Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 21
Í byrjun árs huga margir að heimilisbókhaldinu. Fram- færsla margra námsmanna byggir að mestu leyti á náms- lánum og því getur vel skipu- lagt bókhald skipt sköpum til að ná endum saman. „Þegar sótt er um námslán verður að vanda tekjuáætlunina eins og hægt er. Helsta ástæða þess að mismunur er á milli lánsins sem greitt er út og áætlunarinnar í upphafi skólaannar er sá að tekj- ur eru vanáætlaðar og því er lánið skert. Það er því nauðsynlegt að setja allar mögulegar tekjur inn í áætlunina svo útgreitt lán í lok annar nái að greiða yfirdráttinn upp að fullu,“ segir Kristín Val- týsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Landsbanka Íslands. „Ef einhverjar umframtekjur eru eftir í lok sumars er skynsam- legast að nota þær til framfærslu fram eftir skólaönninni og fresta töku yfirdráttarláns í nokkra mánuði. Þannig sparast greiðslur vegna vaxta af yfirdrætti og hægt er að ávaxta peningana sem LÍN greiðir,“. segir Kristín og jafn- framt að ef til þess komi að fólk þurfi að taka yfirdráttarlán mæli hún ekki með því að yfirdráttur- inn sé hærri en sem nemur lánsloforðinu frá LÍN. „Best er að hækka yfirdráttarheimildina mánaðarlega, þá fæst yfirsýn yfir það hve miklu má eyða um hver mánaðamót, en yfirdráttarlán eru fyrst og fremst hugsuð til að brúa bilið,“ segir Kristín og telur hún það mikilvægt að huga að öllum kostnaðarliðum þegar fjármálin eru skipulögð. Fyrir utan bóka- kostnað þurfa námsmenn að gera ráð fyrir framfærslukostnaði og einnig hvort þeir hafi efni á að reka bíl. Rekstur á bíl er dýr og því skiptir máli að kanna verð á tryggingum og auðvitað spara eins og hægt er við bensínkaupin. „Það sparar tíma og peninga að hafa öll regluleg útgjöld í greiðsluþjónustu, en þá eru út- gjöldin skuldfærð í hverjum mán- uði. Þessi þjónusta hentar þeim sem hafa fáa reikninga. Þeir sem hafa fleiri fasta útgjaldaliði ættu frekar að vera í greiðsludreif- ingu, en þá er útgjöldum heimilis- ins dreift jafnt yfir árið og föst upphæð greitt mánaðarlega. Þannig er hægt að hafa góða yfir- sýn yfir fjármálin,“ segir Kristín. Fyrir þá námsmenn sem kjósa að nota kreditkort vill Kristín benda á kreditkort með inneign. Með þessum kortum hafa námsmenn aðgang að öllum eiginleikum kreditkorts eins og slysa- og ferðatryggingum en skulda ekki neitt um mánaðamót. Velji námsmenn að fá sér hefð- bundin kreditkort er mikilvægt að stilla heimildum í hóf og gera alltaf ráð fyrir að geta greitt reikninginn um næstu mánaða- mót því fjölgreiðslur auka kostn- að. „Það er mjög góð regla að setja niður áætlun fyrir mánuðinn til að sjá betur í hvað þú getur eytt og taka saman í lok mánaðar hvort áætlunin hafi staðist og hverju þurfi að breyta fyrir næsta mán- uð,“ segir Kristín. kristineva@frettabladid.is Vanda skal tekjuáætlunina ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005 FULLORÐINSFRÆÐSLA Í 65 ÁR Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið PRÓFADEILD – ÖLDUNGADEILD Grunnskólastig: (íslenska, danska, enska, stærðfræði) grunnnám, fornám – upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskólanám. Framhaldsskólastig: sjúkraliða-, nudd- og félagsliðanám. Almennur kjarni fyrstu þriggja anna framhaldsskóla og sérgreinar á heilbrigðissviði. Fjarnám í sérgreinum á heilbrigðissviði. Félagsliðanám – brú fyrir starfsfólk í umönnun aldraðra og fatlaðra. Sérkennsla í lestri og ritun. Íslenska:: aukin lestrarfærni, stafsetning og málfræði. INNRITUN: 7. – 12. janúar. Kennsla hefst 17. janúar ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM Fjölbreytt tungumálanám: Byrjenda- og framhaldsflokkar.Norska,sænska,enska,þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, pólska, tékkneska, arabíska og tælenska. Myndlist og handverk: Fatasaumur, skrautskrift – byrjenda- og framhaldsnámskeið, glerlist, mósaík, listasaga, teikning, vatnslitamálun, olíumálun, skopmyndateikning, prjón. Önnur námskeið: Fjármál heimilanna, húsgagnaviðgerðir matreiðsla fyrir karlmenn – byrjenda- og framhaldsnámskeið, viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum, útskurður í tré. Stærðfræðiaðstoð og tungumálanámskeið fyrir börn og unglinga. Íslenska fyrir útlendinga Morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna (stig 1-5). Íslenska talflokkar og ritun. Fjarnám í íslensku – vefskoli.is INNRITUN: 13.-20.janúar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 24.janúar Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma: 551 2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is - Vefsíða: www.namsflokkar.is Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Kristín Valtýsdóttir segir það góða reglu að fara yfir fjármálin í hverjum mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LÆRÐU AÐ HEKLA, PRJÓNA OG SAUMA BÚTASAUM 1. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 12. janúar til 23. febrúar. 2. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á mánudögum 17. janúar til 21. febrúar. 3. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 9. mars til 20. apríl. 1. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 6. janúar til 27. janúar 2. HEKLNÁMSKEIÐ á þriðjudögum 18. janúar til 15. febrúar 3. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 24. febrúar til 17. mars. 4. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 31. mars til 28. apríl 5. HEKLNÁMSKEIÐ á mánudögum 4. apríl til 25. apríl 1. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ Saumuð er taska eftir Kaffe Fassett. Kennt er fimmtudagana 10. og 17. febrúar. 2. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ Saumaður er dúkur eftir Sigríði Bragadóttur Kennt er mánudagana 7. og 14. mars. Innritun og allar nánari upplýsingar í Storkinum, Laugavegi 59, sími 551 8258.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.