Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 38
14 { VINNUVÉLAR 2005 } MAN mest seldi vörubíllin
á Íslandi árið 2004
Vagnhöfða 1-3 / 110 Reykjavík / Sími 567 7100
Getum einnig útvegað
bílkrana og palla
á góðu verði.
www.kistufell.com
„Þetta er 8 hjóla torfærutæki með drifi á öllum hjólum
sem kemst allt. Tækið getur flotið á vatni og klifrað
upp mikinn bratta,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson,
eigandi fyrirtækisins sem flytur inn tækið.
„Tækið er aðallega hugsað fyrir hvern þann sem
þarf á áreiðanlegu tæki að halda, en það getur til dæm-
ist átt við verktaka, bændur og veitustofnanir,“ segir
Sigurður sem er nú með í höndunum annað tækið sem
kemur til landsins, en eitt tæki er þegar komið í umferð
á flugvellinum á Akureyri. Mögulegt er að fá ýmsa
aukahluti á tækið eins og veltigrind, blæju, framrúðu,
spil að framan og snjóplóg, svo dæmi séu nefnd. Tæk-
ið er minni en venjulegur fólksbíll og kemur opið að
ofan en hægt er að strengja blæju yfir. Auk þess er
möguleiki á að fá gúmmíbelti utan um hjólin þannig
að það lítur dálítið út eins og lítill skriðdreki.
„Sumir velta fyrir sér hvernig tækið beygir en mað-
ur bremsar bara niður aðra hliðina og eykur hraðann
hinumegin. Þannig getur það beygt 360 gráður á
punktinum,“ segir Sigurður.
Áhugasamir geta leitað sér frekari upplýsinga á vef-
síðunni www.sigosig.com/argo.
Sigurður Ólafur Sigurðsson flytur inn þetta netta torfærutæki sem kemst nánast hvert sem er.
KLIFRAR KLETTA & SIGLIR Á VATNI
Fyrirtækið 360 gráður ehf. flytur inn torfærutæki sem kemst nánast hvert
sem er, bæði á landi og sjó.
Torfærutækið verður að bát þegar það
kemur út á vatnið.
Reynir Schiöth brunavörður og Kjartan
Kolbeinsson brunavörður á torfærutæk-
inu sem slökkviliðið á Akureyrarflugvelli
hefur til afnota.
Vélaverkstæðið Kistufell býður upp á
stimpla og slífar í flestar gerðir véla
frá hinum þekkta framleiðanda Mahle.
Mahle er orginal í t.d. Benz, BMW,
Porsche, MAN og fleiri.