Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 59
31MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 6 Ísl. tal Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40 og 10.10 b.i. 16Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 10 b.i. 16 Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 10 Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu um Pétur Pan. HHH SV - MBL Sýnd kl. 8 b.i. 16Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Stórstjarnan Nicole Kidman var tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni „Sideways er eins og eðalvín með góðri fyllingu. Hún er bragðgóð, þægileg og skilur eftir sig fínt eftirbragð" Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun Besta myndin Besta handritið Dómnefndarverðlaunin í Cannes Valin besta erlenda myndin í Bretlandi Myndin sem Quentin Tarantino elskar! HHHH HJ - MBL HHHH ÓÖH - DV HHHH Kvikmyndir.com HHHh kvikmyndir.com HHH DV HHHHH Mbl Yfir 32.000 gestirSýnd kl. 5.45 m/ísl. tali Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 Sýnd kl. 6, 8.15 og 10.30 il f til l l r l . . . t , l i tj ri l i ri í l l t r i. Skyldu- áhorf fyrir bíófólk, ekki spurning!" HHHh T.V Kvikmyndir.is HHHH Þ.Þ FBL HHHH Ian Nathan/EMPIRE HHHh Kvikmyndir.is HHH ...þegar hugsað er til myndar- innar í heild,er hún auðvitað ekkert annað en snilld" JHH/kvikmyndir.com Miðaverð 400 kr. „Fullkomlega ómissandi mynd" S.V. MBL HHHHH Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit. HHH NMJ Kvikmyndir.com Frá 59.990 kr. Flug, skattar og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, í tvíbýli með morgunverði. 12. febrúar. Vikuferð. Netverð. Heimsferðir bjóða þér að stökkva á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar Austurrísku alpanna, Zell am See. Beint flug til Salzburg og um klst. akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Frábær aðstaða, 56 lyf- tur og allar tegundir af brekkum, einnig fyrir snjóbretti og gönguskíði. Stökktu á skíði til Austurríkis 12. febrúar Frá 29.990 kr. Flugsæti með sköttum til Salzburg, 12. febrúar. Netverð. Flug og hótel frá aðeins kr. 59.990 Veröld ný og góð Skrýtið leikrit atarna. Enda hefur höfundur sjaldnast farið troðnar slóðir í skáldskap sínum hvort held- ur hún skrifar ljóð, skáldsögur eða leikrit. Styrkur þessa verks liggur í fantasíunni og lýtur sínum eigin lög- málum. Súrrealískur textinn sem fellur af vörum persónanna hefur til- vísanir í allar áttir og hittir mann oft illa þegar maður liggur óafvitandi vel við höggi, niðursokkinn í eigin hugs- anir, jafnvel á kafi í að upphugsa eitthvað til að skrifa um það sem fyrir augu og eyru ber. Leikstjórinn hefur valið leikritinu form í anda verksins og hún er ekki árennileg þessi veröld sem höfundur sér fyrir sér. Hún hefur þó húmorinn í lagi en fellur stundum í þá gryfju að troða boðskapnum ofan í mig með teskeið. Textinn er á köflum ljóð- rænn og fallegur en líka ruddalega hispurslaus og lætur hún stundum vaða svoleiðis á súðum að mann sundlar. Leikstjórinn hefur kosið að fara einafalda stílfærða leið í leik- mynd, búningum og gervum og frí- að sig öllu því sem gæti talist rökrétt framhald af þeim heimi sem nú er. Leikaraefnin hafa undir stjórn Maríu Reyndal gefið sig algjörlega verkefn- inu á vald og nálgast viðfangsefni sitt af einbeitni og alúð. Hins vegar gefur þessi nýstárlega veraldarsýn verksins ekki tilefni til djúprar per- sónusköpunar þar sem heimsskipu- lagið er svo einsleitt. Allt er annað- hvort svart eða hvítt. Gallinn við verkið í Nemendaleikhúsinu er sá að enginn fær almennilega eldskírn við að vinna til hlítar alvöru bitastætt hlutverk þar sem reynir á tilfinninga- skalann og breidd í túlkun. Það er sannarlega vandasamt að finna bita- stæð hlutverk handa níu leikaraefn- um en það verður að leita logandi ljósi að því engu að síður. Í þessu verki er jafnræði með flestum hvað frammistöðu varðar og í heild er sýningin áhugaverð, full af leikhús- legum uppákomum og krydduð kó- mískum smáatriðum. Aðalbjörg Þóra sýndi jafnan leik og var yfirleitt einlæg í túlkun sinni. Hefur auk þess prýðisgóða framsögn. (Mér finnst þau öll hafa bætt framsögn sína til muna frá því fyrr í vetur en það kom fyrir að áherslur hljómuðu sérkenni- lega.) Atli Þór naut sín vel í kaftein- inum en ég hef á tilfinningunni að hann eigi meira inni. Guðjón Davíð