Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 62
34 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Lárétt: 2 eldsneyti, 6 útgerðarfélag, 8
ætt, 9 gen, 11 núna, 12 sóða, 14 skorta,
16 leikfélag, 17 grip, 18 hagnað, 20 í röð,
21 þræta.
Lóðrétt: 1 spil, 3 byrði, 4 firn, 5 vend,
7 sefur ekki, 10 eins um á, 13 eins um n,
15 svara, 16 ábreiða, 19 íþróttafélag.
Lausn:
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Foreldrar reiðir
– hefur þú séð DV í dag?
Dóp, morð og
nauðganir
í Stundinni
okkar
Nokkra athygli hefur vakið að
Sigursteinn Másson, formaður
Geðhjálpar og fyrrverandi fjöl-
miðlamaður, sé í heiðurssæti
Röskvu, samtaka félagshyggju-
fólks í Háskóla Íslands.
„Ég held að það fólk sé með
hjartað á réttum stað í pólitíkinni.
Ég hef trú á að þessir krakkar
vilji gera háskólann meira lif-
andi,“ segir Sigursteinn, sem hóf
nám í uppeldis- og menntunar-
fræði í haust. „Það skiptir máli að
stúdentar láti til sín taka. Háskól-
inn á að vera óaðskiljanlegur hluti
af hinu íslenska samfélagi. Ég trúi
því að Röskva vilji breyta um
áherslur og veita stjórnvöldum til
dæmis meira aðhald varðandi
skólagjöld,“ segir hann.
Sigursteinn var á sínum tíma í
blaðamannaskóla í Frakklandi en
hefur ekkert lært á háskólastigi
hér heima. Hann útilokar ekki að
hjálpa til í stúdentapólitíkinni ef
eftir því verði óskað. „Ef þau
teldu að það væri gagnlegt að hafa
mig með væri það ekkert vanda-
mál mín megin. Ég hefði bara
gaman af því.“
Með háskólanáminu vill Sigur-
steinn öðlast meiri víðsýni og inn-
sýn í þá hluti sem hann telur að
styrki sig sem manneskju. „Það er
gaman að geta ýtt á pásutakkann í
lífinu. Þetta er eins og að hlusta á
góða músík. Þó að hún sé góð er
ekki hægt að hlusta á hana út í
eitt. Það er gott að geta staldrað
við og hlaðið skynfærin upp.“ ■
Sigursteinn í heiðurssæti Röskvu
SIGURSTEINN MÁSSON Sigursteinn hóf nám í uppeldis- og menntunarfræði í haust.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
SÍF.
Fimmta sæti.
Johnny Carson.
Erlendur Steingrímsson hefur
tekið við þjálfun enska stórliðs-
ins Chelsea af Portúgalanum
Jose Mourinho, að minnsta kosti
í nýjustu útgáfunni af fótbolta-
leiknum Championship Mana-
ger sem kom út fyrir skömmu.
Erlendur, sem er í raun
smíðakennari við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti, kannast við
að vera í tölvuleiknum vinsæla
en segist ekki hafa átt nokkurn
þátt í því að koma sér þar inn.
Fyrir nokkrum árum var
hægt að senda inn myndir og
upplýsingar um fólk sem not-
endur vildu að yrðu þjálfarar í
næstu útgáfu af leiknum. Svo
virðist sem einhver hafi sent inn
myndina og í nýjustu útgáfunni
af leiknum er Erlendur einn af
þeim fjölmörgu þjálfurum sem
hægt er að velja um.
„Ég get nú lítið sagt um þetta
mál nema ég gruna son minn um
hafa sett nafn mitt þarna inn,“
segir Erlendur, sem lá lasinn
heima þegar Fréttablaðið náði
tali af honum. „Frændi minn
hringdi í mig og var ansi hissa að
sjá mig þarna en þá var leikur-
inn nýr. Mig minnir að þetta hafi
verið í nóvember á síðasta ári.“
Samkvæmt leiknum er Er-
lendur fæddur 2. apríl árið 1962
og verður því 43 ára á árinu.
