Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 26
2 { VINNUVÉLAR 2005 } UMSJÓN: Steinunn Stefánsdóttir
HÖNNUN: Bergdís Sigurðardóttir
UMBROT: Frétt ehf.
AUGLÝSINGAR: Ámundi Ámundason
LJÓSMYND Á FORSÍÐU: Vilhelm
HÖFUNDAR EFNIS: Brynhildur Björnsdóttir, Edda
Jóhannsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Kristín
Eva Þórhallsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir
PowerLuber
Smursprauta með 12V hleðslurafhlöðu,
Það er árið 2005 - nýjir tímar ný tækni!
Sjálfvirk smurkerfi
fyrir vörubíla og vinnuvélar
Allt að 300 smurstaðir.
Helstu kostir: Jafnari smurning,
minna stopp, betra endursöluverð
Skeifan 2. Sími 530 5900
ALLT TIL SMURNINGA
„Ég mundi nú fljótlega hlaupa í spik ef ég labbaði ekki
upp og niður stigann nokkrum sinnum á dag. Þetta er
eina hreyfingin sem maður fær og veitir ekki af henni,“
segir Sölvi hlæjandi þegar hann er spurður hvort hann
geti ekki fengið lyftu í byggingarkranann. Sölvi situr í
35 metra hæð og þangað upp eru um eitt hundrað
rimlatröppur. Hann er starfsmaður hjá Ístaki og vinnur
nú við að stækka verksmiðjur Norðuráls á Grundar-
tanga. Útsýnið úr stýrishúsinu er gott enda bongóblíða
þennan daginn og sólin glampar á flóann. Sölvi lætur
samt ekki náttúrufegurðina glepja sig heldur fylgist vel
með þeim sem eru á jörðu niðri og þurfa af og til að
láta færa steypumót, járn og aðra þunga hluti. Þá fær
hann bendingar eða boð í gegnum talstöðina.
Stór mannvirki eru ekki steypt án krana nú til dags
og við nýbygginguna á Grundartanga eru kranarnir
sex í allt. Sá sem Sölvi stýrir er af gerðinni Liebherr 112
og getur lyft átta tonnum. Sölvi hefur unnið á krana
samtals í um eitt ár en verið hjá Ístaki við ýmis störf
frá því 1993. Kveðst hafa byrjað að stjórna byggingar-
krana árið 1998 og þá farið beint í 50 metra hæð. Til
að öðlast réttindin fór hann á vinnuvélanámskeið í tvo
daga en nú standa slík námskeið í að minnsta kosti
tvær vikur, að hans sögn.
Þótt veður sé blítt þennan daginn getur maður
ímyndað sér að stundum gusti hressilega svona hátt
uppi og Sölvi er því spurður hvort kraninn hristist ekki
stundum eins og strá í vindi. Hann neitar því ekki og
segir brosandi. „Þetta er ekki fyrir lofthrædda.“
Nú fær Sölvi skilaboð í talstöðinni og tími kominn
til að gefa honum vinnufrið. Að síðustu er hann spurð-
ur hvort einmanaleiki sæki aldrei að honum þarna í
þröngu stýrishúsinu? og svarið er: „Nei, nei, ég hlusta
bara á útvarpið.“
EKKI FYRIR LOFTHRÆDDA
Byggingarkranar eru mikil þarfaþing en meðferð þeirra er vandaverk
eins og allra vinnuvéla. Við hittum Sölva Karlsson, kranamann hjá Ístaki
á Grundartanga.
Útsýnið er gott yfir vinnusvæðið og flóann.
Sölvi er aldrei einmana í krananum, hann hlustar
bara á útvarpið.