Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 18
Bush forseti varð uppvís að því í síðustu viku að hafa lesið bók. Forsetinn tók sérstaklega fram að bókin væri stutt, en þar sem maðurinn hefur alla sína tíð verið betur þekktur fyrir aðra hluti en að eyða tíma sínum í að lesa bækur var þetta bæði óvanaleg og forvitnileg frétt. Bókin er um frelsi og lýð- ræði. Um þau efni hafa verið skrifaðar mörg þúsund bækur á seinni árum og því veitir það nokkra innsýn í hugmyndaheim forsetans að af öllum heimsins bókum um þessi efni skyldi hann velja sér þessa til lesturs. Það sem gerir málið forvitni- legra er að forsetinn virtist vísa til bókarinnar til útskýringar á þeirri yfirlýstu stefnu Banda- ríkjanna að vilja breiða út frelsi og lýðræði í heiminum. Bókin er eftir Natan Sharansky sem margir muna eftir sem sérlega hugrökkum andófsmanni í Sovétríkjunum. Barátta Sharan- skys gegn ofríki hins sovéska alræðis vakti heimsathygli og ríka samúð um öll Vesturlönd, líkt og barátta Shakarovs á sama tíma. Síðan þá hefur Sharansky verið áberandi maður í Ísrael þar sem hann berst af sínum mikla þrótti gegn því að einföld- ustu mannréttindi Palestínu- manna séu nokkurs virt. Þessar vikurnar berst hann gegn því að ísraelskir landtökumenn á Gazaströndinni séu látnir skila landi aftur til Palestínumanna og líkir stefnu Sharons við ofsóknir sovéska ríkisins gegn gyðingum. Sharansky er þannig úti á ysta kanti í ísraelskum stjórn- málum og með sömu stefnu og heitustu þjóðernisofstækis- menn þar í landi. Megin- stefnumið hans hafa verið þau að sem allra flestir gyðingar flytji til Ísraels og setjist að á löndum Palestínumanna sem síðan verði innlimuð í Ísrael. Um leið berst hann gegn því að Palestínumenn sem hraktir hafa verið af heimilum sínum á síð- ustu áratugum í þjóðernis- hreinsunum Ísraelsmanna fái að snúa aftur heim til sín. Barátta hans snýst því um að alþjóðalög fái ekki að gilda í Palestínu og að einföldustu mannréttindi Palestínumanna séu virt að vettugi. Fátt í stefnu Sharanskys skilur hann að frá hörðustu fylgjendum þjóðernis og trúarofstækis í Ísraels en hann réttlætir hins vegar stefnu sína með hugsjónum frelsis og lýðræðis. Í máli sínu notar hann sífellt rök lýðræðis og frelsis til að reyna að sannfæra menn um að best sé að ræna sem mestu af landi Palestínumanna og halda þeim í því fjöldafangelsi sem Palestína er í dag. Í þessu samhengi verða menn að lesa bók Sharanskys um frelsið og lýðræðið sem heillaði forseta Bandaríkjanna svo mikið að hann tók sér fyrir hendur að lesa heila bók en for- setinn er sagður vitna í þessa einu bók í tíma og ótíma. Fyrir þá sem eru vanari bók- lestri en forseti Bandaríkjanna eru mótsagnir í málflutningi Sharanskys augljósar, og ekki aðeins þær sem snúa að munin- um á hugsjónum og stefnumál- um höfundar. Meginatriðið er þó að ást þessa hugrakka og einbeitta manns á frelsinu virðist því miður ekki ná lengra en ýtrustu hagsmunir hans sjálfs kalla eftir. Að þessu leyti líkist hug- myndaheimur Sharanskys hug- myndaheimi Bush forseta, sem nú hefur í gegnum talsmann sinn Condoleezzu Rice gefið út nýjan lista yfir verstu ríki heimsins. Hann kallar þessi ríki útverði einræðisins. Nafngiftin gefur til kynna að þarna fari verstu skúrkar heimsins. Þar er líka að finna nokkur afar vond ríki. En hvers vegna ekki Úz- bekistan þar sem forsetinn læt- ur pynta andstæðinga sína til dauða með því að sjóða þá í potti? Þar hafa Bandaríkjamenn gert bandalög við myrkraöflin til að fá að byggja þar herstöðv- ar. Eða hvers vegna skyldi Íran vera þarna en ekki Sádi-Arabía sem stundar enn öflugri kúgun á fólki? Eða Pakistan? Svarið þekkja allir. Þetta eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Rétt eins og El Salvador, Gvatemala og Hondúras þar sem Bandaríkjastjórn undir forustu Reagans og Bush hins eldri beinlínis fjármagnaði dauðasveitir sem drápu hundr- uð þúsunda manna fyrir það eitt að vilja frelsi og lýðræði í stað morðóðra herforingjastjórna. Á sama tíma var Kúba sögð hluti af heimsveldi hins illa þótt ríkið væri greinilega eitt hinna skástu í heimshluta þar sem Bandaríkin fjármögnuðu fjölda- morðingjana. Athyglisverð tilraun forseta Bandaríkjanna til bóklesturs vekur ekki vonir um nýtt sam- hengi á milli orðræðu og at- hafna. ■ H alldór Ásgrímsson forsætisráðherra á hrós skilið fyrirskjót viðbrögð í eftirlaunahneykslismáli fyrrverandi ráð-herra sem verið hefur í sviðsljósinu eftir að Fréttablaðið, fyrst fjölmiðla, upplýsti um það fyrir nokkrum dögum. Í frétt blaðsins kom fram að sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftir- laun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum hins opinbera. Sex þeirra öðluðust eftirlaunarétt eftir að ný og afar umdeild lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstarétt- ardómara voru samþykkt á Alþingi í desember 2003. Yfirlýstur tilgangur laganna var að draga úr sókn fyrrum þingmanna í opin- ber embætti með því að bjóða þeim upp á hagstæð eftirlaunakjör. Halldór Ásgrímsson segir í Fréttablaðinu í gær að við lagasetn- inguna fyrir rúmu ári hafi alþingismönnum sést yfir þann mögu- leika að fyrrverandi ráðherrar gætu þegið eftirlaun á sama tíma og þeir væru á fullum starfslaunum hjá hinu opinbera. Hann ætlar að beita sér fyrir því að lokað verði fyrir þennan möguleika. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem sætt hefur gagnrýni úr eigin röðum fyrir aðild sína að lagasetningunni á sínum tíma, tekur undir með forsætisráðherra og talar um mis- tök í þinginu. Í því sambandi er umhugsunarefni að gerð frum- varpsins átti sér langan aðdraganda, að því komu sérfræðingar utan þings, flutningsmenn voru úr öllum þingflokkum og það var forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sem fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Ætla mætti að slíkt ferli kæmi í veg fyrir jafn alvarleg mis- tök og urðu og hefur það eðlilega vakið upp spurningar um vinnu- brögð í þinginu. Hinar tvöföldu launagreiðslur til ráðherra eru þó síður en svo hið eina sem aðfinnsluvert er við umrædd eftirlaunalög. Það er óeðlilegt út af fyrir sig að þingmenn njóti sérréttinda í lífeyris- málum og einkar ósmekklegt að það skuli hafa gerst með því að þingheimur seldi sér sjálfdæmi um afgreiðslu málsins. Auðvitað eiga alþingismenn og ráðherrar að njóta lífeyrisréttinda með sama hætti og aðrir launþegar. Starfskjör þeirra eru það góð að þeir geta skapað sér myndarlegan lífeyrisauka fyrir eftirlauna- árin með frjálsum lífeyrissparnaði. Þeir eiga ekki að njóta neinna forréttinda. Samhliða setningu eftirlaunalaganna var ákvæðum um þing- fararkaup alþingismanna breytt og ákveðið að greiða formönnum stjórnmálaflokkanna framvegis 50% álag ofan á laun. Hafa þess- ar ríflegu greiðslur, sem satt að segja eru frekar óviðeigandi, svo ekki sé minnst á það hve tímasetningin var vandræðaleg, leitt til þess að gárungar tala stundum um forstjóra flokkanna fremur en formenn. Málið hefur skapað úlfúð innan Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ef ríkisvaldið á með einhverjum hætti að styrkja starf stjórnmálaflokka, sem er vafa- mál, er eðlilegra að greiðslur renni beint til flokkanna, sem geti síðan ákveðið ráðstöfun þeirra og skiptingu. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að hvetja til þess að um leið og reglum um eftirlaun ráðherra verður breytt til fyrra horfs verði löggjöfin í heild tekin til endurskoðunar. ■ 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Skjót viðbrögð forsætisráðherra í eftirlaunamáli ráðherra eru lofsverð. Gölluð löggjöf FRÁ DEGI TIL DAGS Hinar tvöföldu launagreiðslur til ráðherra eru þó síður en svo hið eina sem aðfinnsluvert er við um- rædd eftirlaunalög. Það er óeðlilegt út af fyrir sig að þing- menn njóti sérréttinda í lífeyrismálum og einkar ósmekk- legt að það skuli hafa gerst með því að þingheimur seldi sér sjálfdæmi um afgreiðslu málsins. ,, Pantanir í síma 5116030 www.hotelcabin.is, booking@hotelcabin.is ÞORRABLÓT 20 - 80 manna hópar Tökum að okkur Þorrablót fyrirtækja, félagasamtaka, vinahópa, átthagasamtaka o.s.frv. Súðin á 6. hæð Hótel Cabin er einstaklega huggulegur veislusalur þar sem hópar njóta næðis en þó er stutt í ys og þys miðborgarinnar. Hótel Cabin, Borgartúni 32 Framverðir hræsninnar Menn en ekki málefni Nú þegar kosningabarátta Össurar Skarp- héðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um embætti formanns Sam- fylkingarinnar er komin á fullt hafa marg- ir orðið til að inna þau eftir því hvaða málefnalegi ágreiningur réttlæti að kosið sé á milli þeirra. Sérstaklega er slíkri spurningu þó beint til Ingibjargar Sólrún- ar. En á móti má spyrja hvort nokkuð sé óeðlilegt við það að kjósa um menn en ekki málefni. Tíðkast það ekki í öllum flokkum? Er það ekki yfirleitt gert í próf- kjörum flokkanna? Og benda má á að í frægasta formannskjöri síðari ára, einvígi Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar snemma árs 1991, var það yfirlýst af beggja hálfu að ekki væri um málefna- ágreining á milli þeirra að ræða. Þegar Davíð kynnti framboð sitt sagði hann að sjálfstæðismenn ættu „að velja þann mann sem þeir telja að sé líklegastur til að standa að stjórnarmyndun af flokksins hálfu, og þeir eiga að kjósa þann mann sem þeir telja að eigi að geta leitt ríkisstjórn með skaplegum hætti ef stjórnarmyndun tekst,“ svo vitnað sé til viðtals við hann í Morgunblað- inu 26. september 1991. Gátan ráðin Ein af ráðgátum listasögunnar hefur verið leyst. Það er komin vísindaleg skýring á því af hverju Michelangelo sýnir Davíð, (sem felldi Golíat, sbr. Samúelsbók) á hinu fræga næstum fimm metra háa líkneski sem varðveitt er í Galleria dell‘Academia í Flórens, vera karlmannlega vaxinn að öllu leyti nema einu og það einmitt hinu mikilvægasta: manndómstáknið er vandræðalega smá- gert í hlutfalli við stæltan líkamann. Breska blaðið Guardian segir að eftir miklar rannsóknir á líkneskinu hafi tveir ítalskir sérfræðingar kveðið upp úr um það í nýlegri tímaritsgrein að það sýni fullkomna þekkingu Michelangelos á öllum smáatriðum í líkamsbyggingu manna og líffærafræði. Greinilegt sé að miklar rannsóknir liggi að baki því hvern- ig Davíð líti út á því augnabliki þegar hann býr sig undir að slöngva steininum í risann: Allir vöðvar eru spenntir á rétt- um stöðum, augun galopin og mann- dómstáknið samanskroppið eins og gerist við slíkar aðstæður. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG ÚTVERÐIR EINRÆÐIS JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Athyglisverð tilraun forseta Bandaríkj- anna til bóklesturs vekur ekki vonir um nýtt samhengi á milli orðræðu og athafna. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.