Uppáhaldsliðið hans er gamla
stórveldið Víkingur. „Það er allt
rétt við þetta nema ártalið. Það
er búið að yngja mig eitthvað
upp,“ segir Erlendur smíða-
kennari, sem verður sextugur á
árinu. „Ég spilaði með Víkingi í
gamla daga svo það passar al-
veg. Yngsti strákurinn minn
hefur sennilega sett þetta inn,
hann rámaði eitthvað í þetta
þegar við fréttum af þessu.“
Erlendur hefur lengi verið
stuðningsmaður Manchester
United en býst þó ekki við að nýta
sér tækifærið og stýra liðinu til
sigurs í ensku úrvalsdeildinni.
„Sonur minn hefur verið að
spila þennan leik en ég hef
engan áhuga á honum,“ segir Er-
lendur, sem í sýndarveruleikan-
um getur þjálfað Wayne Rooney
og félaga hjá Manchester
United en í raunveruleikanum
kennir hann krökkum í Breið-
holti að smíða.
kristjan@frettabladid.is
ERLENDUR STEINGRÍMSSON: KENNARI Í FB OG PERSÓNA Í TÖLVULEIK
Smíðakennari þjálfar Chelsea
Hræddur síðan í
grunnskóla
Ég hef haft áhyggjur
af þessari þróun síð-
an í grunnskóla.
Bekknum var kynnt
þessi mögulega þró-
un, að loftlagsbreyt-
ing gæti haft veruleg
áhrif á Golfstraum-
inn og bráðnun jökla
einnig. Sú mynd að
Ísland yrði óbyggileg
hefur fylgt mér allar
götur síðan.
Með tálkn bak við eyrun
Ég hef miklar áhyggjur af
hlýnun jarðar, en ég hef ekki
miklar áhyggjur af því að
byggð leggist af á Íslandi í
kjölfarið. Það væri hrikalegt
ef veröldin okkar myndi
breytast í kvikmyndina
Waterworld, menn væru
með tálkn á bak við eyrun
og fleira. Ég sá líka einu
sinni Futurama þátt þar sem
allt var orðið of heitt. Þá
köstuðu þeir ísklumpum í
sjóinn þegar það var orðið
of heitt. Ég vona samt að við
þurfum ekki að grípa til
svona bráðabirgðalausna.
Allir verða að taka höndum
saman
Auðvitað hefur ég áhyggjur af
hlýnun jarðar og að byggð legg-
ist af á Íslandi. Ég vil ekki að
byggð leggist af á landinu sem
ég er alin upp á. Það væri ekkert
grín að fara frá landinu, koma
fimmtíu árum seinna til baka og
það væri engin byggð. Það er
frekar vond tilfinning.
Það er lítið hægt að gera við
hlýnuninni strax en fólk verður
að hugsa sinn gang. Það verða
allir að taka höndum saman en
því miður eru þó nokkuð marg-
ir sem er alveg skítsama. Þeir verða að átta sig á því að
hlýnunin mun hafa áhrif á afkomendur okkar.
Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar og að byggð leggist af á Íslandi?
3 SPURÐIR
FRANZ GUNNARSSON, Ensími
KARL INGI KARLSSON,
Dáðadrengur
ANNA KATRÍN
GUÐBRANDSDÓTTIR
söngkona
...fær Dagur Kári Pétursson,
kvikmyndaleikstjóri og tónlistar-
maður í Slowblow, fyrir að vera
24. Íslendingurinn til að hljóta
Íslensku bjartsýnisverðlaunin, en
verðlaunin eru hugsuð sem viður-
kenning fyrir það sem vel er gert
og hvatning til að verðlaunahaf-
arnir verði langlífir í sínu fagi.
HRÓSIÐ
Lárétt: 2koks,6úa,8kyn,9dna,11nú,
12ódáms,14vanta,16la,17mun,18
akk,20rs,21karp.
Lóðrétt: 1 lúdó,3ok,4kynstur, 5snú,7
andvaka,10aáa,13mnm,15ansa,16
lak,19kr.
ERLENDUR STEINGRÍMSSON ÞJÁLFARI Samkvæmt tölvuleiknum krefst Erlendur 100 punda í laun á viku. „Það er ekki mikið,“ segir
smíðakennarinn.
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Þeir sem
spila tölvuleikinn Championship Manager
geta stýrt frægustu knattspyrnuliðum
heims. Þjálfarinn getur verið Erlendur
Steingrímsson, smíðakennari við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti.
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga