Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 34
10  { VINNUVÉLAR 2005 } DREYMDI FYRIR SNJÓA- VETRI OG KEYPTI GRÖFU Bjarni Pálsson, gröfumaður á Blönduósi, vaknar fyrir allar aldir þegar þörf er að ýta snjó af bílastæðum bæjarins. Hann hefur haft mikið að gera í vetur. „Ég veðjaði um stærstu koníaksflösku sem til væri í ríkinu við einn vinnu- félaga minn um að þetta yrði mesti snjóavetur síðan 1995. Mig dreymdi fyrir því á síðasta sumri og sá draumur er að rætast enda er félaginn orð- inn ansi daufur,“ segir Bjarni hlæjandi en heldur áfram ögn alvarlegri: „Ég vissi að það yrði mikill snjór og því keypti ég mér splunkunýja vél, Ca- terpillar-traktorsgröfu 442 d. Þetta er 110 hestafla vél sem hefur staðið sig rosalega vel.“ Bjarni byrjar að moka kl. 3.30–4 á morgnana enda með marga fasta kúnna. „Ég byrja alltaf við bakaríið því bakararnir vakna svo snemma. Svo held ég út í mjólkurstöð, hreinsa við bankana, barnaskólaplanið og allt í kringum sjúkrahúsið, Olís og pósthúsið. Ég verð að vera búinn að þessu fyrir hádegi. En ég moka ekki ef það er kolvitlaust veður.“ Það orð fer af Bjarna að hann sé laginn með tæki. „Hann gæti kveikt á elspspýtu með gröfunni ef með þyrfti,“ segir einn sem þekkir vel til. Bjarni kveðst hafa verið í gröfubransanum síðan 1968 og á Caterpillar frá 1989. Þetta er sú fjórða í röðinni. En hvernig skyldi snjóadraumurinn hafa ver- ið. „Mig dreymdi rosalegan skafl hér í gamla bænum, sem hefur ekki kom- ið síðan 1995 og ég sagði við sjálfan mig. Það þýðir ekkert annað en ná í stóru skófluna. Svo dreymdi mig líka ofboðslega mikið af hvítum heyrúll- um. Nú er þetta allt að skýrast.“ Bjarni keypti sér aflmikla gröfu í haust til að standast átökin við snjóinn. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G U ÐM U N DU R SI G FÚ SS O N Á LAUGARDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.