Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 39
{ VINNUVÉLAR 2005 } 15
„Þetta gengur vel. Við erum komnir um 160 metra inn í bergið,“ segir Sigurbergur Konráðsson, verk-
stjóri hjá Arnarfelli, spurður hvernig framkvæmdir gangi við Ufsarveitu sem er í nágrenni Eyjabakka.
Þann daginn er reyndar vitlaust veður en það láta menn ekki aftra sér frá vinnu við að setja upp
steypustöð og ganga endanlega frá kaffistofu við aðalvinnusvæðið, auk þess að bora jarðgöngin sem
er aðalverkefnið. Inni í þeim eru menn að sjálfsögðu varðir fyrir veðrum. Göngin eru fyrir vatn sem á
að renna til nýja orkuversins í Fljótsdalnum og er Arnarfell fyrst íslenskra fyrirtækja til að taka að sér
jarðgangagerð án aðstoðar erlendra aðila. Tækin sem tekin hafa verið í notkun í því skyni eru tölvu-
stýrður bor af gerðinni Tamrock sem keyptur var frá Finnlandi og steypusprautuvél frá Sviss. „Þetta
eru fínar græjur,“ segir Sigurbergur. „Við borum í stafninn, hlöðum sprengjum í holurnar, hreinsum út
eftir spreningarnar og höldum áfram en steypusprautuvélin er notuð í þeim tilgangi að styrkja bergið
eftir sprengingarnar,“ útskýrir hann fyrir fáfróðri blaðakonunni. Hann kveðst hafa umgengist svona
tæki áður, meðal annars í Kárahnjúkum, þar sem hann var við gerð hjáveituganganna fyrir Jöklu.
Sigurbergur segist vera á áætlun með göngin nema hvað dregist hafi að fá framkvæmdaleyfi fyrir
hluta verksins. „Við áttum að geta byrjað á báðum endum ganganna samtímis en það strandaði á leyf-
um. Nú eru þau komin og við bara fögnum því.“
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/R
AG
N
AR
L
EI
FU
R
Hér er hafist handa við borunina.
Steypusprautuvél er notuð til að styrkja stálið eftir
sprengingarnar.
trítilóð tæki}
Í Maximum Overdrive, kvik-
mynd eftir sögu Stephen King,
segir frá þeim þrem dögum
þegar jörðin fór í gegnum hala
á dularfullri
halastjörnu.
Þessi hala-
stjarna gerði
það að verk-
um að allar
vélar lifna við,
fríka út og reyna að ráða niður-
lögum mannkynsins. Trukkar
brjálast og hraðbanki gefur
fólki langt nef svo eitthvað sé
nefnt og hópur fólks þarf að
stöðva þessar bandbrjáluðu vél-
ar. Magnað.
„Cop Killers“, eða löggumorð-
ingjar, heita kúlurnar sem vondi
karlinn Jack Travis, leikinn af
Stuart Wilson, notar til að
drepa
löggur í
myndinni
Lethal
Weapon
III. Hann
er sjálfur spillt lögga en þessar
löggukúlur hafa þann eiginleika
að komast í gegnum skotheld
vesti. Í einu atriða myndarinnar
mætir Travis löggunum tveimur
Riggs og Murtaugh, Mel Gibson
og Danny Glover, og ætlar að
drepa þá með beltagröfu og
stórri skóflu. En það sem Travis
veit ekki er að löggurnar hafa
reddað sér „Cop Killers“ kúlun-
um og ná að sjá við illmenninu.
Og réttlætið sigrar enn á ný.
Það má ekki alveg gleyma
fyndnu vinnuvélaatriðunum en
þau eru ógleymanleg í Austin
Powers. Austin sjálfur, leikinn
af Mike Myers,
byrjar á því að
valta yfir örygg-
isvörð, mjög
hægt, vægast
sagt. Síðan fest-
ir hann sig karl-
inn, og reynir að bakka út úr
þröngum aðstæðum sem geng-
ur ekki sem skyldi.
Í kvikmyndinni Convoy er fylgst
með eins konar uppreisn trukk-
anna. Rubber Duck, leikinn af
Kris Kristofferson, leiðir þessa
uppreisn þar sem vörubílstjórar
í Bandaríkjunum mynda langa
röð af trukkum til að hefna sín
á ansi ólið-
legum lög-
reglufor-
ingja.
Myndin er
byggð á
samnefndu
kántrílagi eftir C.W. McCall.
Kannski var hann mikill trukka-
maður?
ÞETTA ERU FÍNAR GRÆJUR
Stór vinnuflokkur Arnarfells fæst við jarðgangagerð við Ufsarveitu sem
er hluti virkjunarframkvæmdanna fyrir austan.