Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 ■ KVIKMYNDIR Skútuvogi 6 Sími 568 6755 www.alfaborg.is  Hornbaðker m/ nudd i og framhlið 140 x 1 40 kr. 115.000 20% afsláttur af Nordsjö málningu Filtteppi kr. 295 m 2 Sturtuhorn 80 x 80 gler kr. 12.900 RÝMINGARSALA Þúsundir fermetra af flísum á lækkuðu verðiFlísar frá kr. 790 m2 The Aviator tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna Besta mynd: The Aviator Finding Neverland Million Dollar Baby Ray Sideways Besti leikstjóri: Martin Scorsese The Aviator Clint Eastwood Million Dollar Baby Taylor Hackford Ray Alexander Payne Sideways Mike Leigh Vera Drake Besti leikari í aðalhlutverki: Don Cheadle Hotel Ruanda Johnny Depp Finding Neverland Leonardo DiCaprio The Aviator Clint Eastwood Million Dollar Baby Jamie Foxx Ray Besta leikkona í aðalhlutverki: Annette Bening Being Julia Catalina Sandino Moreno Maria Full of Grace Imelda Staunton Vera Drake Hilary Swank Million Dollar Baby Kate Winslet Eternal Sunshine of the Spotless Mind Besti leikari í aukahlutverki: Alan Alda The Aviator Jamie Foxx Collateral Morgan Freeman Million Dollar Baby Thomas Haden Church Sideways Clive Owen Closer Besta leikkona í aukahlutverki: Cate Blanchett The Aviator Laura Linney Kinsey Virginia Madsen Sideways Sophie Okonedo Hotel Ruanda Natalie Portman Closer K vikmyndin The Aviatorhefur verið tilnefnd til ell-efu Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikstjórann; Martin Scorsese. Einnig fengu leikararnir Leon- ardo DiCaprio, Cate Blanchett og Alan Alda tilnefningar. Myndin er byggð á ævi flugvéla- og kvik- myndamógúlsins Howard Hughes og þykir DiCaprio takast mjög vel upp í aðalhlutverkinu, en hann hefur áður verið tilnefndur til Óskarsins fyrir aukahlutverk í What’s Eating Gilbert Grape. Margir vilja meina að nú sé loks- ins komið að því að Scorsese verði fyrir valinu, en fimm sinnum áður hefur Óskarinn gengið honum úr greipum. Hnefaleikamyndin Million Dollar Baby og Finding Never- land koma næstar á eftir með sjö tilnefningar hvor, þar á meðal í flokknum besta myndin. Athygli vekur að gamli jaxlinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar; fyrir að leikstýra og fyrir aðal- hlutverkið í Million Dollar Baby. Jamie Foxx var einnig tilnefndur til tveggja verðlauna, annars veg- ar fyrir aðalhlutverkið í Ray, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Ray Charles, og hins vegar fyrir aukahlutverk í Collateral. Foxx hlaut Golden Globe-verðlaunin á dögunum og þykir líklegastur til að hreppa styttuna eftirsóttu fyrir leik sinn í Ray. Johnny Depp var tilnefndur fyrir hlutverk sitt í Finding Neverland, sem er byggð á ævi höfundar ævintýrisins um Pétur Pan. Þetta er annað árið í röð sem Depp er tilnefndur sem besti leik- arinn, en í fyrra var hann til- nefndur fyrir hlutverk sitt sem sjóræninginn Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean. Að auki var Don Cheadle tilnefndur fyrir frammistöðu sína í Hotel Ruanda. Í kvennaflokki munu etja kappi á ný þær Hillary Swank og Ann- ette Bening en þær börðust um Óskarinn árið 1999. Swank varð þá fyrir valinu fyrir Boys Don’t Cry á meðan Bening varð að lúta í lægra haldi fyrir hlutverk sitt í American Beauty. Í ár er Swank tilnefnd sem boxari í Million Dollar Baby en Bening sem virt sviðsleikkona í Being Julia. Þær unnu báðar til Golden Globe-verð- launanna fyrir skömmu. Aðrar sem eru tilnefndar sem besta leikkonan eru Catalina Sandino Moreno fyrir myndina Maria Full of Grace, Imelda Staunton fyrir Vera Drake og Kate Winslet fyrir hlutverk sitt sem kærasta Jim Carrey í Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Ekkert varð úr því að Valdís Ósk- arsdóttir yrði tilnefnd fyrir að klippa þá mynd, en hún var nýver- ið tilnefnd til bresku BAFTA- verðlaunanna. Óskarsverðlaunnn verða afhent þann 27. febrúar í Los Angeles. ■ HELSTU ÓSKARSTILNEFNINGARNAR TVÆR TILNEFNINGAR Jamie Foxx er til- nefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir Ray og sem besti leikari í aukahlut- verki fyrir Collateral. THE AVIATOR Leonardo DiCapro í hlutverki Howard Hughes í myndinni The Aviator.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.