Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005 Við höfum sennilega öll upplifað sömu tilfinningu á undanförnum dögum vegna hinna skelfilegu ham- fara í Indlandshafi og löndunum þar í kring. Við getum ekki hugsað þetta til enda. Á hverjum einasta degi stendur ógrynni fólks um allan heim frammi fyrir þessum óskilj- anleika. Dauði einstaklingsins er í sjálfu sér jafn hörmulegur og sorg ástvinanna jafn mikil þegar um er að ræða banaslys á íslenskum þjóð- vegi eða dauðsfall sem aldrei kemst í aðrar fréttir en dánartilkynning- arnar. En slíkir ógnaratburðir sem núna eða fyrir ári síðan í Bam í Íran, eða snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir okkur Íslendinga, eru af stærðargráðu sem við náum ekki. Þetta er langt handan við allan mannlegan mátt. Það vill svo til að fyrir tæpum mánuði var ég staddur í Japan og sá þar sýningu sem Alþýðusamband Japans setti upp í tilefni af því að næsta sumar verða liðin sextíu ár frá því að Bandaríkjastjórn lét varpa kjarnorkusprengjum á borg- irnar Hírósíma og Nagasakí. Á sýn- ingunni voru myndir af afleiðing- um þessara kjarnorkusprengja og ýmsar upplýsingar. Árum saman hefur fólk komið saman og fleytt kertum í minningu þess fólks sem fórst af völdum þessara kjarnorku- sprengja og krafist þess að slíkt gerist ekki afttur. Og samt gerist slíkt aftur og aftur, ekki kannski svo skyndilega sem þar var, en samt aftur og aftur. 6. og 9. ágúst 1945 fórust á annað hundrað þús- und manns af völdum þessara tveggja kjarnorkusprengja í Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar eyðilögðust að mestu. Þessi fjöldi og þessi ægilega eyðilegging var af svipaðri stærðargráðu og í Bam í fyrra og við Indlandshaf núna. Munurinn er sá að um jólin nú og í fyrra var um að ræða náttúru- hamfarir sem enginn mannlegur máttur kom nærri né gat komið í veg fyrir en dauðsföllin í Japan fyr- ir tæpum 60 árum stöfuðu af því að einhverjir menn tóku ákvörðun um að senda flugvélar með sprengjur. Og það voru ekki sturlaðir menn sem framkvæmdu eitthvað óvið- ráðanlegt heldur menn sem voru jafn heilbrigðir andlega og flest okkar. Þetta voru engin óviðráðan- leg náttúruöfl, þetta var ekki hand- an við mannlegan mátt, ekki frekar en það sem hefur að undanförnu valdið dauða tuga þúsunda manna í Írak, Tsjetsjeníu, Darfúr og fleiri stöðum víða um heim þar sem stríð hafa geisað. Vísindamenn hafa unnið að því að finna aðferðir til að spá fyrir um náttúruhamfarir. Þeir hafa reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir slík stórslys eða draga úr þeim en sjaldnast er hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarirnar sjálfar. Enginn mannlegur vilji getur kom- ið í veg fyrir jarðskálfta, eldgos eða fellibylji. En mannlegur vilji getur komið í veg fyrir mannfall og eyði- leggingu af völdum styrjalda, mannlegur vilji getur komið í veg fyrir stríð af því að stríð verða ekki nema vegna mannlegs vilja. Mann- legur vilji getur nú orðið líka bjarg- að flestum þeirra milljóna sem deyja ár hvert af völdum hung- ursneyða og farsótta eins og eyðni, malaríu, berkla og fleira. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er ritari Samtaka her- stöðvaandstæðinga. EINAR ÓLAFSSON BÓKAVÖRÐUR UMRÆÐAN NÁTTÚRUHAMFARIR OG STYRJALDIR Dauðsföll vegna hamfara og stríðs Af umhverfis- vininum Bush Vísindasamfélagið í Bandaríkjun- um tók óvenju virkan þátt í kosn- ingabaráttunni á liðnu ári og varð Bandaríkjaforseti ítrekað fyrir harðri gagnrýni vísindamanna fyrir slælega frammistöðu í um- hverfisverndarmálum. Bandarísku samtökin Union of Concerned Sci- entists (UCS), sem hafa um 100.000 félagsmenn, voru á meðal gagn- rýnenda, en þau sökuðu stjórn for- setans um að hafa misnotað vís- indalegar niðurstöður í pólitískum tilgangi, meðal annars í málatilbún- aðinum um hættuna af gereyðing- arvopnabúri Íraka. Dæmi um gagn- rýni samtakanna er yfirlýsing þeirra fyrir réttu ári þar sem stjórn Bush var sökuð um að velja ýmist ósérhæft eða augljóslega hlut- drægt starfsfólk í opinberar stöður og vísindanefndir, en um 60 þekktir vísindamenn vestra, þar af 20 Nóbelsverðlaunahafar, skrifuðu undir skjalið. En dæmi um slíka pólitíska ráðningu er ráðning for- setans á Mark Rey, fyrrum tals- manni timburvinnslufyrirtækja, í stöðu sem felur í sér umsjá yfir skóglendi. Samtökin UCS sendu svo aðra samskonar yfirlýsingu frá sér síð- astliðið sumar sem um 4.000 vís- indamenn, þar af 48 Nóbelsverð- launahafar, skrifuðu undir. Gagn- rýni vísindamanna á stefnu Bush er alls ekki takmörkuð við Bandarík- in. Til dæmis sagði Prófessor Dina Liverman, stjórnandi the Environ- mental Change Institute við Oxford háskóla, í viðtali við the Guardian, að vísindamenn vestra væru undir miklum þrýstingi um að birta ekki rannsóknir sem gengu í berhögg við stefnu stjórnarinnar á sviði loft- lagsbreytinga. Þessi gagnrýni bein- ist ekki að ósekju að Bush þar sem hann hefur sjálfur lýst yfir efa- semdum yfir vísindalegum grund- velli rannsókna á áhrifum loftslags- breytinga, þvert á málflutning vís- indamanna. Til dæmis áætlar the Environmental Protection Agency (EPA) að losun gróðurhúsaloftteg- unda af mannavöldum í Bandaríkj- unum muni aukast um 43 prósent á tímabilinu 2000 til 2020. Ennfremur hefur stjórn Bush sett sér það um- deilda markmið að draga úr losun kvikasilfurs frá um 1100 olíu- og koladrifnum raforkuverum lands- ins um 70 prósent fyrir árið 2018, en samskonar markmið stjórnar Clintons var að draga úr losun kvikasilfurs frá sömu raforku- verum um 90 prósent fyrir árið 2008. Stjórn forsetans hefur enn- fremur verið afar mótfallin sam- þykkt Kyoto-sáttmálans, en sú and- staða rak breska umhverfisráð- herrann Michael Meacher til að lýsa því yfir í The Guardian að þátt- taka Bandaríkjanna væri nauðsyn- leg ef afstýra ætti stórslysi. Gagnrýni á stefnu Bush í þess- um málaflokki hefur einnig heyrst frá flokksmönnum forsetans, þar á meðal frá Russell Train, einum af yfirmönnum EPA í stjórnartíð for- setanna Nixons og Fords. Framlag forsetans til umhverfisins hefur þó ekki verið alvont. Til að mynda lögðu liðsmenn hans innan EPA blessun sína á málsvörn Army Corps of Engineers, sem dælir árlega um tvöhundruð þúsund tonnum af mengaðri eðju í Potomac ánna, gegn kæru byggðri á the Clean Water Act. En meginrök varnarinnar voru að eðjan væri góð fyrir fisk í ánni, þar sem hún leiddi til þess að hann synti í burtu undan fiskimönnum! Höfundur er háskólanemi í Ástralíu. BALDUR ARNARSON SKRIFAR UM UMHVERFISMÁL OG BANDARÍKJAFORSETA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.