Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 14
14 HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Við frestuðum nú áramótabrennunni og höldum hana í kvöld [gærkvöldi],“ sagði- Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðis- firði, í spjalli í gær og hlakkaði nokkuð til kvöldsins enda flugeldum skotið á loft og sitt hvað fleira á dagskránni. Ekki viðraði til útiveru á gamlárskvöld og þrettándinn því haldinn enn hátíðlegri nú en ella. „Það hefur verið mikil gróska í fiskvinnslu og löndun hjá okkur að undanförnu og eins eru menn að skoða hér virkjunar- möguleika,“ segir Tryggvi en ein fyrsta virkjun landsins var reist á Seyðisfirði á sínum tíma og saga bæjarins því samofin sögu rafmagnsframleiðslu landsins. Enn er málið á skipulags- og undirbúningsstigi en tíðinda af framvindu að vænta síðar á ár- inu. „Rafmagnið færi bara inn á lands- netið og hver sem er gæti keypt það,“ segir bæjarstjórinn. Engin stóriðja er því áformuð í firðinum fagra þrátt fyrir virkjunina. Samkvæmt Hagstofunni fækkaði íbúum Seyðis- fjarðar um þrjátíu á síðasta ári og Tryggvi tekur undir að það sé heldur of mikið. „Reyndar er inni í þessum tölum fólk sem þegar var flutt í burtu en hafði ekki skráð sig þannig að þeim sem búa á staðnum hefur ekki fækkað jafn mikið.“ Tryggvi hefur nú búið á Seyðisfirði í tvö og hálft ár og líður vel. „Það fer vel um mig hér undir fjölllunum, þetta er lítill og sætur alþjóðlegur bær. Náttúrufegurðin heillar mig hvað mest og vitaskuld þetta góða mannlíf og skemmtilega fólk.“ Sem kunnugt er liggur olíuskipið El Grillo enn á botni Seyðisfjarðar en fallbyssa úr skipinu var hífð á land síðasta sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að koma henni í skothæft ástand og býst við að hún verði til sýnis næsta sumar. „Það þarf að styrkja heimavarnirnar,“ segir hann og hlær. ■ Það þarf að styrkja heimavarnirnar HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? TRYGGVI HARÐARSON, BÆJARSTJÓRI Á SEYÐISFIRÐI 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR BÍLASALA Toyota er langvinsælasti fólksbíllinn á Íslandi. Um það er engum blöðum að fletta. 3.199 nýjar Toyota bifreiðar af öllum stærðum og gerðum voru skráðar á götuna árið 2004 og er það um þrefalt fleiri bílar en Volkswagen sem nýtur næstmestra vinsælda. Ford er í þriðja sæti á listanum yfir mest seldu bifreiðategundirnar á síðasta ári, Hyundai í fjórða og Honda í fimmta sæti. Alls seldust 11.968 fólksbílar árið 2004 og fór salan yfir tíu þús- und bíla í fyrsta sinn síðan árið 2000. Rúmlega sjö þúsund bílar seldust árið 2001, tæplega sjö þús- und 2002 og rétt innan við tíu þúsund árið 2003. Lægð þessara þriggja ára kom í kjölfar ágætrar bílasölu á árunum 1997 til 2000 þegar hún nam frá rúmlega tíu þúsund bílum upp í næstum 15.500 á ári. Fróðir menn segja bílasölu góðan mælikvarða á almennt efna- hagsástand í landinu, af sölutölum megi merkja hvort efnahagur fólks sé góður eða slæmur. Allur gangur var á hvernig greitt var fyrir nýja bíla á síðasta ári en bílasölum bar saman um að heldur hefði dregið úr rekstrar- og einkaleigusamningum þegar líða tók á árið og vinsældir hefðbundinna bílalána hafi aukist. Þá var talsvert um að fólk stað- greiddi nýja bíla. En Toyota er ekki aðeins lang- vinsælasta bíltegundin á Íslandi. Á lista yfir tíu mest seldu bílana eru hinar ýmsu gerðir Toyota í fimm af sex efstu sætunum. Efstur er Toyota Yaris, Toyota Corolla er í öðru sæti og Skoda Octavia í því þriðja. Markaðshlutdeild Toyota árið 2004 var því sem næst svipuð því sem hún var árið á undan eða um 27 prósent. Volkswagen bætti svolitlu við sig og Ford talsverðu. Athyglis- verður er mikill samdráttur í sölu Opel