Hún vonast til að nýir tímar séu runnir upp í samskiptum Vesturlanda við þróunarlöndin. AÐALSTEINN BALDURSSON CAROL BELLAMY Bellamy heimsótti meðal annars neyðarbúðir í Ampara á Srí Lanka í vikunni. Á sinni löngu starfsævi hefur hún aldrei séð aðrar eins hörmungar eins og dundu yfir íbúa á ströndum Indlandshafs. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL UPPBYGGING VIÐ INDLANDSHAF FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.