Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 16
16 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Í fréttum er þetta helst Starf fréttastjóra Útvarps hefur verið auglýst laust til umsóknar en útvarpsstjóri ræður í starfið. Aðeins fjórir fréttastjórar hafa starfað hjá Útvarpinu í 75 ára sögu þess. Sigríður Árnadóttir, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, er sögð líkleg til að hreppa hnossið. Framsóknarflokkurinn er sagður „eiga“ stöðuna. S amkvæmt óskráðri helm-ingaskiptareglu Framsókn-arflokks og Sjálfstæðis- flokks er starf fréttastjóra Út- varps í „eigu“ Framsóknarflokks- ins og hans að ákvarða hver gegn- ir því. Á móti ráðstafar Sjálfstæð- isflokkurinn starfi fréttastjóra Sjónvarps. Þetta er vitaskuld nokkuð sem aðeins er rætt um í bakherbergjum og á göngum en hvorki formlega né opinberlega. Það skyggir raunar á kenninguna að útvarpsstjóri ræður í starfið og er algjörlega óbundinn af vilja meirihluta útvarpsráðs en engu að síður greiða ráðsmenn atkvæði um umsækjendur. Útvarpsstjóri hefur í gegnum árin bæði farið að og gegn vilja ráðsins. Sigríður líkleg Skammt er síðan starfið var aug- lýst laust til umsóknar og erfitt að geta sér til um hverjir sækja um. Nokkrir fréttamenn Útvarpsins eru nefndir og þá helst Arnar Páll Hauksson, Björg Eva Erlends- dóttir, Friðrik Páll Jónsson, Jó- hann Hauksson og Óðinn Jónsson. Friðrik Páll er starfandi frétta- stjóri, en hann settist í stólinn þegar Kári Jónasson lét af störf- um í haust og varð ritstjóri Frétta- blaðsins. Þá er Sigríður Árnadótt- ir nefnd en hún var fréttamaður hjá Útvarpinu um árabil, áður en hún varð fréttastjóri Stöðvar 2 fyrir um ári. Sem kunnugt er var henni sagt upp fyrir fáum vik- um. Sigríður þyk- ir líkleg til að hreppa hnossið. Að auki eru tveir fréttamenn Sjónvarps nefnd- ir oftar en aðrir sem líklegir um- sækjendur, þau G. Pétur Matthí- asson og Valgerð- ur Jóhannsdóttir. Fjórir fréttastjór- ar Kári Jónasson hafði gegnt starfi fréttastjóra Út- varps í 17 ár þeg- ar hann hætti í haust. Bogi Ágústsson, forstöðu- maður fréttasviðs RÚV, stakk upp á því í kjölfarið að ekki yrðinn ráðinn sérstakur fréttastjóri Út- varps heldur yrði einn fréttastjóri beggja fréttastofa. Er skemmst frá því að segja að útvarpsráð hafnaði hugmyndum hans. Kári tók á sínum tíma við af Margréti Indriðadóttur, sem var fréttastjóri frá 1968 til 1987, í 19 ár. Hún tók við af Jóni Magnús- syni, sem gegndi starfinu í heil 27 ár, frá 1941 til 1968. Jón var faðir Friðriks Páls sem nú stýrir frétta- stofunni. Sigurður Ein- arsson var fyrsti fréttastjóri Út- varpsins, frá 1937 til 1941, en fyrstu sjö ár í sögu Út- varpsins var eng- inn eiginlegur fréttastjóri. Ás- geir Magnússon hafði hins vegar umsjón með f r é t t a s t o f u n n i fyrstu árin og bar titla á borð við fréttaritari og fréttastjóri inn- lendra frétta. Sameiningarvá Fréttastofa Út- varps hefur um árabil notið mikils trausts meðal landsmanna. Þegar stofnað var til fréttasviðs RÚV fyrir nokkrum árum og Bogi Ágústsson gerður að forstöðu- manni þess báru margir frétta- menn Útvarps ugg í brjósti og töldu vá fyrir dyrum. Óttuðust þeir að samvinna við sjónvarps- fréttamenn hnekkti trúverðug- leika fréttastofunnar, að starf hennar yrði útþynnt og að stofnun fréttasviðs væri fyrsta skrefið í átt til sameiningar fréttastofanna tveggja. Hafi það síðastnefnda reynst rétt voru áform Boga um einn fréttastjóra beggja frétta- stofa annað skrefið. Útvarpsráð hafði hins vegar ekki áhuga á þeim göngutúr og létti mörgum útvarpsfréttamanninum. Væntumþykja Fréttastjóri Útvarps hefur ekki einasta á sinni könnu að annast daglega stjórn fréttastofunnar og móta stefnu hennar til framtíðar í samvinnu við yfirmenn. Hann þarf líka að gæta hagsmuna fréttastofunnar innan Ríkis- útvarpsins, sækja henni peninga og verja ágangi. Það þarf því sterk bein til að gegna starfinu, og eins og einn viðmælenda orðaði það, talsverða væntumþykju um RÚV og þá sér- staklega um fréttastofuna. Ekki er kveðið sérstaklega á um slíka kosti í auglýsingunni, þar segir að háskólamenntun er nýtist í starfi og/eða umtalsverð starfsreynsla við fjölmiðla sé nauðsynleg. Um- sækjendur verða að hafa góða skipulags- og samstarfshæfileika, sýna frumkvæði og æskilegt væri að þeir hefðu reynslu af stjórnun- arstörfum og þekkingu á fjármál- um og rekstri. Umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar og er viðbúið að nýr fréttastjóri verði ráðinn fljótlega upp úr því. bjorn@frettabladid.is Írösku kosningarnar fara fram um næstu helgi við einna erfiðustu kring- umstæður