Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 10
PUÐAÐ Í SNJÓNUM
Suður-kóreskir hermenn stunda strangar
vetraræfingar í Pyeongchang austur af Seúl.
10 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Síldarvinnslan:
Samkeppni um starfsfólk að aukast
ATVINNUMÁL Björgólfur Jóhanns-
son, forstóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, telur að samkeppni
um starfsfólk sé að aukast á svæð-
inu. Vinnumarkaðurinn verði
gjörbreyttur þegar álverið hefji
starfsemi árið 2007 því að þá kom-
ist hreyfing á sérhæft starfsfólk.
„Við finnum að það er aukin
samkeppni með að fá ákveðna
starfshópa til starfa og það á eftir
að aukast,“ segir hann. „Hreyfing
á starfsfólki gefur okkur líka
tækifæri, til dæmis með því að
gera meiri kröfur til starfsmanna
og reyna að fá hæfara starfsfólk.“
Síldarvinnslan hefur verið
stærsti vinnuveitandinn á svæð-
inu eða sem nemur 80-85 prósent-
um af vinnumarkaðnum en stjórn-
endur fyrirtækisins hafa um
nokkurt skeið talað um að það
myndi breytast með álveri á
Reyðarfirði. Skipulagsbreytingar
hafa því átt sér stað hjá fyrirtæk-
inu til að búa það undir breyttar
aðstæður.
„Við erum búin að færa ýmsa
vinnu yfir í einkafyrirtæki,“ segir
Björgólfur. - ghs
Vill 5.000 milljarða aukalega
Bandaríkjaforseti vill fá aukafjárveitingu upp á 5.000 milljarða króna vegna stríðsins gegn hryðjuverk-
um. Meirihluti fjárveitingarinnar mun renna til heraflans í Írak en kostnaður vegna stríðsins er löngu
farinn fram úr áætlun.
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti mun óska
eftir aukafjárveitingu frá
bandaríska þinginu að andvirði
5.000 milljarða króna til að
standa straum af kostnaði við
stríðsreksturinn í Írak og
Afganistan. Féhirðir Hvíta húss-
ins kunngjörði þetta í gær.
Verði þingið við ósk forsetans
verður heildarkostnaður stríðs-
ins gegn hryðjuverkum, sem
hófst eftir 11. september 2001,
kominn upp í sautján þúsund
milljarða króna. Það er tæplega
helmingur þess fjár sem Banda-
ríkjamenn eyddu í fyrri heims-
styrjöld og í Víetnamstríðinu
reiknað á núvirði og um sexföld
þjóðarframleiðsla Íslands. Þrír
fjórðu hlutar af aukafjárveiting-
unni munu renna til heraflans í
Írak.
Kostnaður vegna stríðsins er
löngu farinn fram úr áætlun. Á
sínum tíma taldi efnahagsráð-
gjafi Bush að Íraksstríðið myndi
kosta bandaríska skattgreiðend-
ur sex til tólf þúsund milljarða
króna. Talið er líklegt að þingið
samþykki aukafjárveitinguna,
sem verður ekki lögð formlega
fyrir það fyrr en eftir að Bush
hefur kynnt fjárlagafrumvarp
sitt fyrir næsta ár hinn 7. febrú-
ar næstkomandi.
Leiðtogi minnihlutans á
þingi, demókratinn Nancy
Pelosi, segir að það sé á ábyrgð
þingsins að sjá bandarískum
hermönnum fyrir því sem þá
vantar en þingmenn munu fara
fram á að Bush skýri stefnu sína
og markmið í Írak og segi hvað
hann telji það munu kosta að ná
þeim. Þá undrast hún að íraskir
hermenn gegni ekki veigameira
hlutverki við öryggisvörslu í
landinu.
Bandaríkjaþing hefur þegar
veitt rúmlega 12.500 milljarða
króna í stríðið gegn hryðjuverk-
um. Þar af hafa rúmlega 7.500
milljarðar farið í Íraksstríðið en
þrjú þúsund milljarðar hafa far-
ið til Afganistan. Þá hefur
Bandaríkjaþing samþykkt sér-
stakar aukafjárveitingar til upp-
byggingarstarfs og hafa um
1.300 milljarðar króna farið til
Írak og 186 milljarðar til
Afganistan. ■
Egilsstaðaflugvöllur:
Stóraukin
umferð
FLUGSAMGÖNGUR Umsvif á Egils-
staðaflugvelli jukust til muna á
síðasta ári, samanborið við árið
2003, og munar þar mestu um
stórframkvæmdirnar á Austur-
landi; Kárahnjúkavirkjun og
álver í Reyðarfirði.
Rúmlega 109 þúsund farþeg-
ar fóru um völlinn í fyrra, og
hafa aldrei verið fleiri, en það er
28 prósentum meira en árið
áður. Lendingum fjölgaði enn
meira, sem nemur 34 prósent-
um. Fraktflutningar jukust
einnig verulega í fyrra, um 22
prósent.
- kk
ALLT STÍFLAÐ
Starfsmaður Esso við Leirunesti freistar
þess hreinsa stíflað niðurfall.
Akureyri:
Vatnselgur
á götum
SNJÓBRÁÐ Töluverður vatnsflaum-
ur var víða á götum Akureyrar í
fyrradag eftir að hlýr suðvestan-
strekkingur bræddi snjóruðninga
við götur bæjarins.
Í flestum tilfellum réðu niður-
föll við vatnselginn en þar sem
þau voru stífluð mynduðust götu-
lón. Samkvæmt spá Veðurstof-
unnar er gert ráð fyrir áframhald-
andi hlýindum og snjóbráð um allt
land vikuna á enda. - kk
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
Gegnheil gæði
og gott verð
Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
1.795.000 kr.
Mazda3 T 5 dyra 1,6 l
kostar aðeins
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar telur
samkeppni um sérhæft og gott starfsfólk
þegar farna að aukast á svæðinu.
ÞREMENNINGAR FUNDA
Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, Trevor Adams, verkefnisstjóri Alcoa, og
Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri.
REYÐARFJÖRÐUR Trevor Adams,
verkefnisstjóri Alcoa, býst við að
steypuvinna við álverið í Reyðar-
firði hefjist í mars eða apríl. Hann
segir að verkið sé nokkurn veginn
á áætlun og það gangi vel þrátt
fyrir einhver áföll í jarðvinnunni
upp á síðkastið.
Adams fundaði með Smára
Geirssyni og Guðmundi Bjarna-
syni, sveitarstjórnarmönnum í
Fjarðabyggð, í síðustu viku og var
létt yfir þeim.
„Verið er að vinna að umhverf-
ismálum og við munum leysa það
eins fljótt og við getum þannig að
framkvæmdirnar verði sam-
kvæmt áætlun,“ sagði hann. - ghs
Alcoa:
Steypuvinna í
mars eða apríl
BANDARÍSKIR HERMENN Í ÍRAK
Forsetinn kynnir fjárlagafrumvarp sitt fyrir
næsta ár 7. febrúar og fer fram á auknar
fjárveitingar. Í kjölfarið tekur þingið afstöðu
til aukafjárveitingarinnar.
BIFREIÐ STOLIÐ Í BREIÐHOLTI
Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið,
árgerð 1989, var stolið fyrir fram-
an Breiðholtssundlaug seinnipart
sunnudags. Eigandi bifreiðarinn-
ar hafði brugðið sér í sund með
dóttur sinni um sexleytið. Þegar
feðginin komu upp úr lauginni,
tveimur tímum seinna, var bíllinn
horfinn. Lögreglan auglýsir eftir
bílnum. Númer hans er JJ 669.