Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 33
SPLENDA er náttúrulegt
sætuefni sem hefur eðlilegt
sætubragð.
SPLENDA er kalóríufrítt og
veldur ekki tannskemmdum.
Hægt er að baka, elda og sulta
úr SPLENDA.
SPLENDA kemur í stað sykurs
og er frábært fyrir sykursjúka.
Fæst í Lyf og heilsu,
Hagkaupum og Lyfju
Fólk er mjög ánægt með hraðferðina í gegnum tækjasalinn, að sögn Ágústu Johnson.
{ HEILSA 2005 } 11
Líkamsræktarlausn fyrir flá sem eru a› fl‡ta sér
Það er alltaf ný tafla í byrjun árs hjá Hreyfingu og nú eru að byrja hin
gamalgrónu átta vikna aðhaldsnámskeið sem hafa verið vinsæl gegnum
árin. „Við erum með svipað prógramm og á haustönn, þar á meðal Stott
Pílates sem verður alltaf vinsælla og vinsælla. Svo erum við með fullt af
spennandi og skemmtilegum tímum,“segir Ágústa Johnson. Það sem er
nýjast hjá Hreyfingu er hraðferðin í tækjasalnum. „Fólki finnst það frábær
kostur að geta gengið að stuttum en hnitmiðuðum æfingahring og geta
verið búið með líkamsrækt dagsins á hálftíma þegar svo ber undir.“ Svo
eru hjólatímar eða spinning orðnir mjög vinsælir aftur að sögn Ágústu.
„Við upplifðum smá lægð fyrir nokkrum árum en nú sækir spinning
stöðugt í sig veðrið. Spinning-tímarnir eru einfaldari en þeir voru og nú
er áherslan lögð á að hjóla og vinna markvisst með púlsinn, sem gefur
betri árangur og er öruggara en að vera með þolfimiæfingar á hjólunum í
bland eins og tíðkaðist mikið áður,“ segir Ágústa að lokum.
hvítlaukur }
Gó›ur fyrir ónæmis-
kerfi›, hjarta› og
lungun auk fless
sem hann fælir burt
vampírur!
Fáar plöntur hafa annað eins
orðspor og hvítlaukurinn. Hann
er talinn lækna eða fyrirbyggja
ótal sjúkdóma auk þess sem
hann fælir vampírur frá! Ótal
rannsóknir á verkun hvítlauksins
staðfesta þau sannindi að hann
sé góður fyrir hjartað og lungun
auk þess sem hann styrkir
ónæmiskerfið. Hvítlaukurinn er
einnig meðal vinsælustu krydda
svo auðvelt er að taka hann inn
enda er hann notaður í salöt,
sósur, pottrétti, súpur, á kjöt og
í ýmsa smárétti.
Hvítlaukur gegn krabbameini
Í hvítlauknum eru efni sem
hindra alls kyns krabbameins-
myndanir í tilraunadýrum. Þar
má nefna krabbamein í brjóst-
um, lifur og ristli. Í rannsókn á
42.000 eldri konum, sem gerð
var í Iowa-ríki í Bandaríkjunum,
kom í ljós að þær sem borðuðu
hvítlauk oftar en einu sinni í
viku minnkuðu líkur á því að fá
ristilkrabbamein um helming.
Hvítlaukur gegn kvefi
Hvítlaukur drepur bakteríur sem
valda kvefi og flensu. Borðið
hvítlauk þegar þið finnið ein-
kenni hálsbólgu því það gæti
orðið til þess að þið yrðuð ekki
veik.
Ungbörn og hvítlaukur
Þegar mæður með börn á
brjósti borða hvítlauk eru börn-
in lengur á brjóstinu í einu og
drekka meira magn. Þetta var
niðurstaða prófana sem gerðar
voru í Bandaríkjunum.
Að losna við lyktina
Eftir að hvítlaukurinn hefur ver-
ið borðaður til ánægju og
heilsubótar vilja margir losna við
lyktina sem fylgir honum. Það
er ekki að ástæðulausu sem
fersk steinselja sést svo oft með
hvítlauknum í alls kyns upp-
skriftum, því besta ráðið til að
losna við lyktina er að tyggja
ferska steinselju, sem auðvitað
er einnig
þrungin bæti-
efnum.
Hra›fer› í gegnum
tækjasalinn