Fréttablaðið - 11.01.2005, Page 45

Fréttablaðið - 11.01.2005, Page 45
GOLF Þegar upp var staðið eftir síð- asta dag fyrsta stórmótsins í golf- heiminum á nýju ári stóð Ástral- inn Stuart Appleby uppi sem sig- urvegari og skaut þannig aftur fyrir sig öllum stjörnum golf- heimsins sem tóku þátt. Appleby varð þar með fyrsti kylfingurinn í 22 ár til að vinna mótið tvisvar í röð. Fyrir lokahringinn var Vijay Singh líklegastur til að byrja nýja árið á svipuðum nótum og hann spilaði á liðnu ári enda með eins höggs forystu og hafði ekki fram að lokahringnum farið braut yfir pari. Fjögur högg skildu hann og Appleby að og fáir bjuggust við að Ástralinn gæti endurtekið leikinn tvö ár í röð. En með þrautseigju og einbeitingu spilaði hann á sex undir pari og alls á 21 höggi undir parinu og það dugði til sigurs. ■ ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005 flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.599 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.699kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 12. - 18. janúar EGILSSTAÐA 6.299 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 70 23 01 /2 00 5 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina.                                 KOM Á ÓVART Appleby spilaði loka- hringinn á Mercedes-mótinu af mikilli ein- beitingu og vann mótið annað árið í röð. García úti í kuldanum Þrátt fyrir 32 stiga meðalhita á ströndum Púertó Ríkó þar sem Jaliesky García dvelur í góðu yfirlæti er kappinn úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfar- anum Viggó Sigurðssyni eftir framkomu hans undanfarnar vikur. HANDBOLTI „Það má nánast slá því föstu að framtíð hans með ís- lenska landsliðinu sé fyrir bí,“ segir Viggó Sigurðsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, vegna frétta af því að stórskyttan Jaliesky García hafi loks fundist á Púertó Ríkó en hans hefur verið leitað eftir að hann fór til Kúbu um jólin vegna fráfalls föður hans. Tæp tvo ár eru síðan García, sem fæddur er á Kúbu, fékk íslenskan ríkisborgararétt og hefur hann síðan reglulega spilað fyrir íslenska landsliðið og staðið sig með ágætum. Hann var hluti af þeim hópi sem Viggó valdi til að leika fyrir Íslands hönd á World Cup í Svíþjóð í nóvember síðastliðnum en Viggó tók við liðinu skömmu áður. „Þarna er um góðan leikmann að ræða og hann stóð sig að mínu viti bærilega og þess vegna valdi ég hann í þann hóp sem fer á á heimsmeistaramótið í Túnis en úr því að hann sýnir landsliðinu ekki meiri áhuga en svo að strendur á eyju í Karíbahafi heilla meira þá eru möguleikar hans nánast engir að spila undir minni stjórn.“ Viggó segir að hann hafi grun- að um tíma hvað var á seyði en það hafi ekki fengist staðfest fyrr en nú. „Upplýsingar okkar benda til þess að hann sé í fríi með konu sinni en hann hefur ekki gert svo lítið að láta nokkurn vita af stöðu mála og í raun málað sig þar með út í horn hvað mig varðar. Þetta er vægast sagt fyrir neðan allar hell- ur og merkilegt afstaða skömmu eftir að hann hefur orðið sér úti um íslenskan ríkisborgararétt.“ Viggó vill ekki að svo stöddu endanlega segja að ferill García með landsliðinu heyri fortíðinni til. Telja má þó víst að García fari ekki með landsliðinu á fimmtu- daginn kemur til Spánar en þar tekur liðið þátt í æfingamóti áður en haldið verður til Túnis á heims- meistaramótið sem hefst 23. janúar. albert@frettabladid.is GARCIA FER EKKI MEÐ TIL TÚNIS Stórskyttan Jaliesky Garcia fer ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótið í Túnis enda tók hann frí með konunni fram yfir æfingar og leiki með landsliðinu. Ástralinn Stuart Appleby vann fyrsta stórmót ársins: Skaut stórstjörnum ref fyrir rass Kenenisa Bekele: Sorgin knúði óvænt dyra FRJÁLSAR Heims- og Ólympíumeist- arinn í 10 þúsund metra hlaupi, Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele, mun ekki taka þátt í nein- um mótum á næstunni en unnusta hans, hin 18 ára gamla Alem Techele, lést skyndilega í síðustu viku. Hneig hún niður við æfingar og lést án þess að komast til með- vitundar á ný. Bekele hefur því aflýst þátttöku á næstu mótum en þau skötuhjú höfðu blásið til brúð- kaupsveislu í vor og áfallið því mikið fyrir þennan mikla hlaupara. ■ FRJÁLSÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Langhlauparinn Bekele keppir ekki á nein- um mótum á næstunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.