sem hægt er að hugsa sér. Stríð geisar enn í landinu, og ef eitthvað er, þá er það illvígara en nokkru sinni frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í landið hófst fyrir tæpum tveimur árum. Það er því ekki skrítið að menn beri ugg í brjósti og velti fyrir sér hvernig tekst til. Þrátt fyrir að Bandaríkjaher hafi fjölgað í herliði sínu í aðdraganda kosninganna (hermennirnir verða 150 þúsund talsins þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fjölmennari), mörg þúsund aðrir erlendir hermenn séu til staðar og að mikil áhersla hafi verið lögð á að þjálfa íraskar öryggissveitir virðast víga- menn geta gert árásir næstum að vild. Þetta, og sú staðreynd að fjöldi máls- metandi súnnímúslima hvetur fólk til að sitja heima á kjördag, skapar þá hættu að stjórnlagaþingið sem kosið verður endurspegli ekki samsetningu þjóðar- innar og þar með að það skorti rétt- mæti í huga hluta landsmanna. Írakar kjósa sér stjórnlagaþing á sunnu- dag. Það á annars vegar að semja Írök- um stjórnarskrá, hins vegar að kjósa forsætisnefnd úr sínum röðum sem síðan skipar bráðabirgðastjórn fram yfir þingkosningar sem fram fara eftir að landsmenn hafa samþykkt stjórnar- skrárfrumvarpið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þarna liggur vandinn að nokkru leyti. Búist er við því að Kúrdar greiði at- kvæði í stórum stíl, sjíamúslimar (sem eru 60 prósent landsmanna) einnig. Meiri óvissa ríkir hins vegar um kjör- sókn súnnímúslima og þrátt fyrir að framboðslistar séu ekki alltaf eftir trúar- bragða- og þjóðflokkalínum getur þetta skipt miklu. Þar sem landið allt er eitt kjördæmi verður skipting fulltrúa á stjórnlagaþinginu í samræmi við þann vilja almennings sem kosningarnar endurspegla. Ef súnnímúslimar sitja heima kunna áhrif þeirra í framtíðinni að verða minni en ella. Fólk sem hættir sér ekki á kjörstað vegna hættu á of- beldisverkum kann að líta svo á að áhrif þeirra á mótun landsins séu of lítil og hagur þeirra jafnvel fyrir borð borin. Í dag er engan veginn hægt að fullyrða að kosningarnar á laugardag verði lausn á vandanum sem Írakar standa frammi fyrir. Því er jafnvel haldið fram að þær kunni að auka á vandann. Sennilega tekur einhver ár að fá úr því skorið. Óvissa um lögmæti í augum almennings FBL GREINING: KOSNINGARNAR Í ÍRAK Mikil lægð hefur verið á Austfjörðum undanfarin ár en nú er það gjörbreytt, sérstaklega í Fjarðabyggð, þökk sé framkvæmdunum við Kárahnjúka. Ás- mundur Ásmundsson er sölumaður Fasteignasölunnar Hóls á Reyðarfirði og segir hann að fasteignaverð hafi rokið upp á svæðinu. Hvernig er ástandið? Það er eftirspurn eftir húsnæði, bæði íbúðarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Hér er mikið um að vera, bæði efnis- flutningar vegna framkvæmdanna við fyrirhugað álver og skipaumferð sem tengist Kárahnjúkum. Enn meiri fram- kvæmdir eru fram undan. Það var mikið umrót á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð í fyrra, búið í nánast hverri holu og erfitt að fá húsnæði til leigu. Hvað hefur fasteignaverð hækkað mikið? Leigan er um og yfir 1.000 krónur á fermetrann sem er veruleg hækkun og það er fyrst og fremst tilkomið vegna Bechtel. Fyrirtækið hefur hleypt upp verðinu og nú sjá margir Reyðfirðingar sér hag í því að kaupa frekar en að leigja. Fyrir tveimur árum þótti gott að geta leigt húsið sitt og þá fengust kannski 40 þúsund krónur í leigu fyrir gott einbýlishús. Það hefur gjörbreyst. Núna leigja menn hús fyrir 100-200 þúsund krónur á mánuði. Hverjir eru að kaupa húsnæði? Fólk sem hefur leigt og vill nú kaupa. Líka utanaðkomandi, fólk frá Hólmavík, Árskógssandi og höfuðborgarsvæðinu. Það kemur víða að. Þetta eru iðnaðar- menn, verkamenn og verslunarmenn. ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON Bechtel hleypir upp verðinu FASTEIGNAVERÐ Á REYÐARFIRÐI SPURT & SVARAÐ KOSNINGARÁRÓÐUR SKOÐAÐUR Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar frá stofnun Íraks, 1932, fara fram á sunnudag. ÞAÐ MÆLTI MÍN MÓÐIR Calvin litli Hunter, tveggja ára, er reffilegur með víkingahjálminn sinn. Hann tekur þátt í Up-Helly-Aa hátíðinni sem fram fer í Leir- vík á Hjaltlandi um þessar mundir en þar er tengsla Hjaltlendinga við Norðurlöndin minnst. KVÖLDFRÉTTIR UNDIRBÚNAR Starf fréttastjóra Útvarps hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsækjendur verða meðal annars að hafa góða skipulags- og samstarfshæfileika. SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Margir telja líklegt að hún verði næsti fréttastjóri Útvarps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.