Fréttablaðið - 11.01.2005, Page 56

Fréttablaðið - 11.01.2005, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Innritun fyrir vorönn 7. - 17. janúar á www.fa.is Fjarnám allt árið - þitt nám þegar þér hentar Skólameistari SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Costa del Sol Frá 26.900 kr. Bóka›u núna á www.heimsferdir.is Hin staðfasta skoðun Að hafa skoðun eru forréttindi,segja sumir. Að hafa skoðun eru mannréttindi, segja aðrir. Spekingur hafði orð á því að þótt honum líkaði ekki tilteknar skoðanir skyldi hann berjast fyrir því að menn fengju að hafa þær. Sumir hafa ógeðfelldar skoðanir. Aðrir hafa frábærar skoð- anir – allt eftir því hvaða skoðun menn hafa á skoðunum annarra. Einhverjir hafa skoðanir sem sára- fáir hafa. Aðrir fylgja fjöldanum. Allt þetta fæst til dæmis staðfest með sérlegum skoðanakönnunum sem Gallup og fleiri gera. Það er réttur einstaklingsins að fá að halda í sínar ljótu og fallegu skoðanir. Hins vegar má færa fyrir því rök að það sé kostnaðarsamt umstang að hlusta á skoðanir annarra, velta þeim fyrir sér, virða þær og jafnvel framfylgja þeim. Lífið á landinu bláa væri mun einfaldara ef öll mál réð- ust af tveggja manna tali. Því er nú svo komið að það er della og vitleysa að meirihlutinn ráði. „Aumingja fólk- ið“ sem veit ekki betur og svarar delluspurningum í vitleysisgangi. Skoðanir eru meðal annars til þess gerðar að finna lausnir. Þær eru samræður sjónarmiða þar sem niðurstaðan er vonandi oftast að lok- um einhvers konar lausn eða í það minnsta málamiðlun. Einhverjir kalla slík skoðanaskipti dellu og vit- leysu. Það má líka segja að tveggja manna skoðun, með lausn án sam- ræðna, sé skoðanakúgun. En ef ein- hver lendir í þeirri aðstöðu að fram- fylgja skoðunum fjöldans er um að gera að vera staðfastur og viljugur og hafa vit fyrir „aumingja fólkinu.“ Að hafa skoðun getur verið óþægi- legt og erfitt – jafnvel hættulegt. Einhverjir hafa því tekið þá meðvit- uðu ákvörðun að hafa ekki skoðanir, berja þær niður innra með sér og geyma þær í læstum skúffum. Þeir hinir sömu segja gjarnan þegar spurt er: Ég veit ekki hvað skal segja. Ég vil ekki tjá mig um það. Hefur ekki forsætis... nei, ég meina utanríkis... nei, ég meina... æi, sá sem allt veit... ágætis skoðanir? Til eru þeir sem vildu gjarnan að Gallup og fleiri hættu að spyrja „aumingja fólkið“ heimskulegra spurninga sem meira að segja forsætis... nei, utan- rikis... æ, okkar maður er í vandræð- um með. Svo eru þeir til sem vilja spyrja spurninga, leita svara og mynda sér skoðanir á sameigin- legum hagsmunamálum. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.