Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 1
● svíagrýlan enn ekki farin til fjalla
Íslenska landsliðið:
▲
SÍÐA 26
Annað tapið í röð
● ný heimildarmynd um ísland
Kristín Ólafsdóttir:
▲
SÍÐA 38
Há dú jú læk
Æsland?
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FÖSTUDAGUR
NÝÁRSTÓNLEIKAR
Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur einsöng á
nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Háskólabíói sem hefjast klukkan
19.30. Stjórnandi er Michael Dittrich.
DAGURINN Í DAG
7. janúar 2005 – 5. tölublað – 5. árgangur
JÁTAR MORÐ Hákon Eydal játar að hafa
svipt Sri Rahmawati lífi þegar manndráps-
ákæra á hendur honum var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjá síðu 2
ENN ÓGIRT OG OPIÐ Enn hefur ekki
verið hægt að girða af miltisbrandssýkta
svæðið á jörðinni Sjónarhóli á Vatnsleysu-
strönd vegna andstöðu landeigenda. Sjá
síðu 2
DÆMD FYRIR SMYGL Hollensk
tveggja barna móðir var dæmd í eins árs
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að
smygla kókaíni innvortis. Sjá síðu 8
ÓVÍST UM HAG AF SKATTAÍVILN-
UNUM Stjórnvöld telja óljóst hvort skatta-
ívilnanirnar gagnvart skipaflutningafyrirtækj-
um skapi íslenskum farmönnum störf.
Sjá síðu 10
Kvikmyndir 30
Tónlist 32
Leikhús 32
Myndlist 32
Íþróttir 26
Sjónvarp 36
Kjartan Halldórsson:
▲
Í miðju blaðsins
Smá hamingja
fyrir fólk
● matur ● tilboð
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
DAGAR EFTIR AF
JANÚARTILBOÐI TOYOTA
25
Corolla Sedan, 1,4 l
Tilboðsverð
1.709.000 kr.
HAMFARIR Margir helstu þjóðar-
leiðtogar heims funduðu í gær í
Jakarta í Indónesíu um hvernig
haga bæri neyðaraðstoð og upp-
byggingu á hamfarasvæðunum.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, brýndi fyrir leiðtogun-
um að standa við loforð sín um
aðstoð. Bærist hún ekki fljótt
gætu alvarlegir sjúkdómar
breiðst út og enn fleiri látist til
viðbótar við þá 140.000 sem þeg-
ar eru taldir hafa týnt lífi.
Ríflega 200 milljörðum króna
hefur verið lofað til aðstoðar. Auk
þess hafa lánardrottnar landanna
sem verst urðu úti samþykkt að
létta skuldabyrði þeirra umtals-
vert.
Carol Bellamy, framkvæmda-
stjóri Unicef, segir í viðtali við
Fréttablaðið í dag að flóðin við
Indlandshaf hafi bitnað verst á
börnunum á svæðinu. Í það
minnsta þriðjungur látinna er
börn og þau sem lifðu af eru enn
í hættu.
Bellamy segist aldrei hafa orð-
ið vitni að þvílíkum hörmungum
en hún ferðaðist í vikunni um
hamfarasvæðin á Srí Lanka og
Indónesíu.
Sjá síður 4 og 16
VEÐRIÐ Í DAG
VÍÐA EINHVER ÉLJAGANGUR SÍST
ÞÓ Í BORGINNI. Ákveðinn vindur um
allt land og frost 3-9 stig. Sjá síðu 4.
Tuttugu og sex þjóðarleiðtogar á fundi um náttúruhamfarirnar:
Milljörðum lofað og
skuldabyrði létt
FERSK Á FÖSTUDEGI
stjörnuspá fólk tíska áramót persónuleikapróf
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
7.
jan
– 1
3.
jan
+
Víkingur Heiðar
Stjörnuspá ársins 2005
Dagbækur
» fyrir tilviljun
_x|~~ÉÇt
KATLA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR
Leikkona fyrir
tilviljun
Katla Margrét Þorgeirsdóttir:
▲
Fylgir Fréttablaðinu í dag
● stjörnuspá 2005 ● víkingur heiðar
KJARAMÁL Impregilo segir að fyrir-
tækið geti ekki ábyrgst að vinnu við
gerð Kárahnjúkavirkjunar ljúki á
tilsettum tíma ef fyrirtækinu verð-
ur neitað um að ráða vant starfsfólk
sem þjálfað sé af Impregilo.
