Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 41
21ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005 Skýr markmið mikilvægust Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, sagði í ávarpi sínu á fundi Fjármálaeftirlitsins, að mikilvægast væri að eftirlitsstofnanir með mörkuðum hefðu skýr markmið og hefðu á að skipa hæfu starfsfólki. Hann gat þess að eftir reynslu af eftirlitsstofnunum í tíu löndum þætti honum mest til fjármálaeftirlitsins í Lúxembúrg og á Íslandi koma. Sigurður sagði einnig að viðmót stjórnvalda í garð fjármálastofnana væri mikilvægt og sagðist hafa kynnst því að víða um heim væru stjórnvöld fyrri til að snúast til varnar fyrir fjár- málastofnanir heldur en hér á landi. „En þar sem þetta er viðkvæmt mál mun ég ekki ræða það nánar hér,“ sagði hann. Vill harðari aðgerðir Í ávarpi sínu fagnaði Bjarni Ármanns- son, forstjóri Íslandsbanka, því að boð- að hefur verið aukið gegnsæi í starf- semi Fjármálaeftirlitsins og sagðist þeirrar skoðunar að stofnunin ætti að grípa til harðari aðgerða heldur en hingað til. Bjarni sagði að sökum þess hve nýr og óþroskaður íslenskur fjármálamark- aður væri hafi virðing fyrir Fjármála- eftirlitinu gjarnan verið ónóg. Hann sagði dæmi þess að stofnanir færu vilj- andi inn á „gráa svæðið“ og að slík hegðun gæti til lengri tíma skaðað traust manna á íslenska markaðinum. Því væri mikilvægt að gripið yrði til að- gerða gagnvart þeim sem slíkt stunda. „Til lengri tíma litið eru óskráðar reglur, hefðir og venjur á markaði rétt eins mikilvægar og lög og reglur,“ sagði Bjarni. Mikilvægt að traust ríki Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, lagði áherslu á það í ávarpi sínu að ekki yrðu settar sér- íslenskar reglur á fjármálamarkaði. Hann sagði aðild Íslands að EES hafa haft í för með sér fjölda tækifæra og að rekstrarskilyrði banka og fjár- málastofnana hefðu verið góð á síð- ustu árum. Hann fjallaði einnig um aðlögun að nýjungum í fjármögnun banka og fjall- aði um þátt íslenska ríkisins á íbúða- lánamarkaði og fullyrti að starfsemi Íbúðalánasjóðs væri ekki í samræmi við evrópsk lög. Halldór kvað mikilvægt að traust ríkti milli markaðsaðila og eftirlitsstofn- unar og sagði að slíkt traust hefði í för með sér tækifæri til þess að leysa úr ágreiningsmálum á greiðari hátt heldur en ef öll samskipti séu formleg. Fjármálaeftirlit þarf að vera óháð stjórnvöldum Sir Howard Davies, fyrrum forstjóri breska fjármálaeftirlitsins, leggur áherslu á að stofnanir sem eiga að setja og framfylgja reglum á markaði séu óháðar pólitísku dægurþrasi. Hann segir mikilvægt að aðilar á markaði komi að vinnu við reglusetn- ingu og úrlausn ágreiningsmála. Þótt fjármálastofnanir og aðrir þátttakendur á markaði telji jafnan að best sé að þeir komi sér sjálfir saman um reglur þá dugir sá vilji ekki til þess að hægt sé að komast hjá opinberum afskiptum af starfsemi markaða. Þó er mikil- vægt að opinberir aðilar láti ekki stjórnast af pólitískum þrætum þegar slíkar reglur eru settar. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Sir Howard Davies á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um þróun íslenska fjármálamark- aðarins. Sir Davies gegnir nú starfi rektors London School of Economics en var áður forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Í erindi sínu fjallaði hann meðal annars um viðleitni yfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu til að samrýma reglur um markaði. Hann hefur miklar efasemdir um að sú viðleitni hafi í för með sér fleiri kosti en galla. Hann sagði að hjá stjórnmála- mönnum í Evrópusambandinu gætti tilhneigingar til þess að vilja setja reglur um málefni viðskipta- lífsins áður en þörf skapaðist á því en sjálfur telur hann slíkt verklag verra heldur en að löggjafinn bregðist við þeirri þróun sem þegar er orðin á markaði og sagði að mikilvægasta verkefnið víðast hvar væri að framfylgja þeim reglum sem þegar væru í gildi. Davies segir að aukin upplýs- ingagjöf um starfsemi fjármála- eftirlits sé markaðinum til hags- bóta. Með því sé skotið sterkari rótum undir trú fólks og fjárfesta á því að sanngjörn og heiðarleg vinnubrögð séu ríkjandi á mark- aði. „Ég tel að það sé erfitt að treysta á að markaðsaðilar setji sér sjálfir reglur. Í fyrsta lagi vegna þess að það passar illa í lagaumhverfið í Evrópu. Í öðru lagi hvíla rök fyrir slíku fyrir- komulagi á þeim grunni að mark- aðsaðilar hafi mikla sameiginlega hagsmuni. Nú á dögum er þetta ekki forsenda sem hægt er að ganga út frá þar sem menn keppa harkalega sín á milli,“ segir Davies. Af þessum sökum telur hann mikilvægt að opinbert reglu- verk sé til staðar um markaði. Hann segir hins vegar mikil- vægt að þær stofnanir sem veita markaði aðhald og hanna reglur séu einangraðar gagnvart póli- tískum hagsmunum. Hann segir að slíkt fyrirkomulag sé við lýði í Bretlandi og að fjármálaeftirlitið þar sé sjálfstæðara en flestir seðlabankar. „Það er mikilvægt að einangra stjórnvöld um markaði frá póli- tísku dægurþrasi. Í Bretlandi hefur þetta verið gert. Þar geta ráðherrar ekki gefið Fjármála- eftirlitinu fyrirmæli og ráða engu um fjárveitingar til þess. Mér skilst að svo sé ekki raunin á Íslandi. Markaðurinn hefur efa- semdir um stjórnmálamenn og því verður markaðurinn trúverð- ugri eftir því sem eftirlitsaðilarn- ir eru sjálfstæðari,“ segir hann. Hann leggur einnig mikið upp úr því að markaðsaðilar hafi að- komu að mótun reglna á markaði og séu kallaðir til við úrlausn mála. „Það þarf að tryggja að lög- gjafinn eða eftirlitsaðilinn búi yfir mikilli þekkingu á markaðin- um og ráði starfsmenn sem hafa reynslu af störfum á markaðin- um. Einnig þarf að gæta að því að aðilar á markaði hafi aðgang að nefndum sem vinna að reglum. Í Bretlandi hafa markaðsaðilar alltaf aðgang að nefndum sem rannsaka þau mál sem koma upp. Markaðsaðilar eru í minnihluta í slíkum nefndum en þetta fyrir- komulag tryggir að yfirvöld geri ekki kröfur sem ekki er raunhæft að framfylgja,“ segir hann. ■ KÁTIR BANKASTJÓRAR Þeir sátu saman forsvarsmenn stóru íslensku bankanna og höfðu sér á hægri hönd forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þrátt fyrir að eiga í harðvítugri sam- keppni flesta daga fór vel á með þeim. Frá vinstri eru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins; Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka; Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans; og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FUNDUR FJÁRMÁLA- EFTIRLITSINS UM ÞRÓUN ÍSLENSKA MARKAÐARINS FORSTJÓRI FYLGIST MEÐ Óskar Magn- ússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, var meðal fundargesta í gær og fylgdist einbeittur með gangi mála. SJÁLFSTÆÐI MIKILVÆGT Sir Howard Davies leggur áherslu á að næg þekking sé til staðar innan stofnana sem fylgjast með mörkuðum. Hann telur það þó ekki raun- hæft að markaðsaðilar ráði sjálfir hvaða reglum beri að framfylgja á markaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.