Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 20

Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 20
Lesaðstaða Góð lesaðstaða skiptir máli og að þú getir notað hana þegar þér hentar. Settu niður fastan tíma á lesaðstöðuna ef þú deilir henni með öðrum og gakktu vel um svo hún sé hrein þegar þú kemur að henni. Sjáðu til þess að verða ekki fyrir truflun og slökktu á símanum.[ Rýnt í texta Megasar Námskeið um texta Megasar verður haldið hjá Endurmenntun HÍ í lok janúar. Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á námskeið nú í lok janúar sem kallast Megas Fram og aftur blindgötuna. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, blaðamaður og bókmenntafræðing- ur, mun kenna námskeiðið Megas Fram og aftur blindgötuna hjá End- urmenntun HÍ og hefst það 26. jan- úar. Þess var farið á leit við Þórunni að kenna námskeiðið en hún hefur ætíð haft gríðarlegan áhuga á text- um Megasar. „Þó hann skipi þennan sess í okkar menningarlífi sem hann gerir hafa textarnir gjarnan orðið útundan í umræðunni um Megas, en það eru fyrst og fremst þeir sem hafa gert hann frægan,“ segir Þórunn, sem valdi námskeið- inu heiti sem er titill á einni af plöt- um Megasar, Fram og aftur blind- götuna. „Mér finnst þessi titill fanga kjarnann í höfundarverki Megasar en hann fjallar svo fallega um allar þessar blindgötur sem við röltum,“ segir Þórunn. Þetta er í fyrsta sinn sem nám- skeið af þessu tagi er haldið, þar sem rýnt verður í texta Megasar og fjallað verður um höfundarverk hans frá ýmsum hliðum en einnig um ævi hans og áhrifavalda. Við- tökur við verkum hans fyrr og nú og stöðu hans í íslenskri samtíma- menningu eru meðal þess efnis sem tekið verður á en námskeiðið er gagnvirkt þar sem áhugi þátt- takenda ræður að einhverju leyti hvaða texti og efnisþættir verða teknir fyrir. Megináhersla verður þó lögð á textarýni út frá ákveðnum þáttum eða þemum sem birtast ítrekað í verkum Megasar. Sem dæmi má nefna afhelgun og ádeilu, ást, reiði, húmor, vísanir, heilræði, lyfjafræði og Reykjavík. ■ 9 Námskeið til pungaprófs/ 30 rúml. skipstjórnarréttinda, 12. jan.– 21.mars. Kennsla Austurbugt 3 mánudags- og miðvikudagskvöld kl 19-23. Hafsiglinganámskeið (Yachtmaster Offshore) Úthafssiglinganámskeið (Yachtmaster Ocean) Sími 898 0599 og 588 3092 Netfang. sigling@mmedia.is Heimasíða: www.siglingaskolinn.net Siglingaskólinn ] Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Í Foreldrahúsi sem rekið er af Vímulausri æsku eru haldin sjálf- styrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga. „Annars vegar er þetta námskeiðið Sjálfstyrking unglinga fyrir 13 til 17 ára og hins vegar Börnin okkar fyrir 10 til 12 ára,“ segir Jórunn Magnúsdóttir, for- stöðukona Foreldrahúss. Í lýsingu á námskeiðunum segir meðal ann- ars að unglingum sé kennd víðsýni og skilningur á samfélaginu. Mikil- vægt sé að vera fær um að setja sig í spor annarra án þess að dæma, og að átta sig á hvað liggi að baki hegðun annarra hverju sinni auð- veldi viðkomandi að átta sig betur á skilaboðum frá umhverfinu. „Þetta er forvarnanámskeið þar sem við kennum þeim að efla sjálfstraust og félagslega færni, auk þess sem þeim er kennt að standa fast á nei-inu sínu og standa með sjálfum sér. Gott sjálfstraust og trú á eigin getu eru nauðsyn- legir kostir til að varast óæski- leg áhrif frá umhverfinu,“ segir Jórunn en bætir við að engin tvö námskeið séu eins því það sé sniðið að hópnum hverju sinni og sé það í höndum leiðbeinandans hvernig því sé háttað. „Mikilvægt er að ná til unga fólksins því nokkrum árum seinna getur það verið um seinan,“ segir Jórunn og bætir við að ekki sé tekið á móti börnum í þennan hóp sem þegar eru komin í neyslu. For- eldra segir hún hafa lýst ánægju með þessi námskeið en það segi enn meira að unglingarnir sjálfir séu ánægðir. „Unglingarnir hafa komið til okkar og beðið um fram- haldsnámskeið, sem segir ansi margt,“ segir Jórunn. kristineva@frettabladid.is Höfum heilsusamleg áhrif á ungdóminn Opinn fræðslufundur í Kennara- háskólanum í kvöld. Hvernig við hjálpum börnum að til- einka sér hollan lífsstíl verður um- ræðuefni foreldrakvölds Kennarahá- skóla Íslands í kvöld, þriðjudag 11. janúar kl. 20. Þar mun Brynhildur Briem, lektor í matvæla – og nær- ingarfræði, segja frá rannsókn á lífs- stíl barna sem hún hefur tekið þátt í og Jórlaug Heimisdóttir, verkefna- stjóri hjá Lýðheilsustöð, kynna nýtt þróunarverkefni – Allt hefur áhrif, einkum við sjálf – sem Lýðheilsu- stöð er að hefja í samvinnu við sveitarfélög í landinu. Auk þess verður rætt vítt og breitt um þá þætti sem hafa áhrif á heilsu fólks og samstarf foreldra og kennara í því verkefni að bæta lífshætti ís- lenskra ungmenna og auka heil- brigði þeirra. Þetta er fyrsta fræðslu- kvöld KHÍ á þessu ári en þau verða haldin annan þriðjudag í hverjum mánuði fram á vorið með áhuga- verðri dagskrá og eru öllum opin. „Unglingarnir hafa komið til okkar og beðið um framhaldsnámskeið, sem segir ansi margt,“ segir Jórunn Magnúsdóttir forstöðukona Foreldrahúss. Að standa með sjálfum sér Forvarnanámskeið á vegum Foreldrahúss.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.