Í fréttatilkynningu frá Impregilo
er það gagnrýnt að fyrirtækið sé
þvingað til þess að leita starfsfólks í
öðrum löndum. Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins, segir að þarna sé um hót-
un að ræða gagnvart Íslendingum.
„Þeir eru að reyna að halda mál-
inu í þeim farvegi að þeir losni við
að borga dagsektir ef virkjunin
bregst. Þeim hefur tekist að halda
málinu í þeim farvegi,“ segir Guð-
mundur og telur að auglýsingar
Impregilo beri þess glögglega
merki að þeir séu búnir að ákveða
hverja þeir ætli að ráða. Þeir reyni
svo að firra sig ábyrgð og snúa
henni á verkalýðshreyfinguna og Ís-
lendinga því þeir fái ekki að ráða
það starfsfólk sem þeir vilja; starfs-
fólki sem þeir geti borgað það sem
þeim sýnist.
Impregilo hefur óskað eftir at-
vinnuleyfi fyrir 180 Kínverja sem
hafa starfað við stíflu- og jarð-
gangagerð í Norður-Kína, sumir í
meira en sjö ár, þar sem íslenskar
aðstæður hafa reynst slæmar fyrir
portúgalska leigustarfsmenn. Hjá
þeim sé starfsmannaveltan yfir 70
prósent.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra segir að ekki hafi verið tekin
nein ákvörðun, hvorki af né á, um að
veita þessi leyfi. Það verði Vinnu-
málastofnun að gera. „Ég ætla ekki
að tjá mig um þá ákvörðun, hvorki
núna né þegar hún verður tekin,
vegna þess að þar með verð ég bú-
inn að gera mig vanhæfan í því að
fjalla um þá ákvörðun ef hún verður
kærð til mín.“
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, segir að
Impregilo láti portúgalska leigu-
starfsmenn borga skatta til Portú-
gals, sem séu lægri en hér, og hirði
mismuninn.
- ghs
sjá síðu 6
Impregilo með hótanir
gagnvart Íslendingum
Impregilo segir að vinnu við stíflugerðina á Kárahnjúkum verði ekki lokið á tilsettum tíma ef
fyrirtækið fær ekki að ráða Kínverjana sem það sótti um atvinnuleyfi fyrir. Formaður
Rafiðnaðarsambands Íslands segir þetta vera hótun.
JÓLIN KVÖDD Í GRAFARVOGI Mikil stemning var á árlegri þrettándagleði Grafarvogsbúa á Gufunessvæðinu í gærkvöld. Ýmsar kynjaver-
ur voru á svæðinu svo sem álfakóngur, álfadrottning, grýla og jólasveinar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N Snjóflóðahætta í
Bolungarvík:
Íbúar enn
að heiman
SNJÓFLÓÐ 66 íbúar sem þurftu að
yfirgefa heimili sín vegna snjó-
flóðahættu í Bolungarvík fengu
að snúa aftur heim til sín í gær
eftir að almannavarnanefnd
aflétti hættuástandi á því svæði.
26 manns bíða því enn eftir að
hættuástandið gangi yfir en þang-
að til búa flestir hjá annaðhvort
ættingjum eða vinum, en nokkrir
gista í húsnæði sem bæjarfélagið
útvegar.
Einar Pétursson, bæjarstjóri í
Bolungarvík, segir erfitt að spá til
um hvenær restin af fólkinu
kemst heim til sín en veðurspá sé
ágæt og á hádegi í dag mun al-
mannavarnanefnd Bolungarvíkur
hittast og endurmeta stöðuna.
Í fyrradag fengu 46 manns að
snúa heim á Ísafirði og í Hnífsdal
eftir að hættuástandi var aflétt.
- bs