Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 6
6 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR UMHVERFISMÁL „Fræðimenn hafa bent á það lengi að þegar hlýnun kemst á ákveðið stig mun það kerfi halda áfram óháð aðgerð- um og það er því svo sem ekkert nýtt í þessu hvað það varðar,“ segir Helgi Jensson, forstöðu- maður á framkvæmda- og eftir- litssviði Umhverfisstofnunar, um fréttir af nýútkominni skýrslu um loftslagshlýnun og afleiðingar þeirra. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að í skýrslunni kemur fram að að afleiðingar hlýnunar- innar geti verið að Grænlands- jökull bráðni og Golfstraumur- inn heyri sögunni til. Þessar kenningar eru ekki nýjar af nál- inni en í skýrslunni er meðal annars sagt að það verði að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda því eftir tíu ár verði of seint að snúa þróuninni við. Helgi segist ekki geta tjáð sig um þau tímamörk þar sem hann hafi ekki lesið skýrsluna, sem kom út í gær, og viti því ekki út frá hvaða forsendum hún er unnin. - bs Ráðuneyti um Vatnsenda: Bíður umsagnar frá Kópavogi DEILA „Umsögn borgarstjóra við beiðninni var send Kópavogsbæ og yfirvöldum þar gefið tækifæri til að bregðast við röksemdum borgarinnar. Við búmst við svör- um innan tveggja vikna og tökum efnislega afstöðu í framhaldinu,“ segir Pétur Örn Sigurðsson, lög- fræðingur hjá iðnaðarráðuneyt- inu, um lögnámsbeiðni Kópavogs- bæjar á landi í Vatnsendakrika. Pétur segir að lögnámsbeiðnin sé í rauninni eignarnámskrafa en bæjaryfirvöld í Kópavogi og Reykjavík hafa karpað um eignar- hald á landinu í Vatnsenda um skeið. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi sagði í viðtali við Frétta- blaðið að hann undraðist lögnáms- beiðnina þar sem málið væri í fag- legum farvegi hjá Óbyggðanefnd. Flosi Eiríksson, bæjarráðsmaður í Kópavogi, sagði hins vegar að landið væri ekki í kröfulýsingu Óbyggðanefndar, sem ætti því ekki að fjalla um málið. Pétur segir að þó að iðnaðar- ráðuneytið takið málið til meðferð- ar sé það alls ekki að taka afstöðu til þess hvort Óbyggðanefnd eigi að fjalla um málið eða ekki og engin tengsl séu þarna á milli. - bs Reglugerð flýtt og vottorða krafist EES-borgarar hafa forgang að vinnu hér, heilbrigðisvottorða verður krafist með umsókninni og reglugerð flýtt. Þannig bregst félagsmálaráðherra við gagnrýni ASÍ á Impregilo og atvinnuleyfin. ATVINNULEYFI Árni Magnússon félagsmálaráðherra gerði grein fyrir niðurstöðu ráðuneytisstjóra- hópsins svokallaða í ríkisstjórn í morgun og talaði bæði við fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins í gær. Til að koma til móts við gagn- rýni verkalýðshreyfingarinnar vegna Impregilo hefur verið ákveðið að gera breytingar á regl- um við útgáfu atvinnuleyfa. Um- sókn erlendra starfsmanna þurfa að fylgja heilbrigðisvottorð frá heimalandi viðkomandi og verða engin leyfi gefin út nema slík vottorð liggi fyrir. Starfsréttindi útlendinga eru til umfjöllunar í vinnu við reglu- gerð um útgáfu atvinnuleyfa. Reglugerðinni verður flýtt og verður hún gefin út á næstu dög- um. Þar verður skýrt með hvaða hætti eigi að horfa til þeirra. Ráðuneytið telur að borgarar EES hafi forgang að störfum hér og verða settar reglur um það. Þá verður skoðað hvort fara eigi í útgáfu á nýrri tegund atvinnuleyfa sem felur í sér minni réttindaáherslu en nú en mikill stígandi hefur verið í leyfum undanfarin ár. Árni segir að rætt hafi verið við dómsmálaráðherra um það að útgáfa atvinnu- og dvalarleyfa eigi að vera á einni hendi og niður- staðan sú að þannig verði málum háttað. Undirbúningur þess er hafinn og þykir líklegt að Útlend- ingastofnun fái þetta hlutverk. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er líklegt að löggæsla verði aukin á Kárahnjúkum en verkalýðshreyfingin hefur gagn- rýnt að lögregla sjáist lítið þar. