Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 40
7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Hátíðartónleikum Rótarý í Salnum í kvöld klukkan 20.00 í tilefni af hundrað ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar á þessu starfsári. Jónas Ingimundarson verður þar í stóru hlutverki ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur... Sýningunni Ný íslensk mynd- list; um veruleikann, manninn og ímyndina sem lýkur sunnudaginn 16. janúar í Listasafni Íslands... menning@frettabladid.is Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Híbýli vindanna, leikgerð að sögu Böðvars Guðmundssonar, í kvöld. Híbýli vindanna, eftir vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar, verður frumsýnt í Borgarleikhús- inu í kvöld klukkan 20.00. Leik- gerðin er eftir Bjarna Jónsson í samvinnu við Þórhildi Þorleifs- dóttur leikstjóra, Vytautas Nar- butas höfund leikmyndar og leik- hópinn. Í Híbýlum vindanna segir frá Ólafi Jenssyni fíólín og ættmenn- um hans en um leið er verkið saga lífsbaráttu Íslendinga austan hafs og vestan á ofanverðri nítjándu öld og í upphafi þeirrar tuttug- ustu. Híbýli vindanna er leikrit um drauma, brostnar vonir og söknuð, en fjallar síðast en ekki síst um þrautseigju og fórnir fólks í leit að nýjum samastað í til- verunni. Seinni bók Böðvars um vesturfarana, Lífsins tré, hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1996. „Í rauninni erum við, enn sem komið er, bara með fyrri bókina, Híbýli vindanna,“ segir höfundur leikgerðarinnar, Bjarni Jónsson. „Þeirri sögu er í sjálfu sér fylgt nokkuð nákvæmlega. Við getum ekki tekið allt, en við fylgjum Ólafi fíólín frá því að hann er ung- ur maður að reyna að komast af á Íslandi, þar til hann tekur sig upp og fer til Vesturheims og kemur sér fyrir þar – en það komast auð- vitað ekki allir karakterarnir með í pakkann. Við leggjum áherslu á að sýna fólk sem býr við ómögulegar að- stæður hér heima á Íslandi. Það er, að mörgu leyti, dæmt sem auðnuleysingjar og er á hreppn- um – en vex síðan og nær að blómstra þegar það flytur í annað umhverfi þar sem það fær tæki- færi og aukinn kraft til þess að hrinda sínum hugmyndum í fram- kvæmd. Svo er þetta líka saga um fólk sem hreinlega leggur allt í sölurnar til þess að koma upp annarri kynslóð. Þetta er ekki síð- ur saga af börnum og hvað fólk leggur á sig til þess að halda sam- an fjjölskyldunni. Það má segja að þetta sé megináherslan fyrir utan fjölskyldusögu Ólafs.“ Bjarni segist auðvitað draga fram hversu niðurnjörvaðir allir hlutir hafi verið hér í bændasam- félaginu á nítjándu öld. „Það var allt reynt til að hamla gegn þeirri þróun sem Íslendingar gengu í gegnum í upphafi tuttugustu ald- arinnar. En þetta fólk sem fer burtu frá Íslandi eftir harðinda- vetur og hefur hvorki í sig né á, kemur í ónumið land. Það var biðl- að til fólks að koma til Vestur- heims, því var hreinlega gefið land. Það var ýmislegt gert til þess að freista fólksins og þeir sem fóru vestur héðan voru mikið fjölskyldufólk – sem er ólíkt þorra annarra þjóða. Íslending- arnir voru að stórum hluta til fjöl- skyldufólk og sáu þarna tækifæri til þess að byrja upp á nýtt.“ Bjarni segir sögu þessa fólks eiga mikið erindi við okkur í dag. „Það er enn þá fólk að taka sig upp, yfirgefa ættlandið til þess að öðlast möguleika á betra lífi ann- ars staðar og við Íslendingar eig- um að taka við slíku fólki. Við erum kannski komin í þá stöðu sem Bandaríkin og Kanada voru í. Þetta hefur snúist við og þessi sýning er kannski áminning um að þjóðflutningar eru sífellt að eiga sér stað.“ Í sýningu Borgarleikhússins fara þau Björn Ingi Hilmarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir með hlutverk Ólafs Jenssonar fíólin og Sæunnar, fyrri konu hans. Í öðrum hlutverkum eru Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfa- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sveinn Geirsson og Theo- dór Júlíusson. Auk þeirra taka sex börn og fjórir leikarar frá stúd- entaleikhúsinu þátt í sýningunni. Gervi eru í höndum Guðrúnar Þorvarðardóttur. Höfundur tón- listar er Pétur Grétarsson. Lárus Björnsson lýsir. Höfundur bún- inga er Filippía I. Elísdóttir. Höf- undur leikmyndar er Vytautas Narbutas. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. ■ KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Unglingahljómsveitin POPS alla helgina Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Frumsýning í kvöld 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - gul kort - UPPSELT Su 9/1 kl 20 - aukasýning - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - græn kort Fö 21/1 kl 20 - blá kort Lau 22/1 kl 20 - UPPSELT Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14 Su 30/1 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Fjölskyldusýning THE MATCH, ÆFING Í PARADÍS, BOLTI Lau, 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14 kNÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 Fö 14/1 kl 20 Su 16/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20, Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 14/1 kl 20 Fi 20/1 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson Í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning Su 16/1 kl 20 - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Tosca eftir Puccini Frumsýning 11. febrúar Frumsýning fös. 11. feb. kl. 20.00 - UPPSELT - 2 sýning. sun. 13. feb. kl. 19.00 3. sýning fös. 18. feb. kl. 20.00 - 4. sýning sun. 20. feb. kl. 19.00 - FÁAR SÝNINGAR www.opera.is midasala@opera.is Sími miðasölu: 511 4200 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Styrktarsjóður Halldórs Hansen verður formlega stofnaður í dag klukkan 16.00 í Salnum, Kópavogi og verður boðið til há- tíðarsamkomu af því tilefni. Bergþór Páls- son söngvari mun minnast Halldórs og starfa hans í þágu tónlistar, tilkynnt verður um verðlaunahafa sjóðsins á árinu 2004 og koma þeir fram á samkomunni. Einnig verður tilkynnt um afhendingu fyrsta fram- lags sjóðsins til uppbyggingar tónlistar- bókasafns LHÍ. Halldór Hansen barnalæknir ánafnaði Listaháskóla Íslands veglegt tónlistarsafn sitt fyrir þremur árum, auk þess sem hann arfleiddi skólann að öllum eigum sínum með þeim formerkjum að þeim yrði ráðstafað í sérstakan styrktarsjóð í hans nafni. Meginmarkmið sjóðs- ins er að styrkja upp- byggingu og styðja við tónlistarsafn Listahá- skóla Íslands. Auk þess veitir sjóðurinn ár- lega tónlistarnemum sem náð hafa fram- úrskarandi árangri að mati sjóðstjórnar styrki til frekara náms. Stofnun styrktarsjóðs Margþætt saga um lífsvilja BJÖRN INGI HILMARSSON OG KATLA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR Í hlutverkum Ólafs Jenssonar fíólin og Sæunnar, fyrri konu hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.