Karlsson sýndi skemmtilega takta sem gamall herráðsmaður og Benjamín hans hafði mannlegar taugar sem glitti í. Jóhanna Friðrika hefur djúpa altrödd sem hún gæti spilað miklu meira á. Henni tókst nokkuð misjafnlega upp á hátíðar- sýningunni á sunnudag en hún skoraði í skemmtilegu karlhlutverki sem lék þó tveimur skjöldum. Jó- hannes Haukur var skemmtilegastur í hlutverki fangavarðar. Oddný og Sara Dögg voru svo áþekkar á svið- inu að ég þekkti þær ekki alltaf í sundur. Þær eru orkumiklar og gust- ar af þeim á sviðinu. Ólafur Steinn var látlaus og stillti túlkun sinni í hóf en ég hef trú á því að hann geti komið sterkari inn ef hann fær verð- ugt hlutverk í næsta verkefni. Orri Huginn vann þokkalega úr sínu en má gæta sín að venja sig ekki á of ýkta framsögn. Í heildina er þessi fyrsti útskriftarhópur leiklistardeildar LHÍ kraftmikill og áhugaverður. Það eru spennandi tímar framundan og mikils að vænta af leikaraefnunum ungu. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Spítalaskipið Nemendaleikhúsið, Smiðjunni við Sölvhólsgötu Höfundur: Kristínu Ómarsdóttur Leik- stjóri: María Reyndal Dramatúrg: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Bjarni Þór Sig- urbjörnsson Búningar og gervi: Katrín Þorvaldsdóttir Ljós og gagnvirk tækni: Egill Ingibergsson Tónlist og hljóðmynd: Ólöf Arnalds Danshöfundur: Guðmundur Helgason Leikaraefnin: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Atli Þór Albertsson, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannes- son, Oddný Helgadóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Orri Huginn Ágústsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Niðurstaða: Gallinn við verkið í Nem- endaleikhúsinu er sá að enginn fær almennilega eldskírn við að vinna til hlítar alvöru bitastætt hlutverk þar sem reynir á tilfinningaskalann og breidd í túlkun. FRÉTTIR AF FÓLKI Franska leikkonan Audrey Tautouhefur fengið hlutverk í nýrri kvik- mynd sem verður byggð á metsölu- bókinni Da Vinci lykillinn. Tautou er þekktust fyrir hlut- verk sín í Amélie og Langri trúlofun. Hún mun leika Sophie Neveu, dóttur Roberts Langdon pró- fessors sem verður leikinn af Tom Hanks. Að auki leikur Jean Reno rannsóknarlögguna Bezy Fache. Tök- ur á myndinni hefjast seinna á þessu ári og er hún væntanleg á hvíta tjaldið í maí á næsta ári. Leikkonunni Nicole Kidman bráheldur betur í brún á dögunum þegar hlerunartæki fannst í glæsi- villu hennar í Sydney í Ástral- íu. Eftirlitsmyndavél náði því á filmu þegar óboðinn gestur laumaði tækinu í öryggis- álmu þar sem lífverðir Kid- man dvelja. Lögreglan rann- sakar nú málið. Leikkonan DrewBarrymore sást nýverið skoða brúðarkjóla í New York. Þar með ýtti hún undir orðróm um að hún ætli að giftast rokkaranum Fabrizio Moretti úr hljóm- sveitinni The Strokes. Barrymore, sem er tvífráskilin, byrjaði með Mor- etti sumarið 2002. Söngkonan BritneySpears hefur látið húðflúra hebreskt tákn aftan á háls sinn. Merkir það „kraftur lækningar- máttarins“ og er fengið úr Kabbalah-trúarbrögð- unum sem Madonna kynnti fyrir vinkonu sinni. Rithöfundurinn J.K.Rowling eignaðist sitt þriðja barn fyrir skömmu. Rowling og eig- inmaður hennar, dr. Neil Murray, eru him- inlifandi með nýjasta erfingjann. Fyrir á Rowling hinn 22 mán- aða David og Jessicu sem er 11 ára. Bjarkarmyndband í Ópinu Bjarkarmyndbandið við lagið Tri- umph of a Heart af plötunni Medúlla verður frumsýnt í ís- lensku sjónvarpi í þættinum Óp í Sjónvarpinu í kvöld. „Við erum auðvitað hæstánægð með að fá að frumsýna myndbandið enda eru Bjarkarmyndböndin með þeim flottustu sem hafa verið gerð og það toppar þetta að Spike Jonze leikstýri,“ segir Þóra Tómasdótt- ir, sem sér um Ópið ásamt Ragn- hildi Steinunni Jónsdóttur og Kristjáni Inga Gunnarssyni. Fréttablaðið sagði frá því um helgina að kötturinn Muri færi með veigamikið hlutverk í mynd- bandinu og Þóra segir að það sé vissulega gaman, eftir alla um- fjöllunina sem myndbandið hefur fengið, að fá loksins að sjá það á skjánum. Myndbandið, sem var tekið upp á Íslandi ekki alls fyrir löngu, verð- ur einnig sem verður einnig að- gengilegt á vefnum bjork.com. ■ BJÖRK OG MURI Hafa það notalegt í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar sem er leikstýrt af sjálfum Spike Jonze, sem gerði Being John Malkovich. ■ TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.