Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 31
{ VINNUVÉLAR 2005 } 7
Vinnufatnaður er
framleiddur eftir
öryggisstaðli.
„Mikil aukning hefur verið í
endurskinsfatnaði enda kröfur
um slíkan fatnað meiri en
áður,“ segir Kristján Einarsson
sölumaður hjá Dynjandi sem
sérhæfir sig meðal annars í
vönduðum og viðurkenndum
vinnufatnaði.
„Allur vinnufatnaður fylgir
staðli og þarf að vera viður-
kenndur til að hægt sé að
selja hann sem slíkan,“ segir
Kristján en staðlarnir eru
nokkrir og taka til þeirrar teg-
undar starfs sem fatnaðurinn
er notaður við. „Til eru staðl-
ar um bruna- og hitaþol fatn-
aðar og til að mynda er Alcan
með mjög strangan staðal í
þeim efnum,“ segir Kristján.
Öryggisskór þurfa einnig
að uppfylla ströngustu kröfur
og hjá Dynjandi er að finna
tvær gerðir af slíkum skóm,
annarsvegar með stáltá og
hinsvegar með stáltá og
naglavörn í sóla. Þynna er í
sólanum sem ýtir öllu sem
kemur upp undir sólann í
burtu. „Stáltána ætti fólk að
nota jafnvel á sumrin þegar
það er að slá garðinn, því
undantekningalaust er einhver
á hverju sumri sem slær af sér
tána,“ segir Kristján.
„Yngri kynslóðin gerir sér
fyllilega grein fyrir mikilvægi
þess að vernda líkama sinn og
heilsu. Fyrirtæki eru að ala
upp meðvitaða einstaklinga
um öryggi,“ segir Kristján.
FATNAÐUR
sem verndar
FR
ÉT
T
FR
ÉT
T A
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
A
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
Kristján Einarsson
Hjá Eimskip eru miklar annir þegar skipin koma inn með mikið magn af
gámum og öðrum hlutum. Til að takast á við verkefnin sem því fylgja hafa
þeir sett upp stærsta lyftara landsins, Jakann, og stærsta krana landsins,
Jarlinn.
Jakinn vegur um 450 tonn og þurfti að setja hann saman á staðnum,
enda var hann fluttur hingað í bútum. Hann er á föstu spori og keyrir þan-
nig fram og aftur. Hann lyftir ekki nema 35 tonnum, þar sem hann er sér-
hæfður gámalyftari og áhersla lögð á hraða fremur en þyngd. Meðalafköst
hans eru 30 gámar á klukkustund. Jakinn er yfirleitt í notkun um 16 tíma
á dag og eru tvískiptar vaktir á honum.
Jarlinn er splunkunýr bómukrani sem tekinn var í notkun í haust og
lyftir hann 110 tonnum og vegur sjálfur 400 tonn. Hann er á hjólum þan-
nig að hægt er að keyra hann um svæðið. Hann er notaður ásamt Jakan-
um við að losa skipin og er meira í þyngri hlutum, en vinnuvélar sem eru
allt að 80 tonn geta stundum komið með skipunum. Sjálfur var hann flutt-
ur í heilu lagi og var keyrður í land.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
IL
H
EL
M
JAKINN: Stærsti lyftari landsins og vegur um 450 tonn.
STÆRSTU TÆKI LANDSINS
Jakinn og Jarlinn eru engum líkir hér á landi.
JARLINN: Stærsti bómukrani landsins og
vegur um 400 tonn.