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, segir að félagsmálaráðherra hafi látið „góð orð“ falla á fundi sínum með verkalýðshreyfingunni en farið verði yfir þetta mál á miðstjórn- arfundi ASÍ í dag. ghs@frettabladid.is Mannréttindastofa: Sett á laggirnar BRUSSEL, AP Evrópusambandið ætlar að setja á laggirnar sérstaka mann- réttindastofu eftir tvö ár. Varafor- seti sambandsins, Franco Frattini, segir þetta rökrétta þróun í ljósi þess að brýnna sé en áður að tryggja grundvallarmannréttindi innan sambandsins. Stofnunin mun fylgjast því hvort mannréttindabrot séu framin innan sambandsins og benda á leiðir til að koma í veg fyrir þau. Luc Frieden, forseti Evrópu- sambandsins, segir að stofnun sem þessi verði til þess fallin að auka og tryggja almenn mannréttindi og leggur áherslu á að hún verði sjálf- stæð. ■ SÓLPALLUR FAUK Á HÓLMAVÍK Sterkbyggður sólpallur, við hús í Austurtúni á Hólmavík, fauk í mikl- um vindhviðum um eittleytið í fyrrinótt. Huga þurfti að bát sem stóð við húsvegg. Kyrrstæðir bílar runnu til og rákust í vindhviðunum. Lögreglan á Hólmavík segir tjón annars hafa verið lítið. GÓSSIÐ SENT Í PÓSTI Pakki með fatnaði og fleiru sem eigendur sökn- uðu frá því í desember barst lög- reglunni á Vopafirði í fyrradag. Aðkomufólk sem hafði stolið fötun- um hafði sent þau til baka. Fólkið verður ekki ákært, að sögn lögregl- unnar. MARGIR Á SJÓ Alls voru 223 bátar á sjó um hádegi í gær. Er það tutt- ugu bátum fleiri en deginum áður. Vaktmaður tikynningarskyldunnar segir það mikið miðað við bága veðurspá. FRÁ MJÓAFIRÐI 38 manns eru búsettir í Mjóafirði eftir að fjölgaði um einn á síðasta ári. Mjóifjörður: Nýbúar velkomnir AUSTURLAND Mjóafjarðarhreppur ætlar að slást í hóp með þeim sem fjölga vilja íbúum í fjórðungnum í kjölfar stóriðju- og virkjunar- framkvæmda. Hreppurinn hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir átta nýjum íbúðarhúsalóðum við Þinghólsveg og einni frístundalóð við Brekku, höfuðból Mjófirðinga. Í Mjóafirði er ársbúseta í tíu húsum en íbúar í hreppnum eru 38 talsins. Fjölg- aði þeim um einn á síðasta ári þegar barn kom í heiminn. Samgöngur við Mjóafjörð eru um Mjóafjarðarheiði, sem segja má að sé fyrst og fremst sumar- vegur, og allt árið með póst- og flutningabátnum Anný sem kem- ur tvisvar í viku til Norðfjarðar. Þá hefur skipaferðum í Mjóafjörð fjölgað mikið með tilkomu laxeld- isins sem þar er. - eg ■ VESTFIRÐIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Fylgistu með heimsmeistara- mótinu í handbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu dottið í hálkunni í vetur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 44,4% 55,6% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Stór humar og risarækjur opið laugardaga frá 10-14.30 Súr hvalur Harðfiskur að vestan og hákarl frá Bjarnarhöfn NIÐURSTAÐA KOMIN Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins á fundi með félagsmálaráðherra í gær en þar kynnti hann niðurstöðu ráðuneytisstjórahópsins og greindi frá ákvörðunum sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FRÁ VATNSENDA Kópavogur og Reykjavík hafa um hríð karpað um eignarhald yfir Vatnsenda og málið er til meðferðar í Óbyggðanefnd og í iðnaðarráðuneytinu. HELGI JENSSON Segir að fræðimenn hafi lengi bent á að ef hlýnun komist á ákveðið stig verði ekki aftur snúið. Skýrsla um loftslagsbreytingar: Margoft bent á hættuna KLAKI BARINN AF HÚSAVÍKURKIRKJU Fimm björgunarsveitarmenn voru tvo klukkutíma að berja klakann af þakinu. Húsavík: Klakabrynj- uð kirkja SNJÓAVETUR Björgunarsveitin Garð- ar á Húsavík var kölluð út um síð- ustu helgi til að berja klaka af Húsa- víkurkirkju. Að sögn Hauks Tryggvasonar kirkjuvarðar stafaði hætta af fallandi klaka auk þess sem vatn var farið að leka inn í kirkjuna. „Það var óvenjumikill snjór á þakinu og þegar hann blotn- aði myndaðist mikill klaki á þak- brúninni. Vatn komst ekki niður og leitaði inn í kirkjuna en ekki eru neinar skemmdir sýnilegar,“ sagði Haukur. - kk VIÐBÚNAÐARSTIGI AFLÉTT Ekki er talin hætta á snjóflóðum við neinn þéttbýlisstað á Vestfjörð- um. Viðbúnaðarstigi á Bíldudal var aflétt á hádegi í gær. Lögregl- an á Patreksfirði segir krapaflóð hafa lokað leið til Reykjavíkur í gær við bæinn Auðshaug á Hjarð- arnesi, milli Vatnsfjarðar og Kjálkafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.