Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 30
6  { VINNUVÉLAR 2005 } ® A F L V É L A R A ð e i n s þ a ð b e s t a • Öflugar vélar. • Áratuga reynsla og þjónusta. • Hafið samband og fáið senda vörulista og tilboð. Besta ehf • Suðurlandsbraut 26 • 108 Reykjavík • Sími: 510 0000 Beinn sími véladeild: 510 0050 • Fax: 510 0002 • ingi@besta.is • www.besta.is ® Snjótennur fyrir bæjarfélög og þjóðvegi. Burstar í allar tegundir vélsópa. Salt/sanddreifarar 0,6 -9,0 rm. Kasttennur fyrir vörubíla. Snjóblásarar með eða án aflvéla f/ stórar dráttarvélar og vélskóflur. Dráttarstólar og dráttarkrókar Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 „Ég kláraði námið árið 1976 en fram að því hafði ég verið að fikta við að gera við bíla. Bróðir minn, Eiður, á fyrirtækið Háfell sem sinnir ýmislegum jarðvinnu- framkvæmdum og hefur mikinn og góðan tækjakost á sínu bandi. Hann setti mig eiginlega upp í gröfu og ýtti mér út í vinnuvélabransann. Ég vann hjá honum í nokkur ár og hef síðan verið að gera við vinnuvélar á ýmsum stöðum. Ég er búinn að vinna hjá GP krönum í tæp fjögur ár og hér er gott að vera,“ segir Jón. Á verkstæði GP krana er einn í vinnu ásamt Jóni að gera við krana en fyrirtækið gerir út fullt af krönum. „Hér er mikið talað um krana og allt sem þeim fylgir en við tökum líka mikið í spil og spilum brids ef fjórir eru saman. Við erum eiginlega góðir í öllu,“ segir Jón spurður um hvort þeir séu jafngóðir í brids og í krana- viðgerðum. „Hér er fullt af góðum kranamönnum enda er þetta langstærsta kranafyrirtækið á landinu. Síðasta ár var mjög gott í þessum iðnaði og eru kranarnir okk- ar búnir að fara vítt. Við vorum mest með fimm krana í Kárahnjúkum og núna erum við með einn krana í Færeyjum. Þessi floti er óðum að stækka og yngjast,“ segir Jón en hann hefur lært sjálfur að gera við krana. „Við reynum að fylgja viðgerðarbókum því það er í raun enginn sem getur kennt okkur þetta. Við sækjum bara þá þekkingu sem við þurfum.“ Jón er enginn bíladellukarl og reynir að skilja vinn- una eftir á vinnustaðnum í lok dags. „Ég á reyndar tvo bíla, einn sem ég er að gera upp og einn sem ég er bú- inn að gera upp. Mér finnst voðalega gaman að kom- ast til botns í hlutum. En núna er þetta meira lífsviður- væri. Þegar ég kem heim þá er vinnudagurinn búinn og ég reyni að aðskilja vinnuna frá einkalífinu. En þeg- ar koma upp vandamál sem ég hef ekki getað leyst í vinnunni þá reyni ég að leysa þau í huganum heima. En mig dreymir ekkert kranana,“ segir Jón sem er fylli- lega sáttur við lífið. DREYMIR EKKI KRANA Jón Ingvar Haraldsson er bifvélavirki og hefur komið víða við á starfsferli sínum. Nú vinnur hann hjá GP krönum og gerir við krana og gæti ekki verið sáttari við vinnuna sína. Hér stendur Jón við flaggskipið í kranaflotanum, þrjú hundruð tonna bómu. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA Stærsta GRJÓTMULNINGS- VÉL landsins Brjóturinn Dofri í grunni álvers Alcoa. Vélasvið Heklu afhenti á dög- unum verktakafyrirtækinu Suðurverki stærstu grjót- mulningsvél sem flutt hefur verið til landsins. Tækið er af gerðinni Metso Nordberg LT 140 og vegur um 140 tonn. Tækið er knúið af 520 hestafla Caterpillar C15 vél og kostar hingað komið um hundrað milljónir króna. Suð- urverk mun nota þennan af- kastamikla brjót sem afkastar átta hundruð tonnum á klukkustund við framkvæmdir við grunn álvers Alcoa við Reyðarfjörð en brjóturinn hefur hlotið nafnið Dofri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.