og Nissan á síðasta ári og einnig sú staðreynd að Daihatsu hefur ekki selst á Íslandi undanfar- in tvö ár. bjorn@frettabladid.is „Ef ég vissi svarið og gæti endur- tekið leikinn annars staðar væri ég mjög verðmætur,“ segir Emil Grímsson, forstjóri Toyota á Ís- landi, og hlær þegar hann er spurður hvað skýri þessar miklu vinsældir Toyota hér. Hann er vita- skuld ánægður með árangurinn og þakkar hann nokkrum þáttum. „Góðir bílar og frábært starfsfólk skipta mestu máli,“ segir hann og bætir við:„við leggjum líka gríðar- lega áherslu á að veita góða þjónustu og höfum undanfarin sextán ár mælt hvernig við stönd- um í þeim efnum í samanburði við aðra. Markmiðið er að vera alltaf númer eitt á því sviði,“ segir Emil. Íslendingar eru hrifnari af Toyota bifreiðum en nokkur önnur Evrópuþjóð; hvergi í álfunni er markaðshlutdeild Toyota jafn mikil. Í framleiðslulandinu Japan er staðan hins vegar firna sterk og fjórir af hverjum tíu bílum á göt- unum af Toyotagerð. Sömu sögu er að segja í Afríku og víða í Mið- Austurlöndum þar sem jeppar eru algengir farskjótar; Land Cruiser og Hilux njóta þar mikilla vin- sælda. Emil segir einfaldlega: „jú,“ og hlær dátt, þegar hann er spurður hvort fyrirtækið hafi ekki grætt óheyrilega á síðasta ári vegna þessarar góðu bílasölu. „Síðasta ár var einfaldlega það albesta í sögu fyrirtækisins,“ segir forstjórinn sem sjálfur ekur um á Land Cruiser árgerð 2004 sem er á 38 tommu dekkjum. ■ Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ■ Áramótahefðir Göturnar í lífi Guðjóns Rúnarssonar ■ Kampavín ■ Helgin fram undan F28. TBL. 1. ÁRG. 30. 12. 2004 Sigurður Einarsson Í fararbroddi innanlands og utan Annáll Eitt viðburðaríkasta ár íslenskrar viðskiptasögu er að baki Þungavigtin gerir upp árið og rýnir í framtíðina Viðskipta- maður ársins Sérhefti um viðskiptalífið 2004 Fylgir Fréttablaðinu á fimmtudögum Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... Emil Grímsson, forstjóri Toyota er ánægður með árið: Besta árið í sögu fyrirtækisins EMIL GRÍMSSON, FORSTJÓRI TOYOTA „Síðasta ár var einfaldlega það albesta í sögu fyrirtækisins.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Toyota bílar seldust langmest árið 2004 Fólksbílasalan var með ágætum á árinu 2004. 11.968 nýir fólksbílar voru skráðir, talsvert fleiri en síðustu ár. Metið frá 1987 stendur þó óhaggað en þá seldist 18.081 nýr bíll. Toyota ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir; 3.199 slíkir seldust á árinu. Bílgreinasambandið spáir að 13.500 nýir bílar seljist á þessu ári. MEST SELDI BÍLLINN 2004 792 Toyota Yaris bílar seldust á síðasta ári SÁ FJÓRÐI SÖLUHÆSTI 557 Toyota Land Cruiser ´90 seldust á síðasta ári. Stykkið kostar frá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Bíllyklar: Ekkert grín að týna ÓHAPP Bíllykillinn er sá hluti bílsins sem er hvað mest ómissandi en hann er jafnframt einn sá dýrasti, a.m.k. miðað við þyngd. Kona nokkur sagði farir sínar ekki sléttar eftir að hafa orðið fyrir því óhappi að týna lykli af bifreið sinni í höfuðborginni. Bílnum var ólöglega lagt og þurfti að draga hann af vettvangi. Kost- aði drátturinn 5.300 krónur. Því næst kom að því að fá nýjan lykil smíðaðan. Fyrst varð að kaupa ósniðinn lykil sem kostaði litlar níu þúsund krónur sem svo varð að sníða til. Var konan rukkuð um 2.500 krónur fyrir skurðinn. Að honum lokum þurfti að kóða lykil- inn til samræmis við tölvu bílsins. Tók verkið rétt tæpa mínútu og kostaði sex þúsund krónur. Þegar upp var staðið hafði lykilstapið því kostað 22.800 krónur. - shg DAGSKORT Í BLÁFJÖLLUM KOSTAR 1.300 Miðað við fullorðna á virkum dögum. Börn greiða 500.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.